Hlín - 01.01.1950, Síða 155
153
tilin
í frístundum: Hús á bílinn, ferðatöskur o. fl. Það er starfað enn
á bæjunum. — Tengdamóðir mín heldur við gamla tóskapnum.
Hún varð áttræð 21. des.; hún spann mikið úr kembum í
vetur. Hafði gamlan mann um tíma við að kemba og taka ofan-
af ull. — Kvenfjelagið fjekk mikið band frá Gefjuni í java, og
þær eru byrjaðar að vefa á tveim bæjum, annars er fremur
lítið um vefnaðinn núna, en talsvert spunnið á spunavjelina.
Rödd úr Bárðardal. — Góða Hlín! — Mig langar til að senda
þjer línur til birtingar. Tilefnið er, að kvenfjelagið „Hildur“
hafði matreiðslunámsskeið s. 1. vetur á Sigurðarstöðum.
Kenslukonan var Guðrún Jensdóttir, send okkur af Sam-
bandinu. — Við höfðum gott húsnæði, stórt eldhús og raf-
magn, en þurftum líka olíuvjelar með, því svo mikið var um
að vera fyrir okkur. — Húsfreyjan flúði okkur, eldaði á öðrum
stað, og ljet fara lítið fyrir sjer. — Við þurftum meira en eld-
húsið, en það bjargaði, að húsið er stórt og margar stofur, svo
að við komumst vel fyrir, þótt við værum margar, bæði dag og
nótt.
Hjer hagar svo til, að dalurinn er langur en mjór, og rennur
Skjálfandafljót eftir honum endilöngum, og er farartálmi, bæði
vetur og sumar, ekki síst kvenfólki. — Við vorum svo hepnar,
að þessa viku okkar var góð tíð og færi hið besta, og var hægt
að fara á bílum og allsæmilegt að fara yfir fljótið. — Seinni
partinn á sunnudaginn 27. mars lögðu konur af stað sem lengra
áttu, komu 6 á staðinn um kvöldið. — Vegna langræðis hjeld-
um við margar til allan tímann á Sigurðarstöðum, og urðum
við flestar 11 sem gistum. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur,
mikið hlegið. — Stundum fórum við að spila. á kvöldin. Eitt
kvöldið spiluðum við Framsóknarvist við fjögur borð fram á
nótt. Onnur kvöld eitthvað annað við fleiri borð. Stundum
sátum við með handavinnu og hlustuðum á útvarp.
Við höfðum matarfjelag, komum með mat að heiman og sá-
um til skiftis um hádegismat handa okkur og kenslukonunni.
Hún sagði okkur oft hvað við ættum að matreiða, og höfðum
við oftast eina tegund útafbrugðna til þess að læra sem mest. —
Hádegisborðhald okkar var mjögð ánægjulegt, því kennarinn
var altaf að segja okkur eitthvað skemtilegt og var svo góð
og glöð.
Námsskeiðið byrjaði alla dagana kl. 2 og var sýniskensla,
stóð venjulega til kl. 7 á kvöldin. — Fyrsta daginn vorum við
14, sem horfðum á kensluna, og voru framreiddir 8 rjettir, að-
allega úr grænmeti. Kennarinn var undrandi yfir því, hvað við