Hlín - 01.01.1950, Side 157
155
Hlín
verja til að kaupa einhvern góðan mun eða muni í hið nýja
væntanlega Elliheimili, hvenær sem það rís af grunni, sem lík-
lega dregst nú, þó bráð nauðsyn væri að koma því upp sem
fyrst. — Sýningin hefur verið heldur illa sótt hjá okkur, en við
höfum látið hana standa óhreyfða, til þess að geta sýnt fulltrú-
um Sambandsins hana, þeir koma í kvöld. Annað kvöld ger-
um við ráð fyrir að taka sýninguna niður. — Það hefði verið
gaman að þú hefðir komið líka. — Margir hlutir eru fallegir og
vel gerðir á sýningunni. — Þ.
Frá Sambandsfundi vestfirskra kvenna sumarið 1950: — Frú
Elinborg Sveinsdóttir frá kvenfjlaginu „Von“ á Þingeyri ljet
svo ummælt, er rætt var um, hve mikið mætti af bókum og er-
indum læra viðvíkjandi uppeldismálum, að hún hefði nokkra
reynslu í þeim efnum, þar sem hún hefði eignast 13 börn, og þó
bækur og erindi um uppeldismál gæti verið gott til leiðbein-
inga, þá hefði reynslan orðið sjer notadrýgst í þeim efnum, því
engin 2 af börnunum hefðu sjer fundist eins að upplagi og því
aldrei gilt sama meðferð í öllum tilfellum.
Herdís Jakobsdóttir, fyrverandi formaður Sambands sunn-
lenskra kvenna skrifar: — Mjer hefur altaf fundist, að íslenska
þjóðin, einkum konurnar, sem söfnuðu þessum óhemju fjár-
munum (3.6 mill. króna í peningum, 50 fötum af lýsi, auk alls
fatnaðar) til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna — og gátu sjer
heimsfrægð fyrir — að þessum gjöfum hefði átt að fylgja
kröfur um alheimsfrið.
Úr Skagafirði er skrifað sumarið 1950: — Kvenfjelagsfund-
irnir voru fjörugir hjá okkur í vetur, höfðum þá til skiftis á
bæjunum, það er svo mikið hlýlegra.
Kvenfjelagið okkar kaupir nokkur rit og blöð, og höfum við
þarmeð okkar eigið lestrarfjelag.
Nú er yndisleg sumartíð. — Angan frá ilmandi töðu og út-
sprungnum reynivið gera alt svo unaðslegt. Maður hefur ekki
brjóstvídd til að teyga allan þann ilm.
Úr Lóni í Au.-Skaft. er skrifað: — Helstu frjettir hjeðan úr
sveit er það, að verið er að byggja garð fyrir Jökulsá, í því
skyni að veita henni í þrengri farveg, og svo lofar framtíðin
brú yfir hana, hve langt, sem hún á nú í land með að uppfylla
það.