Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 9
Með frekari styttingu vinnutímans, sem
tæknin hlýtur enn að áorka, vaxandi vís-
indum lækna og sálfræðinga, l)etra skipu-
lagi borga og vinnustöðva, verður móðirin
mun rninna staðburidin en hún hefur
nokkru sinni áður verið, og það virðist ekk-
ert því til fyrirstöðu, að hún enn sem fyrr
geti sameinað barnauppeldi og framleiðslu-
störf. En skilyrði þess, að það megi verða
almennt, er að tæknin sé notuð í þágu al-
mennings, þ. e. a. s. breytt þjóðs'kipulag, er
miðar takmark framleiðslunnar við það að
uppfylla þarfir fólksins, en ekki við það að
afnema aðrar þjóðir.
Nýsköpun og endurmat
Þrír stjórrimálaflokkar hafa bundizt sam-
tökum um endurreisn atvinnuveganna, af
því að þeir vita, að tæknilega traust at-
vinnulíf er eitt skilyrði þess, að við sem
þjóð fáum að lialda frelsi okkar og sjálf-
stæði.
En nú vitum við, að frelsi konunnar sem
einstaklings og mat ])jóðfélagsins á henni
getur um langan tíma verið að miklu leyti
undir því komið, að hún á vissu breytingar-
stigi atvinnuveganna taki virkan þátt í ný-
sköpun þeirra. Með því að nota krafta okk-
ar í dag og á morgun í þágu atvinnu- og
menningarlífs þjóðarinnar, auðgum við
ekki aðeins sjálfar okkur, heldur stuðlum
við einnig að nýju mati á hæfileikum kon-
unnar um ókomnar aldir. Ef nýsköpun at-
vinnulífsins verður lramkvæmd, eins og ætl-
að er, og atvinnuleysi og lirun útilokað,
þýðir það aukna eftirspurn á vinnukrafti,
einkum sérfræðilegum vinnukrafti. Þess
vegna á hver sú ung stúlka, er nokkur tök
hefur á því, að reyna að mennta sig til
starfs eins vel og luin getur, og reyna síðan
með samtökum við aðrar konur að koma
öllum þeim störfum, sem bundin eru við
neyzlu ljölskyldunnar, á svo tæknilega liátt
stig sem hægt er, hvort sem þessi störf eru
öll fraihkvæmd á heimilunum eða í sjálf-
stæðum lyrirtækjum utan þeirra. Með því
að taka jafnframt þátt í nýsköpun heimilis-
starfanna gerir lnin sjálfri sér ekki einungis
kleift að halda starfi sínu áfram, ef hún gifti
sig, heldur gefur luin einnig ungu stúlkun-
um, sem eru að leggja framtíðaráætlanir
sínar, nýtt hugrekki.
Eins og áður er sagt, var talið að hin lágt
metnu heimilisstörf, er svo margar konur
vinna ennþá, ættu sinn þátt í því að við-
halda hinu lága mati á ýmsum öðrum störf-
um kvenna. Við fljótlega íhugun virðast
tvær leiðir liggja til þess að breyta þessu
mati, annað livort fidl not tækninnar við
heimilisstörfin, svo að þau verði raunveru-
lega arðbær störf, eða þá breyttur matsmæli-
kvarði, svo að þau störf, sem miða að því að
uppfylla þarl'ir fjölskyldunnar, séu metin
jafnhátt framleiðslustörfunum. En full not
tækninnar við heimilisstörfin eru ekki al-
mennt framkvæmanleg lausn við ríkjandi
framleiðsluhætti sökum þess, að kona, sem
hefur lítið heimili (og flest heimili eru að
verða lítil), getur ekki látið lieimilisrekst-
urinn bera sig betur með því að nota vélar,
nema hún geti framleitt með vélunum ein-
hver verðmæti, sem hún annars ekki myndi
hafa gert. Hún getur skapað aukin verð-
mæti með saumavél, en ekki með bónvél,-
þvottavél eða hrærivél. Ef hún á að geta
látið það bera sig að nota vélar, verður hún
að nota þann tima, sem hún fœr afgangs, til
þcss að skaþa verðmæti með vinnu sinni ut-
an lieimilisins. En til þess að hún geti það,
verður að greiða henni laun meðan hún el-
ur börn sín og tryggja lienni frí til þess. Hin
leiðin, að breyta matsmælikvarðanum, verð-
ur aldrei farin í þjóðfélagi, sem miðar fram-
leiðsluna við sköpun arðs, en ekki það að
uppfylla þarfir þegnanna. Hið sósíaliska
þjóðskipulag getur hinsvegar gert hvort-
tveggja: gert konunni kleilt að stunda störf
utan heimilisins, ef hún vill, og breytt mæli-
kvarða þeim, er lagður er á störlin, og þann-
ig gert henni heimilisstörfin viðunandi.
Haukagili—Kalmanstungu—Deildartungu,
marz 1945.
5
MELKORKA