Hlín - 01.01.1950, Side 144
142
Hlin
En allar þessar yfirveganir gáfu Þórdísi ekki friðinn. Það var
eins og hún væri að tala við einhvern, sem hún var að reyna
að sannfæra um að þetta væri svona. Hún fann inst og dýpst í
sál sinni ,að velvildarstraumar Eysteins stefndu beint að hjarta
hennar sjálfrar. Að ekkert var fjær honum en það að fella hug
til sextugrar konu. — Æskan í allri sinni dýrð, var það sem
Eysteinn sóttist eftir, og Þórdís fann og vissi að hún átti þann
auð, sem æskunni fylgir og í vel útilátinni umgerð. Hún var
fríð, fasprúð, greind. Ein af þessum dularfullu verum, sem afar
erfitt er að vita hvað hugsa. — Það var ekki viðlit, að hún gæti
aftalið sig þeim ótta, sem hafði gripið hana, þessari ólýsanlegu
skelfingu, að hann, Eysteinn, væri að líta hana ástaráugum.
Þórdís hafði, ásamt öðrum unglingum, fengið atvinnu við
ýmsa smásnúninga við smiðjuna stóru, þó síst væru launin nóg
til þess að borga fyrir alt það, er heyrir undir orðið „daglegt
brauð“, þá var það samt mikill Ijettir fyrir heimilið og hjálp
fyrir hana sjálfa. — Eysteinn hafði altaf verið fremur vingjarn-
legur í garð unglinganna, sem snjerust í kringum hann, hann
stórskammaði þá aldrei, þó dálítið þusaði í honum annað slagið.
Nú upp á síðkastið hafði hann tekið upp á því að víkja þeim
sykurmola eða öðru smávegis sælgæti, alt upp í súkkulaðibita.
— Þórdís varð góðs aðnjótandi af þessu, og loks kom hann með
heilt súkkulaðipund í silfurpappír með gyltum sniðum og Fjall-
konumynd á og gaf henni. Slíka gjöf fjekk enginn annar. Þórdís
brosti við honum, er hún sá þetta óvenju mikla stáss, uppbúið í
„öðrum löndum“. — „Þakka yður fyrir,“ sagði unga stúlkan,
en hana tók strax að hálf sundla um leið og hún rjetti honum
hendina. — „Ekkert að þakka, Þórdís,“ sagði hann, og tók lát-
laust í hendi hennar. — Eysteinn hafði alt í einu orðið svo — svo
kurteis og alvarlegur, er hann tók þökk hennar, og snjeri sjer
svo að vinnunni, að henni varð bókstaflega ilt fyrir hjartanu.
Þegar Eysteinn heimsótti þær mæðgur dagana og vikurnar
þar á eftir, færði þeim gjafir, sat þar tímum saman og reykti
ýrvals vindla, þá brosti ekkjan,enÞórdís engdist af þögulli kvöl.
Fólk var farið að skrafa. Hjer var matur á ferð. Hvor þeirra
var það? Það gat varla verið dóttirin, hún var svo ung. Var það
mögulegt að Eysteinn væri að hugsa um konu komna yfir
sextugt? — Ekkjan gaf sig ekkert að skrafinu, forvitnum aug-
um nje nærgöngulum spumingum. — Hún fann að hjer var
komin einhver ljettir undir byrðina hennar þungu, og hún fagn-
aði þeim ljetti. — Ekkjan kunni öll deili á Eysteini. Það myndi
bráðlega koma í ljós hvað hann væri að fara. — Og það gerði