Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 69
Framtíðarfólk
Ég getekki beðið eftir því
ao nyja valsnolíín verði tii
Katrín flndrésdóttir leikur handbolta með meistaraflokki kvenna
Fæðingardagur og ár? Ég er fædd sama
dag og maður setur skóinn út í glugga,
11. desember 1986.
Nám? Ég er að útskrifast úr MS í vor.
Kærasti? Fannar Þór Friðgeirsson.
Hvað ætlar þú að verða? Það er ekki
ákveðið enn og er alltaf að breytast. Það
heitasta þessa dagana er þó að stefna á
lyfjafræði.
Frægur Valsari í fjölskyldunni?
Mamma er „frægasti” Valsarinn í minni
ætt. Hún var fyrirliði Vals í handbolta
þegar þær urðu íslandsmeistarar árið
1983 og svo urðu þær bikarmeistarar ári
seinna.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum? Þau hafa alltaf stutt mig
mikið og varla misst úr leik frá því ég
byrjaði. Fyrir utan það eru þau yfirleitt
ánægðari en ég ef vel gengur.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni? Mammaklárlega. Handbolta-,
fótbolta-, körfubolta og blakkona með
meiru.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða? Slátrari er starf sem ég gæti ekki
fengið mig til að vinna.
Af hverju handbolti? Gömlu voru bæði
að þjálfa og spila og þetta var bara ein-
hvem veginn sjálfsagt.
Af hverju Valur? Frábær klúbbur sem
mér leist vel á þegar ég flutti suður og
ekki sakaði að mamma er gamall Valsari.
Hvernig gekk á síðasta tímabili? Mér
fannst við bara spila mjög vel, sér-
staklega seinni part tímabils. Við töp-
uðum ótrúlega dýrmætum stigum á móti
FH í byrjun tímabils sem kostaði okkur
íslandsmeistaratitilinn. Við duttum út úr
bikamum í fjögurra liða úrslitum. Við
tókum þátt í Evrópukeppninni og gekk
mjög vel. Svo í lokin tókum við deild-
arbikarinn án þess að tapa og að okkar
mati var það stór titill þar sem deild-
arbikarinn er keppni fjögurra bestu liða.
Besti stuðningsmaðurinn? Við Vals-
arar erum samt svo heppnir að eiga bestu
stuðningsmenn í heimi og það er algjör-
lega ómögulegt að gera upp á milli þessa
toppfólks sem stendur við bakið á okkur.
Koma titlar í hús í vetur? Það er klár-
lega stefnan.
Möguleikar kvennalandsliðsins í hand-
bolta að komast í lokakeppni stór-
móts? Ég held að stelpumar eigi bara
góða möguleika á að komast á stórmót.
Mér finnst liðið hafa verið að sækja í
sig veðrið síðustu ár og nú er kominn
nýr þjálfari með nýjar áherslur og ég hef
mikla trú á þessu.
Stærsta stundin? Mér fannst það
ótrúlega stór stund þegar ég var þrettán
að verða fjórtán og spilaði minn fyrsta
meistaraflokksleik. Það var sjónvarps-
leikur á móti Stjömunni og ég kom inn
á og fintaði Guðríði Gunnsteins upp úr
skónum. Það var stór stund.
Athyglisverðasti leikmaður í meist-
araflokki? Ég er ekki frá því að það sé
nýliðinn Hildigunnur Einarsdóttir.
Mottó? Maður uppsker eins og maður
sáir. Þetta var mér kennt þegar ég var
lítil og hef ég haft þetta bakvið
eyrað síðan.
Leyndasti draumur? Ég hefði
ekkert á móti því að geta hald-
ið lagi.
Við hvaða aðstæður líður þér
best? Mér líður best í afslöpp-
un uppi í rúmi með góða mynd
í tækinu.
Fullkomið laugardagskvöld?
Góður matur, brownie í eftirrétt
og rólegheit í góðra
vina hópi myndu
alveg virka fyrir
mig.
Besti hand-
boltamað-
ur heims?
ÓlafurStef-
ánsson.
B e s t i
s ö n g v -
a r i ?
Bubbi.
Besta hljómsveit? Sálin.
Besta bíómynd? Það toppar ekkert
Stellu í orlofi ég hlæ alltaf þegar ég horfi
á hana.
Besta bók? Ég er alltof löt við að lesa
annað en skólabækur. Held að síðasta
bókin sem ég las hafi verið Tár bros og
takkaskór, hún var góð.
Besta lag? Það er alveg hellingur. Uppá-
haldsjólalagið mitt er samt Þú og ég og
Jól með Svölu Björgvins.
Uppáhaldsvefsíðan? www.valur.is
Uppáhaldsfélag í enska boltanum?
Liverpool.
Ef þú yrðir að vera einhver annar?
Angelina Jolie.
Fjögur orð um núverandi þjálfara?
Þeir em lang flottastir.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera? Ég hugsa að ég myndi snúa
mér að uppbyggingu yngri flokkanna.
Reyna að fjölga iðkendum og halda uppi
góðri þjálfun yngri flokka.
Nokkur orð um nýju
aðstöðuna á Hlíðarenda?
Ég kíkti inn í nýju bygg-
inguna um daginn og
hún er geðveik. Ég held
að toppurinn á þessu
séu pottamir í klef-
unum ég get ekki beðið
eftir að höllin verði til.
Bloggsíða? www.
kataandresar.blogg-
ar.is
Valsblaðið 2006
69