Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 27
Northfield kvennashóli
ég tímann til þess að skoða mig um í skól-
anum og reyna að komast í kynni við stúlk-
urnar.
Ég ætla að lýsa einum kennsludegi í skól-
anum samkvæmt því, sem ég hef skrifað í
dagbók mína.
18. nóv. 1929. — í dag er þurrt veður og
ekki mjög kalt. Við fórum á fætur á þessum
venjulega tíma rétt fyrir átta. Alltaf er
keppst við að komast niður í borðstofuna
klukkan átta, til þess að þurfa ekki að biðja
ungfrú Martin afsökunar í viðurvist heima-
vistarinnar. Á eftir morgunverðinum fórum
við inn í leikfimissalinn og sungunr einn
sálm með píanóundirleik. Síðan var farið í
körfuknattleik (netball), úti í garðinum.
Við þurftum að jafna um finrmta bekk,
senr alltaf var farinn að vinna, það gjörði
Noralr, senr gekk undir nafninu Lion, lrún
var mesta íþróttastúlka skólans. Leikurinn
stóð senr lræst, þegar skólabjallan hringdi,
klukkan var orðin níu.
Við í sjötta bekk höfðunr fyrst bók-
menntasögu. Byrjaði tínrinn á því að ungfrú
Hewlett afhenti okkur stílabækurnar, senr
nú eins og endranær voru skreyttar rauðu
bleki leiðréttinganna, þótt liturinn sé fag-
ur, vekur hann enga hrifningu í stílabók-
um. Þar næst flutti hún erindi unr Tenny-
son og gaf okkur verkefni fyrir næsta tínra.
Eins og vanalega í 10 mín. hléinu á nrilli
kennslustundanna fórum við út í garðinn
til þess að hreyfa okkur eitthvað.
MELKORKA
Sögutími var næstur og skiluðum við
uppdrætti af umsátrinu um Qubec 1759,
þegar Janres Wolfe rak Frakka úr síðasta
vígi þeirra í Kanada. Auðvitað var búið að
útskýra þetta í sögutíma næst á undan, en
þrátt fyrir það lröfðu flestar orðið að grípa
til alfræðiorðabókanna við undirbúning
þessa stíls.
Reikningstíminn leið fljótt. Það var siður
ungfrú Doris að láta eina stúlku reikna á
töfluna nærri því allan tínrann. í þetta
skipti var það Katrín Bedwell, sem var „tek-
in í gegn“. Á meðan skrifuðumst við á og
komum okkur saman um lrvað gjöra skyldi
í eftirmiðdag. Ákveðið var að fara á Plaza-
bíó í Watford.
Landafræðistíminn var ekki í miklu
uppáhaldi lrjá nrér, þar senr tæpast var
minnzt á ísland, senr mér var ríkast í huga
og þótti þýðingarnrest allra landa.
Hádegisverður var borðaður klukkan
12.30 og lrófst kennsla aftur kl. 1. Ungfrú
Douglas kenndi lrandavinnu. Hún konr inn
byrst í bragði, sem von var kannski, því að
fyrir nokkrum dögunr höfðunr við læðzt
upp í herbergið hennar og saunrað öll rúnr-
í'ötin föst við dýnuna.
Söngtíminn, senr var síðasti tínri fyrir
nriðdag, var ábyggilega ein fjörugasta
kennslustund skólans. Ungfrú Derry hlýtur
að lrafa sterka hljóðhimnu, fyrst lrún þolir
þann hávaða, senr við framleiðum, þá loks-
Tennisvöllur sliólans
23