Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 19
GROÐURJARÐAR Eftir Ólöfn Árnadóttur „Vorið er komið og grundirnar gróa“ Vorið er kornið með sól og nýjum tæki- færum, tækifærum til þess að klæða landið og móta gróður jarðar. Hver vill ekki leggja hönd að því verki? Hefur þú aldrei fengizt við það? Þá er ekki eftir neinu að bíða. Þetta vor er ágætt fyrir byrjendur. Hvað segir þú um að reyna við trén? Ef til vill kaupirðu ung tré í skógræktinni, eða ætlarðu sjálf að ala þau upp? Það er ennþá skemmtilegra. Þú byrjar að sá, án þess að hafa nokkra trú á árangrinum. En viti menn, það kemur sá dagur, að ótal smáir grænkollar skjóta upp höfðinu í sáðblettin- um, að minnsta kosti færð þú ekki betur séð. Þú rýnir og rýnir, undrandi, með nefið ofan í moldinni. Jú, það verður ekki um villst. Þessi blöð eru öðruvísi en gróðurinn umhverfis, þau eru öðruvísi en arfablöðin. Það þýðir þá eitthvað að sá, eins og bækurn- ar segja. Það kemur vissulega eitthvað grænt upp af kornunum. — Svo líða dagar, litlu grænkollarnir liækka og vaxa. Þeir eru ynd- islegir og þegar liaustar að, hlúar þú að þeim eftir föngum, svo holklakinn bylti þeirn ekki um koll. Aftur kemur vor eftir vetri og grænkollarnir, sem lil'a, eru nú engir livít- voðungar lengur. Við getum farið að kalla þá ungtré og dreifa þeim yfir stærri svæði. Þú ert allt í einu orðinn einskonar Steinn Bollason með hundruð barna, sem hrópa á þig, áburð og vatn, áburð og vatn, og eins og Steinn mátt þú ekkert þeirra missa. En varaðu þig á að rækta matjurtir, því að þá finnst þér ekkert sumar, ef þú hefur ekki grænmeti á matborðinu frá vori og fram á Frú Ölöf athugar blómkál úr garði sinum vetur. Þú verður ergileg á ferðalögum yfir því að liafa ekki „sumar" á borðum og það er varla að þér finnist þú geta sent krakk- ana að heiman frá þessari hollu og skemmti- legu fæðu. Ræktaðu blóm og þú ert bundin þeirn æfilangt. Þau eru hið árlega sumaræfintýri, sem þú vilt ekki án vera. Ræktaðu tré og þú vildir helzt geta tekið þau með þér inn í eilífðina. Láttu þetta allt saman eiga sig. Þú losnar við mikla fyrirhöfn og margar bollalegging- ar, en þú glatar heilum heimi yndisþokka og jafnvel vináttu. Því að þegar trén vaxa hætta þau að vera börn og verða þess í stað vinir þínir. MELKORKA 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.