Valsblaðið - 01.05.2010, Page 9
að velja íþróttafélag. Viðmið ÍSÍ eru
einnig gott aðhald fyrir okkur því það er
mikil ábyrgð sem fylgir því að taka að
sér íþróttaþjálfun og félagslegt uppeldi
barna og unglinga. Það er gaman að geta
þess að Valur er eitt örfárra íþróttafélaga
í landinu sem hefur hlotið hefur nafn-
bótina Fyrirmyndarfélag í öllum deildum
félagsins. Sérstaklega ber að þakka
Ragnhildi Skúladóttur yfirmanni barna-
og unglingasviðs fyrir hennar þátt í þess-
um ánægjulega áfanga því hún umfram
aðra hafði veg og vanda af þeirri miklu
vinnu sem inna þurfti af hendi í svo viða-
mikilli úttekt.
Öflugir samstarfsaðilar til liðs við
Val
Þrátt fyrir erfitt árferði átti Valur því láni
að fagna á árinu að fá til liðs við sig öfl-
uga samstarfsaðila. Má þar nefna að
gerður var fimm ára samningur við
Islandsbanka sem nú er einn af aðal-
styrktaraðilum Vals og mun merki bank-
ans héðan í frá vera á keppnisbúningum
félagsins í öllum flokkum. Einnig var
gerður samningur við Vífilfell sem jafn-
framt verður einn af aðal styrktaraðilum
okkar a.m.k. til næstu fjögurra ára. Að
auki var samningur Vals og Vodafone
endurnýjaður til fimm ára. Jafnframt
voru gerðir skammtímasamningar við
Avant og Byko. Stuðningur Valsmanna
h/f var sem fyrr ómetanlegur. Allt frá því
að ný mannvirki voru vígð á Hlíðarenda
2007 hefur Valur og Múlakaffi átt farsælt
samstarf á vettvangi veitingareksturs og
nú hefur samstarfssamningurinn verið
endurnýjaður til þriggja ára. Góð nýting
salarkynna er mikilvæg og traust tekju-
lind fyrir félagið. Jafnframt voru endur-
nýjaðir samningar við Dansskóla Jóns
Péturs og Köru, Dansstúdíó Jóa og
Háskólann í Reykjavík.
Gamla íþróttahiísið öðlast nýtt líí
Síðasta sumar gekk „gamla íþróttahúsið“
í endurnýjun lífdaga þegar það var end-
urnýjað að miklu leyti innanhúss. Árið
2007 var húsið klætt og einangrað upp á
nýtt að utan ásamt því að þak var lagfært.
Húsið var komið í nokkra niðurníðslu og
félaginu til lítils sóma. Þvf var ekki um
annað að ræða en að fara í þær endurbæt-
ur sem nauðsynlegar voru enda húsið
samofið sögu Vals. í sumar var loftið
klætt og einangrað, veggir klæddir, sett
var ný lýsing ásamt nýrri loftræstingu og
Berglind Iris Hansdóttir fagnar heitt og innilega ásamt félögum sínum íslands-
meistaratitli í handknattleik 2010 eftir 27 ára bið. Liðið tapaði hins vegar úrsl
bikarkeppninnar á móti Fram.
gólf var slípað, endurmerkt og lakkað.
Einnig voru settar upp nýjar körfur ásamt
því að búningsklefar voru endurgerðir
nánast frá grunni. Framkvæmdir við end-
urbygginguna tókust mjög vel og er hús-
ið nú allt hið glæsilegasta. Nú er því sýnd
sú virðing sem því ber enda hefur húsið
alið af sér marga af bestu iþróttamönnum
Vals. Til verksins voru fengnir ýmsir
verktakar sem unnu verk sitt af kostgæfni
en verkefnisstjómún var í höndum Brynj-
ars Harðarsonar en hönnun og ráðgjöf
var í höndum Kristjáns Ásgeirssonar hjá
Alark. Ég vil þakka öllum verktökum,
sjálfboðaliðum og starfsmönnum sem að
þessu verki komu fyrir þeirra framlag,
niðurstaðan er að gamalt og sögufrægt
mannvirki sem tilheyrir sögu Vals er á ný
orðið okkur til mikils sóma.
Valsblaðið 2010
9