Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 21
Eftir Guðna Olgeirsson
/ sœluvímu með íslandsmeistarabikarinn 2006. Margrét Lára, Elísabet Gunnarsdóttir
þjálfari og Katrín Jónsdóttir fyrirliði.
ég á milli 10-14 einstaklingsbikara frá
þessum mótum. Valur var okkar helsti
keppinautur flest mótin ásamt Breiða-
bliki og voru þessar rimmur allsvakaleg-
ar oft á tíðum. Pæjumótið í Eyjum hefur
mikla þýðingu fyrir bæinn og allir leggja
sitt af mörkum til að gera þau sem flott-
ust og eiga Eyjamenn mikið hrós skil-
ið fyrir dugnað á sviði íþróttamála á
íslandi. Fyrsta árið sem 6. flokkur spil-
aði á Pæjumóti lék ég með 5. flokki, en
var einnig gjaldgeng í 6. flokki og lék
líka með þeim. Það er afar eftirminni-
legt þegar við í 6. flokki vorum að leika
við Aftureldingu en dómarinn stoppaði
skyndilega leikinn því foreidrar Aftureld-
ingarstúlkna kröfðust þess að fá að sjá
fæðingarvottorð mitt því þeir trúðu ekki
að ég væri gjaldgeng í 6. flokki. Þetta var
dálítið sérstakt atvik sem ég mun aldrei
gleyma," segir Margrét sposk.
Hágrátið eftir leik við Val í 5. flokki
Margrét segir að það hafi alltaf verið
gaman að leika við Valsstelpumar í
yngri flokkunum, rimmurnar hafi verið
miklar, en hafi alltaf verið erfiðara
þegar hún hafi verið á yngra árinu, þar
sem eldra árið hjá Val hafi verið gríð-
arsterkt, t.d. með Dóm Stefánsdóttur og
Dóru Maríu Lárusdóttur í liðinu. „Ég
man eftir einu eftirminnilegu atviki sem
var ekki skemmtilegt á þeim tíma. Við
höfðum nær alltaf unnið þær en þetta var
keppni um það hvaða lið kæmist í úrslit
á íslandsmótinu. Við vorum með jafn
mörg stig, en Valur með betra markahlut-
fall og því þurftum við að vinna leikinn
sem endaði með jafntefli og man ég að
við stelpumar í Tý grétum í um tvo tíma
í brekkunni að Hlíðarenda en þetta var
mjög sárt fyrir okkur. Ég veit að margir
Valsarar muna eftir þessu atviki því þetta
þótti mjög sérstakt af svona ungum stelp-
un að gráta svona svakalega eftir leik.
En svona vorum við stelpumar í Tý, við
vildum vinna og ekkert annað,“ segir
Margrét ákveðin.
Bikarmeistaratitill 2004 stærsta
stundin með IDV
„Við stelpurnar í ÍBV vomm mjög sigur-
sælar í yngri flokkunum. Við vomm
einnig mjög sprækar í
handboltanum og urðum
við þar íslandsmeistarar.
Ég held þó að íslands-
meistaratitilinn í 3. flokki
í fótboltanum standi upp
úr þar sem við vomm fáar
eftir úr meistaraliði yngri
flokkanna. Þar unnum við
titilinn á viljanum, en ekki
sem besta liðið. Mínar
bestu stundir með meist-
araflokki ÍBV em án efa
þegar við urðum bikarmeistar 2004 en
það var fyrsti titill ÍBV í meistaraflokki,"
segir Margrét, stolt Eyjastúlka.
lilliðs viðVal 2004
Ein af ástæðum þess að Margrét gekk til
liðs við Val var að hún ákvað að fara í
skóla í Reykjavík. Einnig segist hún hafa
kunnað rosalega vel við Betu (Elísabetu
Gunnarsdóttur þjálfara meistaraflokks
Vals) en hún þjálfaði ÍBV árið 2002.
„Þar gerði hún ótrúlega mikið fyrir mig
og mig langaði að halda áfram að vinna
með henni. Hjá ÍBV settum við okkur
markmið saman sem við náðum aldrei
að klára. Því vildi ég fara aftur til hennar
og klára það sem við stefndum alltaf að.
Síðan þekkti ég Valsstelpumar úr lands-
liðinu og kunni rosalega vel við þær,
þannig að það var aldrei spuming um
annað en að fara í Val,“ segir Margrét
ákveðið.
Árin tvö hjá Val
„Tímabilin hafa verið mjög ólík. í fyrra
unnum við ekki neitt nema silfur en stóð-
um okkur þrátt fyrir það frábærlega í
Evrópukeppninni sem er án efa eitt það
skemmtilegasta sem ég hef gert á ferl-
inum. A síðasta tímabili unnum við allt
alls staðar. Bæði árin vom mér mjög
lærdómsrík og ég hef notið þeirra í botn
enda ekki hægt annað með svona frábær-
um hópi leikmanna, þjálfara og stjóm.
Mér hefur alltaf liðið mjög vel í rauða
búningnum,“ segir Margrét án þess að
hika.
Mikill metnaöur nauðsynlegur til aö
ná árangri
„Ég hef alltaf haft mikinn metnað, æft
rosalega vel og lagt mig fram. Ég horfi
mikið á fótbolta og tel það vera mik-
ilvægt til að ná árangri því þar sér maður
hvemig þeir bestu framkvæma hlut-
ina. Ég veit hvað ég vil og hvert ég vil
stefna. Ég hef alltaf hugsað um það hvað
ég borða og reyni að stilla allri óhollustu
í hóf. Ég reyni að sofa vel, sérstaklega
fyrir leiki. Ég á frábæra fjölskyldu og
vini sem hafa hjálpað mér mikið ásamt
góðum þjálfurum. Ef maður vill eitthvað
nógu mikið þá getur maður það,“ segir
Margrét.
Valsblaðið 2006
21