Valsblaðið - 01.05.2010, Side 23

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 23
Starfið er margt arsins. Valur hirti allt sem í boði var. Þjálfarateymi var óbreytt frá fyrra tímabili, Freyr Alexandersson var aðal- þjálfari, Þórður Jensson aðstoðarþjálfari og liðstjóri Ragnheiður Ágústa Jónsdótt- ir. Olafur Pétursson sinnti markmanns- þjálfun og sjúkraþjálfari var Jóhannes Már Marteinsson. Hópurinn var að mestu óbreyttur frá fyrra ári. Af fastamönnum í liðinu sem vann titilinn 2009 var það einungis Sif Atladóttir sem hvarf á braut en hún gekk til liðs við FC Saarbrucken í Þýskalandi snemma árs 2010. Björk Gunnarsdóttir gekk til liðs við Val úr Stjörnunni og Málfríður Erna Sigurðardóttir sneri til- baka úr barnsburðarleyfi. Árið hófst á Reykjavíkurmóti sem vannst án þessa að Valur fengi á sig mark. 28-0 var markatalan í fjórum leikj- um Reykjavíkurmótsins. Lengjubikarinn hófst í lok mars og lauk í byrjun maí, sú keppni vannst í sjö leikum með marka- tölunni 21-4 og var þar með annar bikar ársins í höfn. Sjöunda maí léku Valsstúlkur svo við Breiðablik um titilinn Meistarar meistar- anna og höfðu sigur 4-0. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins og var það staðan í hálfleik. í síðari hálf- leik skoraði Katrín Jónsdóttir eitt mark og Dagný Brynjarsdóttir tvö. Frammistaða Valskvenna í VISA-bik- arnum var eins og í öllum öðrum keppn- um sumarsins, þær komu, sáu og sigr- uðu. Valur hóf leikinn á útivelli á móti Breiðablik í 16 liða úrslitum. Sá leikur var tvísýnn, Blikar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en í síðari hálfleik skoruðu þær Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sitt markið hvor og Valur komst áfram í 8. liða úrslit. Átta liða úrslit fólu í sér ferð í Árbæinn þar sem góður 2-0 sigur vannst. Þór/KA kom svo í heimsókn að Hlíðarenda í undanúrslit- um og vannst sá leikur 3-0. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði öll mörk leiksins á síðustu 20 mínútunum. Valur var þar með kominn í úrslitaleik VISA-bikarsins þriðja árið í röð. Bikarúrslitaleikurinn fór fram sunnudaginn 15. ágúst þar sem tæp- lega 1500 áhorfendur sáu Val sigra Stjörnuna 1-0. Leikurinn var tilþrifalít- ill, eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar á 12. mínútu. Það var samt nóg og 99. titill Vals var orðinn stað- reynd. Fyrsti leikur Islandsmótsins var á Asvöllum á móti Haukum og vannst sá leikur 5-0. Fyrsti heimaleikurinn var í 3. umferð þegar Fylkisstúlkur komu í heim- sókn og biðu lægri hlut 1-0. Valur tapaði fyrst stigi þegar Stjarnan kom að Hlíðarenda í 5. umferð og náðu jafntefli 1 -1. Annað jafntefli fylgdi í kjöl- farið í Frostaskjóli áður en sigurgangan hófst að nýju. í 12. umferð kom fyrsti og eini ósigur sumarsins í Árbænum á móti Fylki en það var minniháttar hindrun á glæsilegu sumri. í 16. umferð tryggðu Valsstúlkur sinn 5. íslandsmeistaratitil í röð með 8-1 sigri á Aftureldingu í Mos- fellsbæ. Tveim vikum síðar, þann 19. september, lyfti svo Katrín Jónsdóttir fyr- irliði 100. íslands- og bikarmeistaratitli Vals að Hlíðarenda að viðstöddum fjölda manns. Keppnistímabilinu 2010 lauk svo með þátttöku í Meistaradeild kvenna. Valur fór beint inn í 32-liða úrslit keppninnar og mætti þar sterku liði Rayo Vallecano. Fyrri leikur liðanna fór fram í Madrid í september og lauk honum með 3-0 sigri Spánverjanna. Það var því ljóst að það var við ramman reip að draga í seinni leiknum og fór svo að 13. október lauk Valur þátttöku í Meistaradeild kvenna með 1-1 jafntefli að Hlíðarenda. Var það eina keppnin sem Meistaraflokkur kvenna tók þátt í árið 2010 og vann ekki. Á uppskeruhátíð meistaraflokks kvenna hjá Val var hins vegar Hallbera Guðný Gísladóttir valin besti leikmaður- inn og Dagný Brynjarsdóttir efnilegust. Á lokahófi KSÍ var Dóra María Lárus- dóttir valinn besti leikmaður í Pepsi-deild kvenna á árinu og Dagný Brynjarsdóttir var valinn efnilegust. Freyr Alexandersson var valinn besti þjálfarinn og 7 leikmenn úr Val voru valdir í lið ársins: María Björg Ágústs- dóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Thelma Björk Einars- dóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Rakel Logadóttir. Frábær árangur hjá liðinu. Margar stelpur úr Valsliðinu léku með landsliðinu á árinu og nokkrar þeirra léku alla leikina eða flesta, þ.e. Katrín Jóns- dóttir, Dóra María Lárusdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Einnig léku Hluti meistaraflokks karla í knatt- spyrnu 2010. Efri röð frá vinstri: Atli Sveinn Pórarinsson, Ellert Finnbogi Ell- ertsson, Danni König, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Reynir Leósson, Kjartan Sturluson. Neðri röð frá vinstri: Hafþór Ægir Vilhjálmsson, lan Jeffs, Rúnar Sigurjónsson, Martin Pedersen, Haukur Páll Sigurðsson. Rakel Logadóttir, Thelma Björk Einars- dóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Mál- fríður Erna Sigurðardóttir og Kristín Ýr Bjamadóttir með landsliðinu á árinu, eða samtals 7 leikmenn úr liðinu sem verður að teljast frábær árangur. Við lok tímabilsins var það ljóst að Freyr Alexandersson þjálfari liðsins hafði þegið boð um að taka að sér aðstoðar- þjálfun meistaraflokks karla. Jafnframt hafði stjórn knattspymudeildar óskað eft- ir því við Frey að hann myndi gegna áfram hlutverki tæknilegs ráðgjáfa kvennamegin. Stjórn knattspyrnudeildar gekk svo frá ráðningu Gunnars Borg- þórssonar til meistaraflokks kvenna og tók hann til starfa í október. Litlar breyt- ingar hafa verið á hópnum í haust, Mos- fellingurinn Mist Edvardsdóttir gekk til liðs við Val úr KR. Einn fastaleikmaður hefur gengið úr Val en það er markmað- urinn María Björg Ágústsdóttir sem gekk til liðs við Örebro í Svíþjóð. Meistaraflokkur kvenna mætir sterkur til leiks næsta sumar með fullan hug á bæta enn í titlasafnið á afmælisárinu. Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.