Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 73
Foreldraviðtalið
Foreldraviðtalið að þessu sinni er við
hjónin Þóru Alexíu Guðmundsdóttur og
Kristján Imsland foreldra Alexíu Imsland
sem æfir fótbolta með Val og er nýgengin
upp í 3. flokk.
- Dóttir ykkar, Alexía, æflr fótbolta
með Val. Hversu lengi hefur hún æft?
Alexía hefur æft fótbolta með Val í
fimm ár eða frá því hún var níu ára.
- Nú búið þið ekki í Valshverfinu,
hvers vegna Valur?
Ég bjó í Hlíðunum, segir Þóra,
þegar ég var lítil, pabbi er Valsari og
bróðir minn spilaði með Val allan sinn
fótboltaferil, þannig að einu sinni Valsari,
alltaf Valsari.
- Hvernig fer Alexía á æfingar?
Við keyrum hana alltaf og sækjum á
æfingar.
- Athygii vekur að þið sækið alla
leiki Vals í 4. flokki, þar sem Alexía
hefur spilað. Hvers vegna?
Við höfum mikinn áhuga á því sem
Alexía er að gera og viljum við sýna
henni og liðinu stuðning okkar með því
að mæta á leiki.
- Hvað segið þið um félagið?
Aðstöðuna? Þjálfarana? Stjórnunina?
Þátt foreldra?
Valur er með að okkar mati mjög gott
unglingastarf, félagið leggur metnað sinn
í það að hafa góða þjálfara fyrir yngri
flokkana. Aðstaðan hefur ekki verið
góð á síðasta ári vegna framkvæmda á
Hlíðarenda en það á allt eftir að breytast.
Þátttaka foreldra mætti vera meiri, gaman
væri að sjá fleiri foreldra á leikjum
stelpnanna, þetta er svo skemmtilegt.
- Viljið þið segja eitthvað að lokum?
ÁFRAM VALUR!
Margrét ívarsdóttir
Valsblaðið 2006
73