Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 12
ráðinu, á Alþingi o. s. £rv. Alls staðar vinna konur við lilið karlmannanna og að því er bezt er vitað leysa þær störf sín af hendi ekk- ert síður en þeir. Og er gott til þess að vita. En sé maður í leit að áhrifamönnum eða mönnum, sem fara með völd í þessum virðu- legu stofnunum eða í sjálfu þjóðfélaginu, er ekki konum að mæta. Jafnvel þó að leit- að væri mcð logandi ljósi, finnst engin kona nema í þjónsstöðu, þegar ríkissjóður er und- anskilinn, en þar er húsbóndinn kona. Á Alþingi þjóðarinnar eiga sæti 52 full- trúar, kosnir jafnt af konum og körlum. Enginn af fulltrúunum er þó kona. í bæjarstjórn Reykjavíkur eiga að vísu sæti 3 konur af 15 fulltrúum, ein frá liverj- um flokki. Ef ldutfallið væri í samræmi við kjósendafjölda kynjanna, væru konurnar 8, en karlmennirnir 7. Og eitthvað líkt þessu eða ekki betra mun það vera í flestum bæj- ar- og sveitastjórnum á landinu. Og þó hafa konur sýnt, að þær liafa áhuga á mörgum málum, sem til bóta horfa í þjóðfélaginu. Þær hafa að vísu lítið látið kveða að því, að þær hefðu nokkuð fram að færa í fjármála- stjórn landsins og stórpólitíkinni. En þar sýna karlmennirnir svo mikinn skörungs- skap, að konum finnst sjálfsagt, að engu þurli þar við að bæta. Aftur á móti eru kon- ur skyggnar á margt, senr hinum miklu tafl- meisturum stjórnmálanna sést yfir eða þyk- ir lítils um vert. Þær sjá betur hvers konar mannleg mein og liafa löngun til þess að bæta úr þeim. í þá átt gengur þá einnig áhugi kvenna á þjóðfélagsmálum enn sem komið er, enda er þar mikið verk að vinna. Það voru t. d. konur, sem stofnuðu hjálpar- stöð Líknar, starfræktu hana af mikilli ósér- plægni og lögðu grundvöll að Heilsuvernd- arstöðinni í Reykjavík. Það voru konur, sem hófust lianda um byggingu Landspítal- ans og unnu í mörg ár að því að safna fé til hans. Konur byggðu Hvítabandsspítal- ann og Kópavogshælið. Reykjavík er vissu- lega ekki vel á vegi stödd með sjúkrahús eins og er. En hvar stæði hún án framtaks þess- ara kvenna? Og enn eru konur í Reykjavík með sjúkrahús á prjónunum: Barnaspítala Hringsins. Þá hafa konur sýnt áhuga á uppeldismálum, einkum bera þær fyrir brjósti fátæk börn og munðarlaus og hafa safnað miklu fé í því skyni að tryggja upp- eldi þeirra. ÞAÐ MÁ segja forvígiskonum kvenrétt- indabaráttunnar á íslandi til verðugs hróss, að þær litu frá upphafi svo á, að hið póli- tíska jafnrétti væri aðeins einn flötur á hin- um dýra kjörgrip frelsis og jafnréttis. Kven- réttindakonurnar skildu, að jafnrétti í at- vinnunni, sömu laun fyrir sömu vinnu og krafan um sams konar verkkunnáttu, voru eitt af höfuðatriðum jafnréttisins. Á þeim árum voru atvinnuhættir fábrotnir hér á landi. Iðnaður var svo til enginn, sem kon- ur tóku þátt í nema saumaskapur. Fisk- verkun, heyvinna og lítilsháttar verzlunar- störf voru eina launavinnan utan lieimilis. Langflestar konur giftar og ógiftar stund- uðu heimilisstörf, sem voru hvorttveggja í senn, illa launuð og gáfu fáar tómstundir til lesturs og lærdómsiðkana. Kaup dag- launamanna og vinnumanna til sjós og lands var lágt, en kaup kvenna við sams konar vinnu var allt að helmingi lægra. Kvenréttindafélag íslands gekkst haustið 1914 fyrir stofnun félagsskapar meðal fisk- verkunarkvenna í Reykjavík, til þess að vinna að betri kjörum verkakvenna. Þetta félag hlaut nafnið Verkakvennafélagið Framsókn og hafði að kjörorði-: Sömu laun fyrir sömu vinnu. Með þessari félagsstofnun má telja, að hafizt hafi þátttaka kvenna í verklýðshreyf- ingunni. Síðan eru liðin 30 ár og margs konar þróun hefur orðið í atvinnuháttum þjóðarinnar. Tækni hefur aukizt stórlega og iðnaður risið upp, bæði fagvinna og verk- smiðjuiðnaður, verkaskiptingin hefur mjög aukizt. Konur, sem áður unnu heimilis- störf vinna nú svo þúsundum skiptir við alls konar iðnað, enda byggir verksmiðju- iðnaðurinn að langmestu á vinnu kvenna. 8 MELKORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.