Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 42

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 42
Viðtal við forstöðukonu barnaheimilisins í Suðurborg Eftir Guðrúnu Jóiiasdóttur Áslaug Sigurðardóttir, forstöðukona barnaheimilisins Suðurborg, býður mér til sætis í einkaíbúð sinni, sem raunar er ekki nema eitt lítið lierbergi. En um leið og ég kom inn, fann ég, hve það var bjart og vist- legt, og mér kom strax í hug: Þessi stúlka á eftir að varpa birtu á ævistig margra af hinni ungu kynslóð. „Þér hafið lofað viðtali handa Melkorku eða jafnvel grein,“ segi ég. „Grein get ég ekki látið,“ svarar hún og hlær við, „en þó var það reyndar draumur minn, þegar ég var barn, að verða rithöf- undur. En við getum reynt að tala saman.“ „Þér fóruð til Ameríku til þess að læra barnauppeldi?" „Já. Löngu áður en ég fór, hafði ég tekið þá ákvörðun, að kynna mér starfsemi lieim- ila fyrir munaðarlaus börn. Haustið 1942 fór ég á kennaraskóla í Columbia í New York fylki, en sá skóli kenndi Jrá allar þær námsgreinar, sem ég ætlaði að stunda, en fæst nú eingöngu við að kenna stjórn dag- heimila og leikskóla. Slíkir skólar eru kall- aðir forskólar í Bandaríkjunum. Húsmæð- ur hafa verið kvaddar til starfa við hernaðar- framleiðslu, svo að nú er allmikill hörgull á vinnukonum, enda eru gerðar margar breytingar á heimilisháttum í þá átt að létta störfum af heimilunum, svo að þau komizt af án vinnukonu, og ætlunin er, að forskól- arnir verði felldir inn í fræðslukerfið í því skyni að létta af heimilunum uppeldi smá- barna.“ „Hvernig líkar yður að starfa að þessu hér í Reykjavík?" „Starfið er að vísu erfitt og aðstæður ekki góðar, því að hús þetta, sem ég hef til um- ráða, var ekki ætlað til þessarar starfsemi í upphafi. Ég held nú samt, að vel mætti breyta þessu húsi, svo að auðvell yrði að hafa þar vöggustofu og skriðdeild, en leik- skólinn og dagheimilið yrði að flytja í annað hús. Nú sem stendur er liér vöggustofa og heimavist fyrir 30 börn, dagheimili fyrir 34 börn og leikskóli, sem tvískipt er í, og tekur hann 24 börn í einu. í Tjarnarborg eru lítið eitt fleiri börn, en þessir tveir stað- ir eru hin einu opinberu barnaheimili hér í bæ og ætti það að vera deginum ljósara, hvílík þörf er á fleiri stofnunum slíkurn sem þessum í jal'n hraðvaxandi bæ og Reykjavík er, enda er eftirspurnin meiri en svo, að hægt sé að sinna henni nema að litlu leyti. Mér finnst ég blátt áfram vond manneskja, þegar ég verð að neita fólki um að rétta þessum litlu einstaklingum hjálp- hönd, þegar ég veit um nauðsynina og mér eru kunnar orðnar heimilisástæður þeirra. Það er því krafa, sem allar konur þessa bæj- 38 MELKORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.