Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 20
Valur 100 ára
- afmælisrit
Sr. Friörik Friðriksson
Valur á 100 ára afmæli í maí á næsta ári.
Fáa Valsara þarf að minna á það því 11.
maí, afmælisdagur Vals, er þeim kunnur
og kær - og nú hefur dagurinn verið
haldinn hátíðlegur í nærri öld. Ymsar
hefðir og venjur eru okkur í blóð bornar
og þar á meðal er afmælisboð á Hlíðar-
enda á 11. maí. Ég mæti ekki alltaf, en ég
mætti í 50 ára afmælið. Ég var reyndar
bara polli, en man Guðbjörn og Filippus
og Hall og fleiri úr hópi stofnendanna,
þar sem þeir stóðu prúðbúnir á Hlíðar-
endahlaðinu. Og ég man Albert - kon-
ungi líkan - púandi stóran vindil á miðju
gólfi í gamla félagsheimilinu, þegar dúk-
ur var dregin frá málverki. Ég man líka
stóra ferhyrnda tertu með grænu marsi-
pani og strikaða hvítum sykurlínum.
Kakan var eftirlíking knattspyrnuvallar
með vítateigum, markteigum, stroffí-
púnktum og hornfánum. Vorsólin skein
björt og fögur. Þannig var á 50 ára
afmæli Vals og í hjarta mínu býr minning
sem hafði sterk áhrif á Valsvitund mína.
Hefðir, venjur og hátíðahöld eru sterk-
ir þræðir í starfi Vals. Auk 11. maí má
nefna útgáfu Valsblaðsins, uppskeruhátíð
á gamlársdag, herrakvöld, söng Valskórs-
ins í Friðrikskapellu á aðventu og þá
ófrávíkjanlegu venju meistaraflokks í
knattspyrnu að koma saman við leiði
Jóns Kristbjörnssonar fyrir fyrsta leik á
íslandsmóti. Jón var jafn gamall Val,
fæddur 1911, og næsta sumar verða liðin
78 ár frá því hann dó.
Fleiri Valshefðir og venjur mætti
nefna, t.d. hittast félagsmenn reglubund-
ið í smærri hópum af ólíkum tilefnum.
Sjálfur hef ég í nærfellt tuttugu ár etið
svið og súrmeti í janúar með sama hópi
Valsmanna. Þar er bæði einsöngur og
kórsöngur og sögur sagðar og mikið
hlegið. Hefðir og hátíðahöld eru mjög í
anda sr. Friðriks sem var frægur fyrir að
halda uppá allt sem hægt var að halda
uppá. Sr. Friðrik gerði sér góða grein fyr-
ir mikilvægi þess fyrir styrk og varan-
leika félagsins að fagna reglulega og
halda í heiðri hefðir og venjur.
í tilefni 100 ára afmælis Vals er verið
að skrifa sögu félagsins og safna mynd-
um í bók. Þorgrímur Þráinsson skrifar, en
honum til halds og trausts er ritstjórn sem
í eru undirritaður, Þorsteinn Haraldsson',
Hanna Katrín Friðriksson og Guðni
Olgeirsson, ritstjóri Valsblaðsins.
Valur á styrk í hefðum sínum og venj-
um, en hann á engu minni styrk í 100 ára
sögu sinni. Saga Vals er vel varðveitt og
mikil að vöxtum. Það má þakka Vals-
blaðinu sem út hefur komið um áratuga
skeið og dagblöðum og myndasöfnum og
ýmsu öðru sem sífellt verður aðgengi-
legra eftir því sem tækninni fleygir fram.
Valur á líka sögulegar gersemar frá upp-
hafi sínu sem eru vel varðveittar í rrtuðu
máli og til eru tvær fyrstu ræður sr. Frið-
riks innan félags. Fyrri ræðuna „Sursunt
Corda“ flutti hann í gönguferð Vals-
manna á Lágafell 16. júlí 1911. Seinni
ræðuna flutti hann við vígslu fyrsta vall-
arins vestur á Melum, 7. ágúst 1911. Þá
ræðu nefndi hann „Fair Play“ og er hún
varðveitt í handriti hjá K. F. U. M. í Frið-
rikssafni. Þessar ræður eru grunnlög Vals
frá 1911.
Ritstjóra og ritstjórn Valsbókarinnar
má líkja við lítinn ferðahóp sem tyllir sér
á stein og lítur yfir farinn veg. Upphaf
ferðarinnar er á hreinu. Svo skiptir það
máli að segja ferðasöguna þannig að hún
upplýsi og fræði lesandann um vegferð
Vals. Mestu skiptir samt að bókin, í máli
og myndum, verði skemmtileg og að hún
örvi og hvetji Valsara til starfs og dáða
eins og grænt marsipan.
Eftir Þorstein Haraldsson
formann ritstjórnar
20
Valsblaðið 2010