Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 6

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 6
Það er árviss viðburður hjá Val að útnefna íþróttamann ársins í hófi að Hlíð- arenda á gamlársdag. íþróttamaður Vals er valinn af formönnum deilda, formanni félagsins og Halldóri Einarssyni (Hen- son) sem er gefandi verðlaunagripanna. Árið 2009 var valinn í 18. sinn íþrótta- maður Vals. Þessi athöfn fór fram í veislusal Vals að Hlíðarenda að við- stöddu fjölmenni. Hörður Gunnarsson formaður Vals hélt ávarp við þetta tækifæri og sagði m.a.: „íþróttamaður Vals hefur verið valinn frá árinu 1992 og er því komið að þessari útnefningu í 18. sinn. Valnefndin er skip- uð formönnum allra deilda félagsins, sitj- andi formanni og tveimur fyrrverandi formönnum, auk Halldórs Einarssonar sem hefur verið í valnefnd frá upphafi og er gefandi verðlaunagripanna. Samtals hafa 10 knattspyrnumenn hlotið titilinn, 6 handknattleiksmenn og 1 körfuknatt- leiksmaður, 9 sinnum hefur leikmaður karlaliðs verið valinn og 9 sinnum leik- maður kvennaliðs. Dóra María Lárusddttir er íþrdttamaður Vals 2009 fþróttamaður Vals 2009 er glæsilegur fulltrúi félagsins utan vallar sem innan og einstaklega góð fyrirmynd fyrir æsku landsins. Samkvæmt heimildum KSÍ hef- ur íþróttamaðurinn engar skráðar áminn- ingar á árinu og segir það meira en mörg orð um viðmót og framgöngu viðkom- andi íþróttamanns innan vallar. íþrótta- maður Vals 2009 hefur leikið 184 leiki í meistaraflokki fyrir hönd Vals og skorað í þeim 84 mörk, auk þess á íþróttamaður Vals að baki 54 A-landsleiki og 46 lands- leiki með yngri landsliðum íslands og því leikið samtals 100 landsleiki fyrir íslands hönd. íþróttamaður ársins hefur með félögum sínum landað 5 íslands- meistaratitlum og 4 bikarmeistaratitlum. íþróttamaður Vals árið 2009 var lykil- maður í sigursælu landsliði íslands á árinu og lék alla 14 landsleiki tímabilsins auk þess að vera hvað fremst meðal jafn- ingja í liði íslands- og bikarmeistara Vals á liðnu sumri. fþróttamaður Vals 2009 hefur alla tíð sýnt félagi sínu mikla rækt og tryggð og hefur leikið í búningi Vals allan sinn feril. íþróttamaður Vals árið 2009 er Dóra María Lárusdóttir.“ Hörður stiklaði einnig á stóru í upp- gjöri við starfsárið og sagði m.a.: „Árið 2009 hefur verið Knattspyrnufélaginu Val gjöfult utan vallar sem innan. Sá árangur sem hæst bar á árinu hjá meist- araflokkum félagsins var bikarmeistara- titill meistaraflokks karla í handknattleik en þáð var annað árið í röð sem félagið vinnur þann titil en samtals hefur Valur orðið bikarmeistari í handknattleik karla sjö sinnum- eða oftar en nokkurt annað félag hér á landi. Meistaraflokkur kvenna í knattspymu stóð sig með miklum glæsi- brag á árinu, en þær hömpuðu bæði bik- ar- og íslandsmeistaratitli þrátt fyrir að hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir- keppnistímabilið. íslandsmeistaratitillinn var sá níundi, fjórða árið í röð og sá fimmti á síðustu sex árum - geri aðrir betur. Bikarmeistaratitillinn var ellefti tit- ill Vals en Valur hefur orðið bikarmeist- ari kvenna oftast allra félaga. Auk þess Viðurkenningar átti Valur 6 leikmenn í landsliðinu sem er það sigursælasta sem ísland hefur átt á knattspyrnuvellinum. Bikarmeistaratitill- inn var svo 97. titillinn sem Valur hamp- ar í sínum hefðbundnu greinum eða oftar en nokkurt félag á íslandi. Á árinu 2009 stóðu í allt 11 titlar til boða í þeim þrem- ur boltagreinum sem Valur keppir í. Af þeim hömpuðum við þremur þeirra sem er frábær árangur eins íþróttafélags.“ íþróttamenn Vals frá uppltafi 2009 Dóra María Lárusdóttir, knattspyrna 2008 Katrín Jónsdóttir, knattspyrna 2007 Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna 2006 Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna 2005 Bjarni Ólafur Eiríksson, knattspyrna 2004 Berglind íris Hansdóttir, handknattleikur 2003 íris Andrésdóttir, knattspyrna 2002 Sigurbjörn Hreiðarsson, knattspyrna 2001 Rósa Júlía Steinþórsdóttir, knattspyma 2000 Kristinn Lárusson, knattspyrna 1999 Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, knattspyrna 1998 Guömundur Hrafnkelsson, handknattleikur 1997 Ragnar Þór Jónsson, körfuknattleikur 1996 Jón Kristjánsson, handknattleikur 1995 Guörún Sæmundsdóttir, knattspyrna 1994 Dagur Sigurðsson, handknattleikur 1993 Guömundur Hrafnkelsson, handknattleikur 1992 Valdimar Grímsson, handknattleikur 6 Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.