Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 68
Framtíðarfólk
Fannar Þór Fniðgeirsson leikur handbolta með meistaraflokki karla
lega til reynslu hjá Liverpool núna.
Af hverju Valur? Eina stórveldið á
Islandi og svo eru nú flestir Valsarar í
fjölskyldunni. Arnar bróðir var líka að
spila með Val.
Eftirminnilegast úr boltanum? íslands-
meisaratitillinn í 2. fl. 2005. Sjö mörk-
um undir og sjö mínútur eftir en náðum
samt að vinna í tvíframlengdum leik með
þremur mörkum.
Hvernig gekk á síðasta tímabili?
íslands-, deildar- og Reykjavíkurmeist-
arar í 2. fl. Klúðruðum bikarnum klaufa-
lega. I meistaraflokki vorum við ágætir,
vantaði samt dálitla reynslu til að klára
þessa hörðu leiki.
Ein setning um þetta tímabil? Byrjar
ágætlega. Samt klaufar, við erum búnir
að tapa dýrmætum stigum en það fer
enginn taplaus í gegnum svona mót.
Besti stuðningsmaðurinn? Baldur hefur
örlítið forskot með bongóið en hann er
bara lítill hluti af ótrúlegu stuðningsliði
sem í heild sinni mynda besta stuðnings-
mannahóp landsins, Stuðarar.
Koma titlar í hús í vetur? Já, nokkrir.
Fyndnasta atvik? Það var alltaf jafn
fyndið þegar maður nefndur Ægir Þór
Ægisson, línutröll með meiru skellti
sér í hægri skyttuna og hlóð byss-
una. Hafði ekki klikkað á skoti þar
til hann lagði skóna á hilluna frægu.
Otrúleg undirhönd.
Stærsta stundin? Klárlega þegar
ég sýndi glímu fyrir framan alþjóð á
Laugardalsvelli á opnunarhátíð Smá-
þjóðaleikanna fyrir þó nokkrum árum.
Athyglisverðasti teikmaður í meist-
araflokki? Pálmar Pétursson, alltaf eitt-
hvað að leika „frændur” sína frá Húsa-
vík.
Hver á ljótasta bílinn?
Gunnar og Pálmar
berjast um þann
vafasama heið-
ur.
Hvað lýsir
þ í n u m
húmor best?
Fóstbræður
Fæðingardagur og ár? 3. júní 1987.
Nám? Útskrifast úr MS í vor.
Kærasta? Katrín Andrésdóttir.
Hvað ætlar þú að verða? Það hefur allt-
af verið draumurinn að komast eitthvert
út að spila, en ég stefni á að hafa kannski
einhverja viðskiptafræði eða eitthvað í
bakhöndinni.
Frægur Valsari í fjölskyldunni? Einn
er nokkuð frægur hjá ákveðnum hópi en
hann er kenndur við skjaldböku og er
kallaður Túrtli, betur þekktur sem Addi
Fannar eða Arnar bróðir minn.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum? Ótrúlega mikið og bara
í öllu sem ég geri. Það er ótrúlega mik-
ilvægt að foreldrarnir hafi áhuga og sýni
áhuga á því sem maður er að gera.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni? Allavega ekki pabbi. Hann
þykist alltaf hafa verið einhver kempa á
sínum tíma, en ég á bágt með að trúa því.
Nei, nei, hann var ágætur en ég held að
ég hafi samt afrekað mest.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða? Sjómaður.
Nokkrir liðsfélag-
ar vita af hverju.
Af hverju
handbolti?
Skemmtileg-
asta íþróttin.
Nógu mikill
æsingurfyrir
mig rólynd-
ismanninn.
Annars
ég eftir því
hafa ekki
í fótbolta. Væri
senni-
eru fyndnir.
Mottó? Lifa einn dag í einu. A vel við
mig, ótrúlega illa skipulagður.
Við hvaða aðstæður líður þér best?
Upp í sófa með fullt af nammi og eitt-
hvað gott í imbanum.
Hvaða setningu notarðu oftast? „Ertu
ekki að grínast."
Skemmtilegustu gallarnir? Öðrum
finnst ótrúlega gaman af því hvað ég er
fljótur upp.
Fullkomið laugardagskvöld? Borða
eitthvað gott og dúndra sér svo undir
sæng og horfa á DVD með fullt af
nammi.
Hvaða flík þykir þér vænst um? „Snák-
inn” og „Tigerinn.”
Besti handboltamaður heims? Ólafur
Stefánsson
Fyrirmynd þín í handbolta? Joachim
Boldsen leikmaður Flensburg og Danska
landsliðsins. Ótrúlega svalur.
Besti söngvari? Stebbi Hilmars.
Besta hljómsveit? íslenska Sálin en
erlenda U2.
Besta bíómynd? Braveheart.
Besta bók? Mýrin.
Besta lag? Vængjum þöndum eftir Stef-
án Hilmarsson og Friðrik Sturluson.
Uppáhaldsvefsíðan? Valur.is.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum?
Liverpool.
Eftir hverju sérðu mest? Hafa ekki lagt
stund á glímuna á sínum tíma, ótrúlegt
efni.
Ef þú yrðir að vera einhver annar?
Joachim Boldsen, yfirnáttúrulega töff
og bankareikningurinn á eftir að þenjast
á næstunni. Var að skrifa undir nýjan
samning.
Fjögur orð um núverandi þjálfara?
Sérstakir, keppnismenn, skemmtilegir og
ótrúlega myndarlegir.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera? Leggja niður einveldis-
sektarsjóðinn hans Óla Gísla. Það myndi
alveg draga úr sálfræðikostnaði.
Nokkur orð um nýju aðstöðuna á Hlíð-
arenda? Ótrúlega flott. Lang flottasta
íþróttahús landsins.
68
Valsblaðið 2006