Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 20

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 20
Valur 100 ára - afmælisrit Sr. Friörik Friðriksson Valur á 100 ára afmæli í maí á næsta ári. Fáa Valsara þarf að minna á það því 11. maí, afmælisdagur Vals, er þeim kunnur og kær - og nú hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur í nærri öld. Ymsar hefðir og venjur eru okkur í blóð bornar og þar á meðal er afmælisboð á Hlíðar- enda á 11. maí. Ég mæti ekki alltaf, en ég mætti í 50 ára afmælið. Ég var reyndar bara polli, en man Guðbjörn og Filippus og Hall og fleiri úr hópi stofnendanna, þar sem þeir stóðu prúðbúnir á Hlíðar- endahlaðinu. Og ég man Albert - kon- ungi líkan - púandi stóran vindil á miðju gólfi í gamla félagsheimilinu, þegar dúk- ur var dregin frá málverki. Ég man líka stóra ferhyrnda tertu með grænu marsi- pani og strikaða hvítum sykurlínum. Kakan var eftirlíking knattspyrnuvallar með vítateigum, markteigum, stroffí- púnktum og hornfánum. Vorsólin skein björt og fögur. Þannig var á 50 ára afmæli Vals og í hjarta mínu býr minning sem hafði sterk áhrif á Valsvitund mína. Hefðir, venjur og hátíðahöld eru sterk- ir þræðir í starfi Vals. Auk 11. maí má nefna útgáfu Valsblaðsins, uppskeruhátíð á gamlársdag, herrakvöld, söng Valskórs- ins í Friðrikskapellu á aðventu og þá ófrávíkjanlegu venju meistaraflokks í knattspyrnu að koma saman við leiði Jóns Kristbjörnssonar fyrir fyrsta leik á íslandsmóti. Jón var jafn gamall Val, fæddur 1911, og næsta sumar verða liðin 78 ár frá því hann dó. Fleiri Valshefðir og venjur mætti nefna, t.d. hittast félagsmenn reglubund- ið í smærri hópum af ólíkum tilefnum. Sjálfur hef ég í nærfellt tuttugu ár etið svið og súrmeti í janúar með sama hópi Valsmanna. Þar er bæði einsöngur og kórsöngur og sögur sagðar og mikið hlegið. Hefðir og hátíðahöld eru mjög í anda sr. Friðriks sem var frægur fyrir að halda uppá allt sem hægt var að halda uppá. Sr. Friðrik gerði sér góða grein fyr- ir mikilvægi þess fyrir styrk og varan- leika félagsins að fagna reglulega og halda í heiðri hefðir og venjur. í tilefni 100 ára afmælis Vals er verið að skrifa sögu félagsins og safna mynd- um í bók. Þorgrímur Þráinsson skrifar, en honum til halds og trausts er ritstjórn sem í eru undirritaður, Þorsteinn Haraldsson', Hanna Katrín Friðriksson og Guðni Olgeirsson, ritstjóri Valsblaðsins. Valur á styrk í hefðum sínum og venj- um, en hann á engu minni styrk í 100 ára sögu sinni. Saga Vals er vel varðveitt og mikil að vöxtum. Það má þakka Vals- blaðinu sem út hefur komið um áratuga skeið og dagblöðum og myndasöfnum og ýmsu öðru sem sífellt verður aðgengi- legra eftir því sem tækninni fleygir fram. Valur á líka sögulegar gersemar frá upp- hafi sínu sem eru vel varðveittar í rrtuðu máli og til eru tvær fyrstu ræður sr. Frið- riks innan félags. Fyrri ræðuna „Sursunt Corda“ flutti hann í gönguferð Vals- manna á Lágafell 16. júlí 1911. Seinni ræðuna flutti hann við vígslu fyrsta vall- arins vestur á Melum, 7. ágúst 1911. Þá ræðu nefndi hann „Fair Play“ og er hún varðveitt í handriti hjá K. F. U. M. í Frið- rikssafni. Þessar ræður eru grunnlög Vals frá 1911. Ritstjóra og ritstjórn Valsbókarinnar má líkja við lítinn ferðahóp sem tyllir sér á stein og lítur yfir farinn veg. Upphaf ferðarinnar er á hreinu. Svo skiptir það máli að segja ferðasöguna þannig að hún upplýsi og fræði lesandann um vegferð Vals. Mestu skiptir samt að bókin, í máli og myndum, verði skemmtileg og að hún örvi og hvetji Valsara til starfs og dáða eins og grænt marsipan. Eftir Þorstein Haraldsson formann ritstjórnar 20 Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.