Melkorka - 01.12.1949, Page 3

Melkorka - 01.12.1949, Page 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjárn: Nanna Ólafsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavik, sími 3156 ■ Svafa Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685 Þóra Vigfúsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavík, sími 5199 Útgefandi: Mál og menning Gamalt og nýtt til þrifnaðar og þæginda Eftir Rannveigu Kristjánsdóttur I sumar þegar sólin skein lofaði ég að skrifa eitthvað um byggingasýningu, sem þá stóð yfir í Gautaborg og ég hlakkaði til að sjá, en svo fór ég að skoða sýninguna og fannst mér þá ekki vera um ýkjamikið nýtt að ræða. Þarna var jrá fyrst mikill fróðleikur um byggingarefni og byggingaraðferðir, og svo var gerð grein fyrir byggingarpólitík Svía. Þar var yfirlit yfir skipulag bæjarhverfa. Svo voru sýndar nokkrar tveggja, jniggja og fjögurra herbergja íbúðir búnar húsgögn- um frá ýmsum húsgagnaverzlunum. Rann- sóknarstofnun heimilanna sýndi eldhús „dagsins og morgundagsins". Þar að auki voru alls konar auglýsingadeildir, sem sýndu efni til húsagerðar og áhöld til heim- ilisnotkunar. Ekki treysti ég nrér til að gera grein fyrir hinum hreint faglegu deildunr unr efni og byggingaraðferðir. Um byggingarpólitíkina er það að segja, að hér unr bil allt, sem lrér er byggt, er stutt nreð ríkislánum og bein- um styrkjum. Það eru bæði samvinnubygg- ingarfélög, privatfyrirtæki og einstaklingar, sem geta fengið slík lán. Síðustu tvö árin Rannveig Kristjánsdóttir lrafa umsóknir unr lán tif byggingar fjölbýl- islrúsa skipst hér unr bil til þriðjunga nrilli samvinnubyggingarfélaga, byggingarfélaga að einhverju leyti í ábyrgð bæjar- og sveit- arfélaga, og einkafyrirtækja. Þar fyrir utan eru lán til einbýlishúsa fyrir barnmargar fjölskyldur og lán til endurbóta á sveita- heimilum. Á hinn bóginn hefur svo leigunni verið haldið niðri nreð húsaleigulögum og barn- MELKORKA 75

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.