Valsblaðið - 01.05.2010, Page 16

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 16
Valsfjölskyldan eftir Stefán Karlsson Félagið er ekkert annað en folkið sem að því stendur Sveinn Stefánsson er flestum Völsurum að góðu kunnur, enda hefur hann verið með annan fótinn ó Hlíðarenda undanfarna óratugi. Sveinn er formaður handknaftleiksdeildar og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrlr félaglð tll fjölda ára, m.a. sem framkvæmdastjóri á upphafsárum þessarar aldar Sveinn Stefánsson er búsettur í Grafar- vogi ásamt konu sinni Dagnýju Arnþórs- dóttur og börnum þeirra Sveini Aroni og Söru Sif. Segja má að allir fjölskyldu- meðlimir séu áberandi í félagsstarfinu og það eru fáir viðburðirnir á Hlíðarenda sem meðlimir fjölskyldunnar láta sig vanta á. Sonurinn, Sveinn Aron, hefur þegar stigið sín fyrstu skref í meistara- flokki í handbolta þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall, en hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Islands undanfarin ár. Kvenmennirnir í fjölskyld- unni eru iðulega mættar á heimaleiki í Hörður Gunnarsson og Sveinn meö Íslandsbikar kvenna 2010. handboltanum og aðstoða við þau fjöl- mörgu störf sem inna þarf af hendi. Vals- blaðið heimsótti fjölskylduna í Grafar- voginn og það lá beinast við að spyrja hvort það væri ekki mikilvægt að öll fjöl- skyldan sameinaðist í jafn tímafreku áhugamáli? „ Jú biddu fyrir þér, þetta starf/áhuga- mál hefur litað allt fjölskyldulífið á okkar heimili síðastliðin 10 ár á jákvœðan hátt. Pað er ekki spurning að Valur sameinar okkur í áhugamáli. Það gerir allt heimil- islífið skemmtilegra og auðveldara að allir skuli hafa sama áhugamál og vitan- lega litast umrœðuefnin á heimilinu af því. Það gefur auga leið efað við hefðum öll mismunandi áhugamál þá myndi sam- verustundunum fœkka. Þess í stað njótum við margra samverustunda f tengslum við þetta sameiginlega áhugamál." Sveinn er uppalinn í Breiðholtinu frá 6 ára aldri, gekk í Fellaskóla öll grunn- skólaárin þaðan sem leiðin lá í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti ásamt æsku- félögunum. Þar lærði Sveinn trésmíði og vann við það í nokkur ár. Arið 1998 hóf hann nám í Tækniháskólanum og útskrif- aðist þaðan sem viðskiptafræðingur B. Sc. af vörustjórnunarsviði í janúar 2002. Sveinn, sem er fertugur að aldri, hefur verið Valsari frá því í grunnskóla: „Ástœðan fyrir því að ég gekk í Val á sínum tíma var sú að félagi minn Einar Páll Tómasson bjó við hliðina á mér í Kötlufellinu, hann var í Austurbœjar- skóla og þar kynntist hann strákum sem voru í Val. Hann fékk mig með sér á fót- boltaœfingar og þá var ekki aftur snúið. Því miður var ferillinn ekki langur í bolt- anum en ég man að ég skoraði grimmt og þótti gríðarlegt efni þó ég segi sjálfur frá. Svo komu nokkur ár sem ég lét nœgja að mœta á leiki. Arið 1992 var ég að vinna með miklwn Valsara og síðar vini mínum Svani Gestssyni. Hann fékk mig til að byrja að dœma ífótbolta og þannig byrjaði ég aftur í Val. Eg fylgdist vel með ungu fótboltakrökkunum í gegnum dóm- gœsluna á þessum tíma og kynntist mörg- um góðum Völsurum." Sveinn hefur vissulega mikla ástríðu fyrir íþróttum og félaginu. Sú ástríða hef- ur smitast í aðra fjölskyldumeðlimi: „Eg held að það sé óhœtt að segja að allir fjölskyldumeðlimir séu nokkuð rauð- litaðir og gleðjast vissulega þegar vel gengur. Sveinn Aron hefur œft bœði hand- bolta og fótbolta með Val. Þrátt fyrir að búa í Grafarvogi frá tveggja ára aldri hefiir hann alltaf sótt œfingar á Hlíðar- enda. Við hjónin fögnuðum mikið í mars á þessu ári en þá fékk Sveinn Aron bíl- próf og þá lauk rúmlega 10 ára skutl- tímabili á œfingar. Hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki á afinœlis- degi mömmu sinnar í fyrra þann 22. október, þá 16 ára gamall. Sara Sif œfði áhaldafimleika með fim- leikafélaginu Gerplu í Kópavogi frá 4 ára aldri til 16 ára aldurs og varð íslandsmeistari í 3. þrepi og 1. þrepi. I fimleikum kynnist maður œfingaálagi, en Sara Sifœfði í þrjá klukkutíma á dag sex daga vikunnar frá 12 ára aldri. Við hjónin höfum fylgt börnunum í margar keppnisferðirnar í gegnum tíðina bœði innan lands og utan. Nú síðast í sumar fórum við fjölskyldan til Svart- fjallalands þar sem Sveinn Aron var að keppa á EM með U18 ára landsliðinu í handbolta." Sveinn gegndi erilsömu starfi fram- kvæmdastjóra hjá félaginu á árunum 2001-2005, þar var í nógu að snúast og 16 Valsblaðið 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.