Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 4
Fuglarnir og sólin - og jóiin
Sr. María Agústsdóttir
Eins og allir sannir Valsarar vita eru í
ár liðin 95 ár frá stofnun fótboltafélags
KFUM, en það hét félagið fyrst. Síðar
sama ár var nafninu breytt í Valur og
segir sagan að þegar drengirnir, sem
stofnuðu félagið ásamt sr. Friðriki Frið-
rikssyni, unnu að endurbótum á knatt-
spyrnuvellinum á Melunum hafi fálki
sveimað yfir höfðum þeirra og af því hafi
nafnið verið valið. Merki félagsins á líka
stórt afmæli því liðin eru 80 ár frá gerð
þess. Það er - eins og sjá má hér neðar á
síðunni - skjöldur með mynd af fálka eða
val með knött í klónum og sólin sveipar
hann geislum sínum líkt og vængjum í
litum Vals, rauðum og bláum.
En yfir yöur, sem óttist naþi mitt, mun
réttlœtissólin upp renna með grœðslu
undir vœngjum sínum, og þér munuð út
koma og leika yður eins og kálfar, sem út
er hleypt úr stíu... (Ml. 4.2)
Fálkinn er afar merkilegur fugl, eins
og sést af því að hann var áður í skjald-
armerki íslands og að helsta heiðurs-
merki íslendinga, fálkaorðan, er kennd
við hann. Finnast tvær tegundir af ættinni
hér á landi og raunar þrjár, því minnsti
íslenski ránfuglinn, smyrillinn, er líka af
fálkaætt. Fálkinn er alfriðaður og helst
stærð stofnsins mjög í hendur við fjölda
rjúpna, sem eru eftirlætismatur hans.
Gaman er að lesa um fálkann og aðra
fugla á www.natkop.is.
í Biblíunni er líka talað um fugla.
Þannig segir t.d. hjá Jesaja spámanni:
„Ungir menn þreytast og lýjast, og æsku-
menn hníga, en þeir, sem vona á Drottin,
fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum
sem emir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir
ganga og þreytast ekki“ (Jes. 40.30-31).
Ekki amalegur boðskapur handa hreyfi-
glöðu fólki! Og Jesús Kristur, hann sem
fæddist í allsleysi og úrræðaleysi foreldra
sinna, segir við okkur: „Lítið til fugla
himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né
safna í hlöður og faðir yðar himneskur
fæðir þá“ (Mt.6.26).
En hvað er það sem tengir knatt-
spymufélagið Val við íslenska fálkann
með sínar oddhvössu klær og amarsjón?
Það er tígulleiki fuglsins sem hrífur
hugann, hvemig hann líður um loft-
ið og breiðir úr sínum miklu vængjum.
Valurinn minnir okkur á hæstu hæðir og
hvernig allt sem lifir er öðm háð. Jafnvel
í rándýrseðlinu, sem maðurinn og fálkinn
virðast eiga sameiginlegt, má sjá lífið að
verki og aðdáun vekja hin skörpu augu
sem greina rjúpuna hvítu í snjóbreiðunni
langt að úr loftinu.
Það er hins vegar sólin sjálf, sem á
lokaorðið í merki Vals. Hún er rauð
eins og ástin, kjarkurinn, krafturinn,
rauð eins og borðamir á jólabögglunum.
Sólin minnir á orð eins minni spámanna
Biblíunnar, Malakí, sem oft hafa verið
lesin í kirkjum landsins á öðmm sunnu-
degi í aðventu: „En yfir yður, sem óttist
nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna
með græðslu undir vængjum sínum, og
þér munuð út koma og leika yður eins og
kálfar, sem út er hleypt úr stíu“ (Ml. 4.2).
Eins og sólin bræðir snjóinn og þokár
landinu okkar kalda í átt til sumars græð-
ir Guð bömin sín, þ.e. gerir þau heil, og
leysir þar með leikgleðina úr læðingi.
Það em ekki alltaf jólin og suma daga
sést ekki til sólar, en látum það ekki ræna
okkur gleðinni og eftirvæntingunni sem
felst í því að vita að hvort tveggja muni
aftur renna upp. Eins er því varið með
Jesú Krist: Við finnum ekki alltaf fyrir
vem hans en megum treysta því að við,
eins og fuglar himinsins, getum sótt til
hans kraft og skjól, bæði hversdags og
um jól.
Þið munið eftir einkunnarorðum sr.
Friðriks, sem rituð em á styttuna af
honum fyrir utan Friðrikskapellu: Látið
aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.
Fálkinn í Valsmerkinu gæti verið kappið,
tákn þess að hverjum leikmanni. ber að
nýta krafta sína, útsjónarsemi og hæfni
til að stuðla að sigri liðsins í samvinnu
við félaga sína. Þá er sólin tákn fegurð-
arinnar, leikgleðinnar og þeirrar græðslu
sem Guð gefur. Þannig ætti lífsgleðin að
vera sigurgleðinni fremri. Njótum þess
að spila og lifa - ekki bara til að vinna!
Til hamingju með 95 farsæl ár í þágu
íslenskrar æsku, Valsarar, og gleðileg jól
til ykkar allra.
Sr. María Ágústsdóttir er héraðsprestur
með aðsetur í Hallgrímskirkju
www.valur.is
4
Valsblaðið 2006