Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 12

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 12
Selma Dís Scheving dóttir Soffíu Amundadóttur, lukkudýr í.flokks kvenna, á vara- mannabekknum með stelpunum úr 3.flokki. Vodafone völlurinn. íslands- og bikarmeistarar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, annað árið í röð og jafnframt íslandsmeistarar 5 ár í röð. Einstakur afrekshópur. íslandsmeistarar meistaraflokks kvenna í handknattleik 2010 fagnað á viðeigandi hátt eftir 27 ára bið. Konni, kóngurinn í stuðningsmannahópnum fagnar auðvitað með stelpunum. 4.ffokkur karla í Val og ÍR ganga inn á Vodafonevöllinn í einum af skemmtilegustu leikjum sumarsins. Tóm gleði. því að vinna tvöfalt annað árið í röð. Ein- sök frammistaða hjá frábærum afreks- konum. Meistaraflokkur kvenna í hand- knattleik endaði síðan frábært keppnis- tímabil með íslandsmeistaratitli í vor eftir 27 ára bið. Markvisst hefur verið unnið að eflingu afreksflokka félagsins. Búið er að gefa út afreksstefnu Vals en hún á m.a. að sam- ræma þjálfun og áherslur meistaraflokks, 2. og 3. flokks undir stjórn þjálfara meist- araflokka hverju sinni. Jafnframt hefur verið ráðinn í fullt starf styrktar- og þrek- þjálfari fyrir allar deildir. íþpóttamaður Vals 2009 og ípróttamaður ársins að þeirri útnefningu komin. Hún hefur bæði staðið sig vel á keppn- isvellinum en ekki síst er hún góð fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk utan vallar sem innan. í byrjun árs var Valsmaðurinn Ólafur Stefáns- son kjörinn íþróttamaður ársins í fjórða sinn en átta sinnum hefur Valsmaður hlotið þessa æðstu viðurkenningu sem veitt er íþróttamanni á íslandi. Valsdagurinn endurvakinn f september var Valsdagurinn endur- vakinn en á árum áður var hann árlegur viðburður í starfi félagsitis. Héðan í frá er stefnt að því að dag- urinn verði hluti af föstum viðburð- um innan Vals. Þessi dagur hafði á sínum tíma og hefur enn mikla þýð- ingu fyrir félagið. Markmið Vals- dagsins er að kynna krökkum það fjölbreytta starf sem Valur hefur upp á að bjóða í íþróttaiðkun og félags- starfi. Það er ekki síður mikilvægt að fá foreldra sem oftast að Hlíðar- enda til að fá tækifæri til að kynna þeim hvað hér er í boði allt árið um kring. Jafnframt er hægt að kynna aðstöðuna, þjálfara og annað starfsfólk. Ábyrgð þeirra sem taka að sér það uppeldishlut- verk sem felst í íþróttaiðkun er mikil og við viljum leggja okkur fram um að gera það sem best úr garði. Ég vil þakka þeim stuðningsaðilum félagsins, sjálfboðalið- um og starfsfólki sem lagði félaginu lið við að endurvekja Valsdaginn kærlega fyrir þeirra framlag. Félagsstarf í blóma Á gamlársdag var Dóra María Lárusdótt- ir kjörin íþróttamaður Vals og er hún vel Eins og að framan greinir er félagsstarfið í Val með miklum blóma. Haldin voru árleg golf, bridds- og skákmót sem tók- ust með miklum ágætum. Valskórinn sem er eitt af sérkennum Vals hélt úti þrótt- miklu starfi á árinu. Fjölmennt og vel lukkað herrakvöld fór fram á haustmán- uðum og fulltrúaráðið stafar nú af mikl- um þrótti. Sérstakt átak var gert í að efla getraunastarfsemi innan Vals sem er nauðsynlegt bæði ef horft er til fjarhags- legs ávinnings en ekki síður er gott að nota tækifærið sem gefst til að treysta vinaböndin. Þetta átak hefur tekist með miklum sóma og nú sækja tugir manna Hlíðarenda heim á hverjum laugardegi til að taka þátt í leiknum og ræða við mann og annan. Að endingu vil ég vekja athygli á mikilvægi þess að Valur tengist enn betur þeim hverfum sem að félaginu standa og því er gleðilegt að fá að vinna með nýju hverfablaði sem hóf göngu sína nú í haust. Hverfablaðið er góð viðbót við aðra möguleika sem Valur hefur til að kynna starfið og aðstöðuna hér að Hlíð- arenda. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Knattspyrnufélagsins Vals undir stjórn framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf og gott samstarf á árinu. Sérstakar þakkir fá allir þeir sjálfboðaliðar sem lagt hafa félaginu til ómælda aðstoð á árinu en án allra þeirra fjölmörgu fórnfúsu handa væri Valur fátækara félag. Ég vil fyrir hönd stjórnar Vals óska öllum Valsmönn- um og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að við sameinumst öll í að gera afmælisárið sem glæsilegast og best úr garði. Góðir Valsmenn, treystum böndin og göngum vongóð inn í nýtt ár - afmælisár! Valskveðja, Hörður Gunnarsson formaður Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.