Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 137
Hlin
135
hjá þeim ást og virðingu fyrir fögrum hugsjónum, t. d.
sannleika, fegurð, frelsi o .s. frv.? — Leggjum við okkur
nógsamlega fram til að skapa þann tíðaranda, sem þroski
mat þeirra á rjettu og röngu, geri þau fær um að greina
þar á milli? — Finnum við til ábyrgðar okkar nógu greini-
lega? — Hvernig á t. d. barn að læra sannsögli og orð-
heldni, ef hinir fullorðnu, og það jafnvel foreldrarnir,
segja því iðulega ósatt, lofa því fúslega ýmsu, sem þeir
ætla sjer aldrei að efna, bara til að losna við það í bili og
hirða yfirleitt ekki um, þótt vikið sje frá sannleikanum,
ef minsta ástæða þykir til? — Á mörgum heimilum heyra
líka börn daglega ljótan munnsöfnuð, blót og önnur
klúryrði, og fyr en varir hafa þau þetta eftir, því að „svo
mæla börn, sem á bæ er títt“. — Undir slíkum áhrifum
verður þess varla vænst, að börn læri að elska og fegra
móðurmál sitt eða varðveiti hreinleika hugarfarsins.
Eitt af því, sem fjöldinn allur virðist misskilja, er hug-
takið frelsi. — Allir lofa það þó og þrá það, enda er skoð-
ana- og athafnafrelsi líftaug menningar og framfara. —
Auðvitað á jeg við frelsi til þeirra athafna, sem hvorki
skerða annara rjett nje eigin manndóm og virðingu. —
En jrað eru, því miður, margir, sem ekki skilja eða ekki
vilja skilja, hvað hið sanna frelsi er. — Sú stefna hefur
meira og meira rutt sjer til rúms, að það sje sjálfsagðasta
frelsið, að láta sem mest eftir tilhneigingum sínum, í stað
þess að hafa á þeim taumhald viljans og skynseminnar,
svo að þeim verði haldið innan rjettmætra takmarka.
Þeir vilja „njóta lífsins í fylsta mæli“, eins og sumir orða
það. Það er dekrað við frumstæðar hvatir, eins og næring-
arhvötina, svo að út frá henni liafa vaxið illkynja angar,
sem ekkert eiga skylt við hinn upphaflega, eðlilega og
heilbrigða tilgang hennar. Jeg á þar við hina æstu löngun
í sælgæti, gosdrykki, tóbak og áfengi. — Vaxandi lausung
í ástamálum er einnig ávöxtur þessarar stefnu. — Nautna-