Hlín - 01.01.1950, Side 147
Hlin
145
inum. — Krossinn á kirkjunni bar við heiðan himininn. — í
baksýn voru fjöllin og sjórinn. — Mynd grannvöxnu stúlkunnar
stóð skýr á klettinum með fjallið að baki, svo sem væri hún
hluti af því sjálfu. — Þórdís kraup á knje á klettinum og lyfti
höfði og höndum í bæn: „Faðir, í kirkjunni þarna fyrir handan
hjet jeg að vera þjer trú til dauðans. Nú hef jeg reynt alt sem
mjer er mögulegt, og nú get jeg ekki meira. — Tak mig nú,
faðir, í faðminn þinn, og sýndu mjer þinn eilífa kærleika."
Nóttina eftir dreymdi Þórdísi, að hún væri á heimaströnd-
inni. — Haf, hauður og himinn var hjúpað yndislegum bláma,
slíkum, sem hún hefði aldrei fyr sjeð nje í hug hennar hafði
komið. Það fevipaði mest til fegursta bláma himinsins, blandað
yndislitum fjólunnar. — Trje spruttu í fjallinu hinumegin,
þar sem aldrei hafði sjest gróður í manna minnum. Eitt þeirra,
það stærsta, vafði sig upp brattasta klettinn og yfir því og öll-
um gróðrinum þarna, hvíldi ólýsanlegur yndisleiki. — Töfra-
dýrðin yfir allri tilverunni var einnig í sál Þórdísar, svo sem
væri það fullnægjandi sæla, sem fylti sál hennar. Hún vissi ekki
af neinum nema sjálfri sjer og aðeins um sæluna, sem hún var
í hið innra og hið ytra. Dýrðin hafði svo gersamlega fylt haf,
hauður og hennar eigin meðvitund. Orðin „eilíf dýrðarþyngd"
komu í huga hennar, þegar hún vaknaði.
Vikumar á eftir fór hóstinn geigvænlegum förum um líkama
Þórdísar. — Áður en mánuðurinn var liðinn var hún komin í
kistuna sína.
Það andaði svalan af hafinu, þegar hún var lögð til hvíldar
nærri fjallsrótunum, skamt frá gamla heimilinu, í reit kirkju
sinnar.
Sólin skein í heiði. Jökullinn á stóra fjallatuminum handan
við fjörðinn, kveikti á stóra ljósinu sínu, en kældi um leið and-
varann af hafinu enn meir, en sóleyjan á þakinu á litla torf-
bænum, brosti hýrlega og fjólan hjá klettinum og meðfram
móaþúfunum litaði alt blátt í kringum sig. — Það var auðsjeð
að hvorki svalinn af hafinu nje gusturinn af jökulskallanum
tafði lífsvöxt þeirra.
Þórdís svaf í friði á meðal þessara vina.
10