Hlín - 01.01.1950, Page 159
Hlín
157
Þula.
Eitt sinn fór jeg ferða minna á Skaga
í fárviðri og miklum vatnaaga. —
Sá jeg mann með sauð á herðum kjaga,
sýndist mjer honum byrðin varla haga,
spurði jeg hann hvert þyngsli þau skal draga,
það er segir hann: „Ær og heitir Maga,
hún á að slátrast handa oss til slaga,
svo vjer fáum beinin um að naga.“
Bar mig að þeim bæ, sem heitir Flaga —
bóndinn stóð þar úti og var að saga,
lá hjá honum lýsug ullarþvaga —
líka hjekk þar pjönkukom á snaga.
Makaður bogi millum tveggja staga,
því maðurinn kunni dýr og fugl að jaga.
Einkadóttur átti mentahaga,
ei hef jeg slíka sjeð um mína daga,
keypt hafði hún af kaupmanninum Taga
kápuspensl og gullsaumaðan kraga.
— Framar af þessu fer nú ekki saga,
fellur síðan niður ljóðabaga.
Þetta er nú gamla þulan, sem jeg var að tala um við þig,
Halldóra mín. — Móðir mín, Ingibjörg Lárusdóttir, lærði þessa
þulu af gamalli konu, þegar hún var barn. — Jeg hef hvergi
sjeð hana á prenti eða heyrt hennar getið.
" Lúlla.
Sauðárkrókur hefur á s. 1. 15 árum framleitt meira af grófum
leistum en aðrir bæir hjerlendis. — Þaðan hafa verið seld um
1000 pör árlega víðsvegar um landið.
Aðalfundur Kvenfjelagasambands N.-Þingeyinga sendi
Gunnari Árnasyni í Skógum í Axarfirði skeyti með þakklæti
fyrir smíði á vefstólum og fleiri tóvinnuverkfærum á liðnum
árum.