Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 38
HVER ER VALSMAÐURINN?
r
Hemmi Gunn stendur á sextugu og er líklega með yngri mönnum sem hafa náð þeim aldri! Hann á 43 titla að baki
með Val í handbolta, fátbolta og körfubolta og íþröttaferill hans var bæði þyrnum stráður og stjörnum prýddur.
Hemmi dó fyrir rúmum þremur árum en er engu að síður enn sprelllifandi.
eftir Þorgrím Þráinsson
Hemmi Gunn og Siggi Dags þegar þeir voru upp d sitt besta, árið 1970.
Hemmi Gunn er eitt af óskabörnum Vals
og líklega einn frægasti núlifandi sonur
félagsins. Hann hefur verið í sviðsljós-
inu frá því hann hóf að sóla mann og
annan með meistaraflokki aðeins sextán
ára og ekkert lát er á frægðinni. Hermann
er fædd sjónvarpsstjarna og hefur síður
en svo sagt sitt síðasta orð á þeim vett-
vangi þótt hann hafi látist tímabundið
fyrir rúmum þremur árum. Hemmi Gunn
stendur á tímamótum um þessar mund-
ir, varð sextugur núna í desember og á
„afmæli" á ýmsum sviðum, tengt lands-
leikjum, fjölmiðlum og fleiru.
En hver er þessi Hemmi Gunn?
Hver er Vafsmaðurinn?
,,Ég fæddist inn í miklar Vals- og KR-
fjölskyldur. Móðurbróðir minn, Hermann
Hermannsson, einn frægasti markvörður
íslandssögunnar, varð tíu sinnum íslands-
meistari með Val á tólf árum. Ég bjó á
Bárugötunni í Vesturbænum, mekka KR-
inga, og ólst upp við það að pabbi hafði
orðið Islandsmeistari með KR. Hann og
Gunnar Huseby, síðar frjálsíþróttakappi,
voru báðir bakverðir. Tveggja ára fékk
ég íslandsmeistaratreyju KR frá pabba og
þar með hefði framtíðin átt að vera ráðin.
Þrátt fyrir KR-áhrifin lá leið mín fljót-
lega í KFUM og Vatnaskóg þar sem ég
kynntist séra Friðriki Friðrikssyni og var
svo heppinn að sitja nokkrum sinnum til
borðs með honum. Hermann frændi var
líka mikill áhrifamaður í mínu lífi þannig
að bæði Valur og KR áttu hlutdeild í mér
strax á unga aldri.
Ég var stanslaust í fótbolta með
mér eldri strákum í Vesturbænum,
köppum eins og Þórólfi Beck, Erni
Steinsen og þeim kjarna sem átti eftir
að mynda íslandsmeistaralið KR. Við
vorum í fótbolta frá morgni til kvölds á
Framnesvegarvellinum og þar sem ég var
langyngstur þurfti ég að leggja verulega
hart að mér til að vera valinn í lið. Þessi
KR-kjarni varð Norðurlandameistari í 3.
38
Valsblaðið 2006