Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 36
SIGRÍÖUR EINARSDÓTTIR
frd Munaðarnesi:
Blinda stúlkan
Þú blinda stúlka, aðeins Jimmtán ára,
hve yndislega hreinn er svipur þinn.
Með bjarta lokka, er liðasl yfir enni
og litla spékoppinn i hœgri kinn.
Svo milt er brosið yfir augum þínum,
sem ylur húms um Ijúfa sumarnótt.
Þitt mál er stillt og tcert, sem trega laugað,
þú talar lágt og kringum þig er hljótt.
Þú lilustar nœm og fimir fingur leita
og firma nál og þráð og vefinn sinn.
Úr hvitum loþa lengist þessi vefur,
eins liljuhvítt er allt um huga þinn.
í ómi og söng er imynd þinna drauma
og ilmi blóma er vefst um þina sál.
Þín hugsun öll er hljómur, orð án mynda,
þú liefur engum sagt þin leyndarmál.
Þú skynjar blómaangan, mýkt og mildi,
og mjúkir fingur strjúka hin gramu blöð.
Er vorsins geislar verrna þig og blómin,
þá verður þu svo innilega glöð.
En rauðleil birta og bjarmi lmitra skýja,
sem bólsturueggur augum lykur sýn.
Þú fálmar mjúkurn höndum, hlustar,finnur
hvern hlut úr órccðs fjarlœgð leita þin.
Þú blinda stúlka, aðeins fimmtán ára,
hvað elskar þú svo lreitt, að frá þér skín
svo fögur tign, svo rnjúk og hógvcer mildi,
sern morgunljómi opni jöklasýn?
eldrainir hugsi um og leiki við barnið. Sá
pabbi, sem aldrei hefur skipt á bleiju á
barninu sínu eða legið á gólfinu og leikið
við það, á síðar erfitt með að ná því eðlilega
og giaða sambandi við barn sitt, sem hver
faðir lilýtur að óska sér. Barnið lærir að bera
virðingu fyrir honum og kannski vera liálf
hrætt við hann og þá verður ómögulegt fyrir
pabba að vera félagi barnsins síns, hve gjarn-
an sem hann vill. Nei, ef barnið þorir yfir-
leitt að tala í einlægni við foreldra sína,
kemur það til mömmu. Grundvöllur þessa
sambands við móðurina, sem þó oft vantar
svo mikið á, var lagður snemma, kannski
þegar barnið fyrst, og svo hvað eftir annað,
sá brosandi hugfangið andlit yfir sér, fann
Iiendur taka varlega á sér og heyrði blíðu,
glöðu röddina. Þetta allt lærir barnið að
þekkja aftur, og þykja vænt um. — Barn-
ið þarf lifandi og tryggt samband bæði
við föður og móður, það þarf að finna,
að þeim þyki báðum jafn vænt um það. Feð-
ur þurfa að eignast einlægni barna sinna
og fá meiri áhuga fyrir barnameðferð og
fyrir smá viðfangsefnum barnsins. Líf þeirra
yrði áreiðanlega ríkara og hjónabandið oft
á tíðum betra. Mæður þurfa hjálp til að sjá
um ungbörnin, þrífa þau, vaka yfir þeim
o. s. frv., en fyrst og fremst þurfa þær að
finna sameiginlegan áhuga og umhýggju
föðurins fyrir þessari litlu veru, sem þau
eiga bæði. Áhyggjur hennar og strit verða á
þann hátt miklu léttari og gleðin yfir öllum
smáum og stórum framförum barnsins
verða a. m. k. tvöfalt stærri þegar tvær
manneskjur finna liana sameiginlega.
32
MELKORKA