Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 7
ilinu, en gat hinsvegar ekki að nokkru veru- legu leyti tekið þátt í yerzlun og siglingum. En hinsvegar i'alla þau störf, er liún vinnur, stöðugt í mati, enda versnar staða konunn- ar um allar miðaldir. Staða hennar er þó ekki alls staðar jafn bágborin, og mun hún hafa verið betri meðal þjóða, er varðveittu sterka menningargeymd frá fornum jarð- ræktarþjóðum (sbr. Kollontay, Myrdal og greinar Barða Guðmundssonar um skáld- mennt og frjósemisdýrkan). Verzlunarauðmagn það, er safnast á mið- öldum, varð aðalundirstaða þeirra fram- leiðsluhátta, er nú eru ríkjandi, þ. e. stór- iðju með einkaeignarrétti á framleiðslu- tækjunum. Takmark framleiðendanna er ekki lengur það að uppfylla þarfir þeirra, er vinna að framleiðslunni hjá þeim — eins og áður tíðkaðist og átti sér stað allt fram á síðustu tíma hér á landi, þegar iiver bænda- fjölskylda framleiddi svo að segja allt sem hún þurfti — heldur er takmarkið nú söfn- un arðs. Auðsmælikvarðinn ryður sér eins og allir vita enn rneir til rúms á öldurn stór- iðjunnar en hann gerði nokkru sinni áður. Þau störf, er skapa arð, eru því metin hátt, en hin, sern miða að því að uppfylla þarfir einstaklinganna, eru metin lágt. En nú hef- ur stóriðja nútímans einmitt smátt og smátt rænt heimilin hinum mikilvægari fram- leiðslustörfum og einungis skilið þeim eftir lágt metin störf, er bundin eru við neyzlu framleiðsluvörunnar. Konan vinnur heim- ilisstörfin og er talin eyða því, sem eigin- maður hennar aflar, eins og meðal annars kemur fram í því, að við tekjuframtal eru störf hennar ekki talin eyrisvirði. En liins- vegar er rétt að hafa það hugfast, að á með- an flestar konur vinna hin lágt metnu heim- ilisstörf, verður erfitt að Itreyta því lága mati, sem enn er almennt á öðrum störfum kvenna. Iðnbylting og kvenréttindi Eins og áður er greint, flyzt í upphafi iðnbyltingarinnar miklu mikill hluti þeirra framleiðslustarfa, er áður voru unnin á heimilunum, út í verksmiðjuna. Það skyldi því engan undra, þó kvenréttindahreyfing- in svo nefnda rísi upp á fyrstu öld hennar. Hreyfing þessi er ekki, eins og rnargir í- mynda sér, árásarhreyfing herskárra kvenna, sem vilja sölsa undir sig ný starfssvið, er um aldur og ævi Itafa verið karlmannsins. Hún er miklu fremur líkamleg og andleg hung- urhljóð ógiftra kvenna, sem iðnbyltingin gerði atvinnulausar á heimilunum. Fluting- ur framleiðslustarfanna af heimilinu var hættidegasta blindskerið, sem konan hafði ennþá rekið sig á, og liinar ógiftu konur borgarastéttarinnar hófu upp raust sína öll- um konum til varnar. Húsmæðurnar—giftu konurnar — liafa svo einnig síðar meir tekið undir þessi hungurhljóð, sinn tóninn liver, eftir því hvaða þjóðfélagsstétt þær tilheyrðu. Verkamannskonan varð oft nauðug viljug að fylgja manni sínum út í verksmiðjuna til þess að vinna fyrir fjölskyldunni, og það var ekki arnast við henni framan af, því að hún seldi vinnuafl sitt svo lágu verði — tónn hennar var lágur, en djúpur undir- tónn. Hin menntaða, gifta kona borgara- stéttarinnar tók síðar meir hinn hvellari tón andlegra kveinstafa. Hún krafðist þess, að geta notið menntunar sinnar og unnið að sínurn áhugamálum, þó að hún gifti sig og eignaðist börn. Við henni var amast fremur en verkakonunni, af því að hún vildi fá aðgang að vellaunuðnm stöðum. Framan af töldu forgöngukonur hinnar borgaralegu kvenréttindahreyfingar það nægilegt, að konurnar hlytu pólitísk rétt- indi, rétt til menntunar og atvinnufrelsis, en smátt og smátt hafa þær sannfærzt um, að slík réttindi eru lítils virði, ef hún raun- verulega missir rétt sinn til æðri menntun- ar og atvinnufrelsi sitt sökum þess eins, að henni er fyrirhugað að verða móðir. Starf og heimili Starfsval karlmanns kemur svo að segja aldrei í veg fyrir það, að hann geti notið MELKORKA 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.