Hlín - 01.01.1950, Page 152
150
tílin
þetta er síst að ástæSulausu. Eitt af því sem er tilfinnanlegur
skortur á, er efni í sængurföt, fiSurhelt ljereft er því nær altaf
ófáanlegt, svo ef þarf aS endurnýja ver um gamlar sængur eSa
búa til nýjar, er þaS ómögulegt. — A3 vísu fást stundum til-
búnar sængur, en þá svo óheyrilega dýrar, aS margir hika viS
aS kaupa þær.
En jeg held aS vel megi nota ullarteppi í staS fiSursænga.
Hekla teppiS úr tvöföldum lopa og hafa þaS svo tvöfalt, þvo þaS
síSan gætilega, áSur en það er tekið í notkun. Þessi teppi eru
mjög hlý og gott að sofa undir þeim. — Jeg veit vel, að þau jafn-
ast ekki við góða dúnsæng ,en það er nú svo á mörgum sviðum,
að við getum ekki ætíð fengið það besta, verðum því að nota
það næst besta.
Þá er líka hægt að nota togið. — Á heimilum, sem senda of-
anaftekna ull til kembingar, felst til mikið af togi, sem oft er lít-
ið hægt að gera við. Jeg hef oft látið kemba togið í plötur, og
búa svo til úr þeim gegnumstungnar dýnur fremur þunnar, og
haft í rúm. — Það er ágætt að smíða svo trjegrind, sem falli inn-
aní rúmstæðið, og strengja á hana boldang eða striga úr áburð-
arpokum, sem flest sveitaheimili eiga nóg af. — Ef striginn er
vel strengdur, slaknar hann lítið við notkunina. — Betra er að
hafa dýnurnar fleiri, en þynri. — Á þennan hátt er hægt að
búa til gott rúm, án þess að nota fiður nema í koddann.
Úr Þistilfirði er skrifað: — Það er fátt að fijetta af kven-
fjelaginu okkar, það stendur ekki í neinum stórræðum, en held-
ur þó fram á við, þó hægt fari. •— í vetur höfðum við kvöld-
vökur tvisvar í mánuði, hafa þá konurnar verkefni með sjer:
Prjóna, sauma og hekla og hverskonar aðra handavinnu. —
Stundum er lesið upphátt og svo skrafað og drukkið kaffi eins
og vera ber. — Kaffisölu hefur kvenfjelagið við ýms tækifæri.
— Við höfum bækistöð í barnaskólanum, bæði með fundahöld
og kaffisölu.
Frá Stykkishólmi veturinn 1950: — Kvenfjelagið hjerna,
„Hringurinn", er nýbúinn að halda upp á 43. afmælið sitt og
sátu það um 100 konur, en alls eru þær 105 í fjelaginu. — Þar
voru veitingar góðar, sjónleikur, upplestur og seinast dans. —
Það er gaman að vera í kvenfjelaginu hjerna, því fjelagskon-
urnar eru yfirleitt svo fúsar til að vinna fyrir fjelagið sitt. —
Fjelagið heldur líka ennþá sinni gömlu stefnuskrá, að reyna að
ljetta eitthvað undir byrði þeirra, sem bágt eiga og gleðja þá.
— Fjelagið hefur altaf skemtun fyrir bömin eftir eða um há-
tíðamar. — Og svo vinnur það eftir mætti að auknum framför-