Valsblaðið - 01.05.2010, Side 18

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 18
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 2009 með framkvœmda■ stjóra. Frá vinstri. Stefán Karlsson framkvœmdastjóri Vals, Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar, Hörður GunnarssÓn fonnaður, Eggert Þór Kristófersson varaformaður og Lárus Blöndal formaður körfuknattleiksdeildar. an hátt nauðsynlegar en spurning hvort forsendur þess hafi breyst eftir banka- hrun. Það hefiir tekið tíma að stilla strengi milli starfsmanna og sjálfboða- liða í nýja skipulagnui en mér finnst það vera að slípast til. Félag eins og Valur mun alitaf þurfa að reiða sig á mikið og öflugt sjálfboðaliðastarf og það er nauð- synlegt að hlúa að því starfi sem frekast er unnt. Einnig finnst mér mikiivœgt að það sé stöðugleiki í starfsmannamáíum, en því miður hefur skort upp á hann hvað varð- ar stöðu framkvæmdastjóra. Á einum áratug höfum við haft átta framkvœmda- stjóra. Þarna verður að nást meiri stöð- ugleiki, enda tekur það tíma að komast inn í slíkt starf öðlast reynslu og þekk- ingu auk þess að skapa tengsl við féiags- menn sem eru svo nauðsynleg í starf- inu.“ Eftir nokkur mögur ár hafa stórir titlar skilað sér í handboltanum á hverju ári frá 2007 og vill Sveinn þakka það samstilltu átaki allra innan félagsins. „Það hefur verið unnið tnjög gott starf í langan tíma í handknattleiksdeildinni en því miður létu stóru titlarnir bíða eftir sér. Kvennaliðið varð bikarmeistari árið 2000 og nœsti stóri titill kom ekki fyrr en árið 2007 þegar karlaliðið varð Islands- meistari. Það hefur átt sér stað mikið uppbyggingarstarf alla þessa öld í hand- knattleiksdeildinni, ég kem fyrst inn í fjáröflunarráð deildarinnar 2006 og tók við sem formaður 2008. Þá höfðu góðir menn eins og Kalli Jóns, Haraldur Daði, Jói Þórarins og Stefán Karlsson (ásamt Oskari Bjarna og Heimi) leitt mikið upp- byggingastarf sem skilaði svo þessum bikurum, þ.e. lslandsmeistarar 2007, bik- armeistarar 2008 og 2009 og svo lang- þráðum íslandsmeistaratitli 2010 í meist- araflokki kvenna. Það er ekki spurning að samstillt átak leikmanna, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsmanna hefur skil- að góðu gengi undan- farin ár. “ Eins og Sveinn kem- ur inn á vann kvenna- lið Vals langþráðan íslandsmeistaratitil síðastliðið vor þegar liðið sigraði sterkt lið Fram í æsispennandi úrslitakeppni. „íslandsmeistaratit- illinn hjá stelpunum í , vor var sérstaklega sœtur fyrir margra hluta sakir. Félagið hafði ekki unnið þennan titil síðan árið 1983 auk þess sem þetta var fyrsti íslandsmeistaratitillinn hjá mörgum frábœrum leikmönnum kvennaliðsins sem verið hafa í toppbar- áttu undanfarin ár. Ljóst var að Berglind íris Hansdóttir myndi yfirgefa liðið eftir tímabilið og frábœrt fyrir þennan mikla íþróttamann að ná titlinum með sínu uppeldisfélagi á þeim tímamótum. Stelp- urnar voru algjörlega frábœrar og sýndu mikinn karakter og liðsheild. Teymið í kringum meistaraflokk kvenna er mjög öfltigt og eiga þeir Stefán Arnarson þjálf- ari, Jóhannes Lange aðstoðarþjálfari, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og Viðar Halldórsson mikið hrós skilið." Þegar þetta er skrifað situr karlaliðið í 6. sæti deildarinnar eftir afar erfiða byrj- un á mótinu, þá verstu í sögu félagsins. Sveinn viðurkennir að erfitt gengi hafi