Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 138
136
Hlín
sýkin er víða að grafa grunninn undan heilbrigði og sið-
gæði og svifta menn hinu sanna frelsi, stjórninni á sjálf-
um sjer. — Það er ekki hægt að búast við, að þessi tíðar-
andi sje vel til þess fallinn að ala upp dáðríka hugsjóna-
menn, — að beina fullkomnunarhvöt ungíingsins inn á
rjettar brautir. — Hann getur reyndar komið auga á ýmis-
legt í kringum sig, sem lagfæringar þarf, en ef umbóta-
hugurinn beinist ekki fyrst og fremst að því að endur-
bæta sjálfan sig, verða í sannleika meiri og betri maður,
þá er bygt á sandi. — Sá, sem ekki hefur taumhald á ástríð-
um sínum verður þræll þeirra. Það, sem hann taldi frelsi,
leiðir hann í hina verstu ánauð, — andlega og líkamlega.
Nei það er ekki von, að unglingurinn geti, undir venju-
legustu kringumstæðum, eygt hinar hærri hugsjónir. —
Það er líka miklu auðveldara að láta berast með straumn-
um, en að leita móti honum. „Jeg gekk þann veg, sem
fjöldinn fór, og fjell svo lágt“, stendur í kunnu kvæði. —
Fyrirmynd unglingsins verður, ef til vill einhver eldri,
sem farinn er að bergja á nautnabrunnum tískunnar. —
Honum skilst, að það sje talið „fínt“ og „fjelagslegt", að
vera með, og honum finst hann við það verða meiri mað-
ur. — Hann hefur ekki þroska til að skilja, að það er mest-
ur manndómur að láta ekki teygja sig út í neitt það, sem
skaðar sál eða líkama.
Með hverju getur þá ungur maður haldið vegi sínum
hreinum? Hvernig getur hann ratað hina rjettu leið? —•
Svarið er: Með því að gefa gaum að orði Drottins. — Guði
sjeu þakkir, hann hefur gefið okkur ljós — sitt heilaga
orð. — Sje þessu bjarta ljósi varpað yfir ýmislegt það, sem
eftirsóknarvert þykir, þá sjest, að það er aðeins hjóm, og
sumt af því jafnvel „þrýstir manni í duftið“. í þessu Ijósi
sjáum við, með hjálp Guðs heilaga anda, sekt okkar og
smæð, og hversu fjarlæg við erum Guði, meðan við ekki
höfum tekið á móti syni hans, Jesú Kristi, sem frelsara