Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 97
Ungir Valsarar
Eg mun æía i flottasta
fþrótfahúsinu á
Islandi i framtiðinni
Alexander Örn Júlíusson leikur handbolla meö 5. flokki
Alexander er 12 ára og hefur æft með val
í fimm ár. Hann valdi Val þar sem for-
eldrar hans eru miklir Valsarar og hann á
heima í Valshverfinu.
- Hvaða hvatningu og stuðning
hefur þú fengið frá foreldrum þínum í
sambandi við handboltann?
Mamma mín og pabbi hvetja mig til að
stunda íþróttir eða aðrar tómstundir, ann-
ars ræð ég því hvað ég vel mér að gera.
Stuðningur frá foreldrum finnst mér mjög
góður, mér líður betur að vita af mömmu
eða pabba að horfa á leiki og mér finnst
mjög gott að foreldrar hafi áhuga á því
sem bamið þeirra er að gera.
- Hvernig gengur ykkur?
í fyrra gekk okkur frekar illa í
6. flokki, mjög fámennur hópur
kannski 5-6 á hverri æfingu
en við náðum samt að vinna
Reykjavíkurmótið. Við fórum
líka á önnur mót meðal annars
til Akureyrar og gekk okkur
þar frekar illa. Núna í 5. flokki
erum við búnir að fara á þrjú mót,
við unnum eitt deildarmót og lent-
um í 2. sæti á Reykjavíkurmótinu
en okkur gekk frekar illa á
Akureyri.
- Segðu frá skemmt-
ilegum atvikum úr
boltanum.
Það var á Partille
Cup í Svíþjóð
sumar, í leik þegar
Agnar Smári var að
peppa okkur upp og
öskraði á íslensku
(eðlilega) leit síðan
á dómarann, fékk
2 mínútur. Enginn
vissi af hverju...
þá varð Nonni þjálfari arfavitlaus yfir því
að Agnar skyldi láta reka sig út af, tók
í axlimar á honum og öskraði: FYRIR
HVAÐ FÉKKSTU TVÆR MÍNÚTUR?
Agnar sagði: „Ég veit það ekki, ég bara
horfði á hann.“ Þá sagði Nonni: „Þér
fannst hann þá greinilega bara ljótur.“
Þetta var ógeðslega fyndið. Líka á Par-
tille: Við vomm inn í stofu að taka til, þá
fann einn klámblað og Nonni varð ekki
ánægður með það, lét okkur sitja í beinni
línu með lappimar beinar og hendur upp
í loft, í ömgglega 10 mínútur. Ef hend-
umar fóm að síga þá lamdi hann okkur
með priki. Ekki mjög fast, en þangað til
sá sem átti blaðið gaf sig fram. Þetta var
mjög fyndið.
- Fyrirmyndir í handboltanum?
I Val er það Markús Máni. Þeir
íslensku leikmenn sem mér finnst bestir
em Óli Stef. og Guðjón Valur.
- Hvað þarf til að ná langt í hand-
bolta eða íþróttum almennt?
Það þarf alltaf að leggja sig 100%
fram í allar æfingar, borða hollan mat,
hvíla sig vel, mæta á aukaæfingar, æfa
sig heima og hafa smá metnað og skap.
Ég þarf helst að bæta mig í því að senda
á línuna.
- Hvers vegna handbolti?
Ég hef líka æft fótbolta. Handboltinn
er mjög mikilvægur, mér finnst gott að
æfa og hitta vini mína.
- Hverjir eru framtíðardraumar
þínir í handbolta og lífinu almennt?
Ég stefni á atvinnumennsku, en ef ekk-
ert verður úr því þá ætla ég að verða lög-
fræðingur.
- Þekktur Valsari í fjölskyldunni?
Júlíus Jónasson, pabbi minn, er fyrr-
verandi atvinnumaður í handbolta og
Þórður Þorkelsson, fyrrverandi formaður
Vals, er skyldur mér.
- Hvernig líst þér á nýju aðstöð-
una sem verður hjá Val í hand-
bolta?
Alveg rosalega vel, ég sé mig
æfa í flottasta íþróttahúsinu á
íslandi í framtíðinni.
- Hver stofnaði Val og
hvenær?
Séra Friðrik Friðriks-
son, þann 11. maí 1911.
- Áttu þér lífsmottó
eða lífsspeki?
„Guð hjálpar
þeim sem hjálpa
sér sjálfir."
Valsblaðið 2006
97