Hlín - 01.01.1950, Síða 156
154
HÍin
höfðum mikið af því. Guðrún hjelt mikið með grænmeti, og
vildi að það væri mikið matreitt. Það er engin vanþörf á að
kenna mönnum að borða það meira en gert er, því enginn efast
um hollustu þess.
Guðrún hafði með sjer svonefnt þurrger, sem við höfðum
lítið kynst áður, en er talið hollara en það lyftiduft, sem við
höfum notað. — Kennarinn ljet okkur aðallega búa til kaffi-
brauð með því, og höfðum við það með kvöldkaffinu.
Að námsskeiðinu loknu gerðum við stóra pöntun í þetta
þurrger og fengum hana. Jeg veit að sumar konur hafa notað
það mikið. — Kennarinn okkar hjelt ekki af smákökubakstri,
sagði að hann ætti að hverfa.
Eins og fyr var getið vorum við 14 konur fyrsta daginn, en
suma dagana vorum við 22 og voru það flestar konur hjer í
dalnum. Þótti kennaranum það betur sótt en í öðrum sveitum,
sem hún hafði verið í þá um veturinn.
Suma dagana voru búnir til margir rjettir, úr kjöti, fiski og
síld, söltu og nýju. — Á öllum rjettum þurftum við að bragða
og segja hvað okkur þætti best, og áreiðanlega var margt gott
og sumt ágætt. — Við skrifuðum margt upp, hver kona hafði
sína bók, og oft tek jeg fram matreiðslubókina mína, þegar jeg
vil hafa eitthvað meira við, og gæti jeg trúað að svo væri um
fleiri.
Seinasta kvöldið var lengi setið yfir borðum, og var það
skilnaðarsamsætið. — Kennarinn flutti ræðu og þakkaði okkur
fyrir ánægjulega samveru og húsráðendum fyrir góða viðkynn-
ingu, og vonaði að hún ætti eftir að heimsækja okkur og sjá
sveitina í sumarskrúði.
Námsskeiðina var þar með slitið og skildum við allar glaðar
og ánægðar eftir þessa skemtilegu og lærdómsríku veru. — En
áður en við fórum gengu 6 ungar konur í kvenfjelagið og var
það sjerstaklega ánægjulegt. — Við sem á námsskeiðinu vorum
þökkum Guðrúnu kennara kærlega fyrir komuna. — Hún
skrifaði forstöðukonu kvenfjelagsins hjer um síðustu jól og bað
hana að flytja öllum kveðju frá sjer og sveitinni líka. — Okkur
þykir sannarlega vænt um að hún man eftir okkur.
Stóruvöllum, 14. apríl 1950.
Dagrún Pálsdóttir.
Frá ísafirði vorið 1950: — Að undanfömu höfum við nokkr-
ar konur hjer á ísafirði gengist fyrir heimilisiðnaðarsýningu að
gamni okkar, og um leið til að afla nokkurra peninga, sem á að