Hlín - 01.01.1950, Page 145
Hlin
143
það. — Þórdís hafði það til siðs að smeygja sjer út, þegar Ey-
steinn var kominn, og láta móður sína og systur það eftir að
skemta honum með viðræðum. — Hún fór þá annaðhvort ofan
í fjöru eða upp í hlíð. — Einn bjartan sunnudag kom Eysteinn
prúðbúinn sjerlega vel og alveg rjett gáður. — Rjett á eftir að
Þórdís hafði sloppið út, koftr Eysteinn á eftir. „Viltu koma með
mjer ofan að sjónum, Þórdís? Jeg þarf að tala við þig,“ sagði
hann. — Þórdís fann óttann verða að virkileika og kvíðinn
spenti hana enn fastari tökum, en hún hafði enga orku til að
neita. Þau lögðu því af stað niður að sjónum og gengu þar
samhliða í fjörunni spölkorn.
Alt í einu stansaði Eysteinn og sneri sjer að Þórdísi. Hún
fölnaði og henni þvarr allur máttur.
„Þórdís! Viltu verða konan mín? Jeg elska þig innilega.“
Hann horfði á fríða, fölnandi andlitið, gráu, greindar- og
stillilega augun, dökka fagra hárið, sem krýndi hana, og fjell
undan húfunni í fljettum að baki henni, en í lausum, hringuð-
um lokkum meðfram eyrum og yfir enninu. — Þórdís leit í
kringum sig með angist í augum: Var ekkert til handa henni
annað en þessi hræðilegi risi? — „Jeg veit ekki hve lengi jeg
hef elskað þig, Þórdís, en þú ert ávalt í huga mínum í vökunni
og í draumum mínum í svefni. — Jeg get gefið þjer alt sem þú
þarfnast og peningar geta keypt. — Jeg er viss um að þú lærir
að elska mig, Þórdís! — Jeg skal senda þig í Kvennaskólann í
Reykjavík, svo þú, sem ert svo vel gefin, getir borið höfuðið
jafnhátt og hver önnur betri kona hjer um slóðir. Jeg skal sjá
móður þinni farborða og systur þinni eftir þörfum, svo sem
væru þær mitt eigið skyldmenni. — Þú svarar mjer ekki, Þór-
dís. Þú skilur ekki hve heitt jeg ann þjer.“
Þórdís andvarpaði þunglega. — Andstæð öfl börðust um í sál
hennar. Hún opnaði munninn nokkrum sinnum, vætti á sjer
varirnar, en ekkert orð kom. — Fara í skóla, fá góð föt, gott
heimili. Komast þangað efnalega, sem fátæktin náði ekki í hana.
Hún yrði talin með myndarfólki. Hún sem bara var vesalingur
í koti. Ekkert almennilegt fæði, heimili hennar vesældarheim-
ili. Ekkert til af neinu þar til gleði eða lífinu til nægilegs fram-
færis að heita mátti. — Sjeð fyrir móður hennar. — Hvílíkt
tækifæri.
Svo leit Þórdís á Eystein, þá byrjaði baráttan aftur. .
„Jeg skal svara þjer eftir viku,“ var alt sem hún gat sagt.
„Aðrar stúlkur hafa gert þetta og orðið virðulegar eiginkonur
og mæður,“ sagði móðir hennar í vikunni á eftir. — Þá flýði