Melkorka - 01.12.1949, Qupperneq 26
Alþjóðafélagsskapur háskólakvenna
Eftir Unni Jónsdóttur
Háskólakonur um heim allan hafa með
sér félagsskap, er nefnist International
Federation of University Women, og hefur
félagsskapurinn aðalbækistöðvar sínar í
London. Þær halda árlega þing, þar sem
einn fulltrúi frá hverju landi mætir, þó
senda þau lönd, sem flestar háskólakonur
hafa, svo sem Bandaríkin, Bretland, Niður-
lönd og Frakkland fleiri en einn fulltrúa.
Á þingi þessu ræða háskólakonur sameigin-
leg hagsmuna- og vandamál, og reyna að
ráða fram úr þeim eftir beztu getu.
í ár var 30. alþjóðaþing þetta haldið í
Danmörku, í Krogeruphöll á Norður-Sjá-
landi og það féll mér í skaut að mæta þar
fyrir hönd Kvenstúdentafélags íslands. En
áður en ég segi í fáum dráttum hvað þar
gerðist, þykir mér rétt að segja ofurlítið
fyrst frá félagsskap þessum og tilgangi hans.
í lögum félagsins stendur, að tilgangur
þess sé að efla skilning og vináttu meðal há-
skólakvenna allra landa og á þeim grund-
velli að stuðla að sameiginlegum liagsmun-
um þeirra. Félagið veitir meðlimum sínum
námsstyrki, ferðastyrki, húsnæði í klúbbhús-
um kvenstúdentafélaga víða um heim, ýmiss
konar upplýsingar og ráðleggingar, svo og
sér fyrir, ef mögulegt er, persónulegri kynn-
ingu við fólk það, er viðkomandi er gagn
af að kynnast.
Kvenstúdentafélög víða um heim liafa
gengizt fyrir fjársöfnunum til alþjóðastyrkja
til vísindaiðkana (International Fellow-
ships) og Samband amerískra háskóla-
kvenna veitir árlega mjög góða styrki er-
lendurn háskólakonum til framhaldsnáms.
Má þar nefna 4 árlega styrki við þekktasta
Frú Unntur
Jónsdóttir
kvennaháskóla Bandaríkjanna, Bryn Mawr.
Styrkurinn er nú 1250 dollarar, og innifelur
húsnæði, fæði, skólagjald, sem sagt allt,
nema vasapeninga.
Þessir alþjóðastyrkir eru veittir eingöngu
eftir hæfileikum umsækjanda, hvaða hör-
undslit, trúarbrögð eða stjórnmálaskoðun
sem liann hefur, og má nota þá við livern
þann háskóla í heiminum, sem umsækjandi
liefur aðgang að.
Auk þess eru í mörgum löndum styrkir
veittir til érlendra liáskólakvenna, er enn
liafa ekki lokið prófi.
Alþjóðasamband háskólakvenna hefur
ávallt barizt gegn því, að háskólakonur yrðu
settar lijá við embættaveitingar, og áorkað
þar miklu, og fyrir jöfnum launum þeirra á
við karlmenn fyrir sömu vinnu. Einnig hef-
ur það ávallt hvatt háskólakonur til þess að
láta meira til sín taka í þjóðfélagsmálum og
alþjóðlegum málum. Þó liefur það síðan á
98
MELKORKA