Hlín - 01.01.1950, Side 135
Hlin
133
ir af kvenfólki og börnum. — í einum bátnum — þeim
næsta — situr ung kona ineð lítið barn á armi, sem teygir
báðar hendur í áttina til skipsins. Það gat engum dulist,
hvað þarna var að gerast. — Jeg leit spyrjandi augum á
gamlan mann, sem stóð þar nærri. Hann var greiður í
svörum: „Jú, þessi mynd átti að vera af risaskipinu breska
„Titanic“, þegar það var að sökkva. — Málarinn var af að-
alsættum, hámentaður listamaður. — Hafði verið með
skipinu, þegar það fórst — á skemtiferð með konu sína og
barn. — Hún hafði farið nauðug með barnið niður í bát-
inn, og hann hafði aldrei komið fram, en málaranum var
bjargað á flaki með fleirum, en hafði alt af verið undar-
legur síðan. — Eirðarlaus hafði hann flakkað um lönd og
borgir sem götumálari — og altaf málað sömu myndina."
— „Á hann engan að?“ spurði jeg. — „Ekki svo jeg viti,“
sagði gamli maðurinn: „Og aleiga hans eru tötrarnir,
húfan þarna — og myndinl“
Ótal sundurleitar spurningar komu fram í huga minn.
— Því eru sumir fæddir til auðs og valda, aðrir til sárs-
auka, allsleysis og örbyrgðarl Því eru sumir börn gleði og
gæfu, aðrir dæmdir í skugga þungra harma?
Og þó? — Var ekki þessi tötrum klæddi beiningamað-
ur lífsins,.með heiðríkju yfir enninu og stór blá augu,
sem lýstu af innra eldri. — Á einni örlagastund hafði hann
verið öllu sviftur.
Aleiga hans var — þessi eina minning.
Halldóra Gunnlaugsdóttir frá Hafursstöðum.
IIIIIIIIMIIIIMIIMIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIMMMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillHHI
Úr brjefi: Jeg er alltaf að biðja til Guðs að maður þurfi
ekki að lifa eitt stríðið enn. En ekki eru friðvænlegar
horfur í heiminum. — M. Jóh.