töluverð áhrif á starfið í kringum hand- knattleiksdeildina. „Það er engin launung að það hriktir í stoðum þegar sigursœlasti flokkur félags- ins hikstar líkt og gerst hefur í haust. Við aðstœður sem þœr er mikilvœgt að við þjöppum okkur saman og styðjum liðið. Auðvitað sýnist sitt hverjum í þessu og oft telja þeir sig vita mest sem sjá minnst en við sem erum kjörnir til að stjórna deildum hverju sinni verðum að gera það sem við teljum best fyrir félagið hverju sinni. Við skulum spyrja að leikslokum en ég heffidla trú á að bœði lið okkar muni standa sig vel og við munum skila titli / titlum í vor, á sjálfu 100 ára afinœlisári félagsins. Sveinn segir afar mikilvægt að skapa gott jafnvægi í barna- og unglingastarfi annars vegar og afreksstarfi hins vegar. „Það er mikilvœgt að hlúa að að barna- og unglingastarfinu nú sem endranœr, þó er líka Ijóst að fyrirmyndir í meistaraflokki skipa mikilvœgan sess hjá yngri iðkendum. Valur hefur lagt mik- Valsfjölskyldan ið upp úr góðri þjálfun yngri flokka sem skilar sér alltaf til lengri tíma. Nú á ég strák sem hefur skilað sér upp í gegnum barna- og unglingastarfið hjá Val og er nú að banka á dyrnar hjá meistaraflokki í handbolta. Hann hefitr bœði haft góða þjálfara og góðar fyrirmyndir í meistara- flokki. Nú hefég hugsað mér að sti'ga til hlið- ar semformaður í vor og einbeita mér að því að styðja drenginn í íþróttaiðkun sinni af fullum krafti. Eg hef þó fullan hug á að vera áfram í starfinu og tengd- ur þessu frábœra félagi. Það vœri t.d. gaman að koma að foreldraráði hjá þeim efnilegu drengjum sem eru á aldri við drenginn. Þar eru margir góðir Valsmenn með syni sína, svo sem Jón Halldórsson, Guðmundur Hrafnkelsson og Júlíus Jón- asson. Mér finnst a.m.k. líklegt að ég verði alltaf með annan fótinn í einhvers konar félagsstarfi og þá helst tengdu Val." Sveinn segir mikilvægt að hlúa að félagslega þættinum hjá öllum sem koma að íþróttastarfi. Hann hafi t.a.m. eignast mikinn fjölda vina og kunningja í starfi sínu fyrir félagið og það sé einmitt það sem standi upp úr þegar hann horfir til baka. Hann segir Val einstakt félag með ótrúlega sigurhefð: „Það er í mínum huga mikill heiður að fá að tilheyra félagi eins og Val og mikil ábyrgð á okkur sem nú berum kyndilinn. Munum það að gömlu snillingarnir eins og sr. Friðrik, Úlfar Þórðar, Siggi Óla, Jóhannes Bergsteins, Þórðttr Þorkels..og þeirra samtíðarmenn spttrðu ekki „hvað getur Vahtr gert fyrir mig heldur hvað get ég gert fyrir Val“. Fyrst ber að horfa til upphafsins og þess mikla afreks sem stofnandi félagsins séra Friðrik Friðriks- son stóð fyrir, allt frá hans ti'ma og til dagsins í dag er félagið ekkert annað en fólkið sem að því stendur. Með samstilltu átaki í nœr 100 ár hefitr félagið náð þeim árangri að verða sigursœlasta íþróttafé- lag landsins . Aberandi er að ungir jafnt sem eldri iðkendur þekkja sögu félagsins og stofnanda þess og halda heiðri séra Friðriks á lofti. Eg held að það halli ekki á önmtr félög þegar sagt er að andinn í Val sé einstakur. Félagið okkar stendur vel og á bjarta framtíð fyrir sér. Það er Itins vegar mikil- vœgt að hlúa að upprunanum og gleyma ekki sögunni. Nú fer í hönd 100 ára afmœlisár félagsins og þá gefst kjörið tœkifœri til að rifja enn frekar upp þau gildi semfélagið er byggt á.“ 18 Valsblaðíð 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.