Hlín - 01.01.1950, Page 142
140
Hlín
og gerði það, fanst heldur ekki vogandi að sleppa ungri dóttur
sinni út í slíkan soll.
Upp í klettunum bjuggu álfarnir, trúin á þá fór altaf mink-
andi með ári hverju, eftir því sem kristna ljósið lýsti lengur í
landinu. — Samt hafði Þórdís unun af að hugsa um hallirnar
fögru, sem þeir áttu uppi í klettunum. — Þar voru háar hallir,
skrýddar innan rósofnum silkitjöldum, glitofnir dúkar huldu
gólfin, demantsskreyttir ljósahjálmar hjengu úr glitrandi hall-
arhvolfunum. Skartklæddar meyjar liðu aftur og fram í rós-
rauðum og fjólubláum ljósvaka ásamt prúðbúnum yngissvein-
um. Og aftur og fram um hallirnar sindruðu stjörnur af perlu-
og demantsdjásnum ungmeyjanna, er þær báru á höfði, hálsi
og berum handleggjum. — Ósköp var gaman að eiga svona
mikla dýrð!
Þórdís stansaði alt í einu á hjallanum fyrir neðan klettabeltið.
Af hverju var hún svona ósköp fátæk, en alt þetta skrúð og
skart hjá álfunum? Og þó voru þeir altaf að heilla til sín menska
menn. — Ef þeir í rauninni voru til, álfarnir, var það þá virki-
lega svo slæmt að vera hjá þeim? — Voru það ekki bara grill-
ur? — Svo var eitt enn, þessir ríkisálfar sýndust aldrei koma á
vettvang í mannheimunum. Þegar konurnar dreymdi álfkon-
ur, er báðu þær um mjólk handa börnum sínum, af því þau
voru veik, eða þegar karlmenn komu til lækna og ljósmæðra
og báðu um hjálp handa konu sinni í barnsnauð, þá virtist það
altaf vera fátækt, eða að öðru leyti vanmegna fólk. — Af hverju
skyldu ríku álfarnir ekki hafa komið?
Þórdís hjelt upp hlíðina og upp á klettinn, sem hún hafði svo
oft setið á. Alt var þar kyrt og hljótt. Fáeinar kindur sáust á
beit þar norður á hjallanum fyrir neðan. — Kaupstaðurinn lá
fram undan fjallinu í nokkurri fjarlægð. Skip lágu í logninu
þar fyrir utan, en bátar voru á ferð milli lands og skipa með
flutning af ýmsu tæi. — Gufustrók lagði upp frá einu skipanna,
og ómur barst að eyrum hennar þarna sem hún sat. — Þórdís
vissi að það væri verið að afferma skipið. Það var stórt gufu-
skip. — En hún átti engan beinan þátt í þessu og augu hennar
leituðu lengra. — Fjarlæg fjöll, þögul og tigin, er mynduðu hall-
ir og hnjúka mót himninum. — í fjarlægðinni skein á jökulskall-
ann.. — Yndislegar voru þessar myndir mót heiðum himni í
veðurblíðunni. — Þarna nærlendis var kirkja staðarins. Hún
stóð ein sjer nærri fjallsrótunum. Krossinn á tumi hennar
gnæfði við himinn og bar við „hallarturna“ fjallanna. — Litir
hafs og hauðurs voru dýrðlegir þennan dag. Það var sem hver