Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 23
Starfið er margt
arsins. Valur hirti allt sem í boði var.
Þjálfarateymi var óbreytt frá fyrra
tímabili, Freyr Alexandersson var aðal-
þjálfari, Þórður Jensson aðstoðarþjálfari
og liðstjóri Ragnheiður Ágústa Jónsdótt-
ir. Olafur Pétursson sinnti markmanns-
þjálfun og sjúkraþjálfari var Jóhannes
Már Marteinsson.
Hópurinn var að mestu óbreyttur frá
fyrra ári. Af fastamönnum í liðinu sem
vann titilinn 2009 var það einungis Sif
Atladóttir sem hvarf á braut en hún gekk
til liðs við FC Saarbrucken í Þýskalandi
snemma árs 2010. Björk Gunnarsdóttir
gekk til liðs við Val úr Stjörnunni og
Málfríður Erna Sigurðardóttir sneri til-
baka úr barnsburðarleyfi.
Árið hófst á Reykjavíkurmóti sem
vannst án þessa að Valur fengi á sig
mark. 28-0 var markatalan í fjórum leikj-
um Reykjavíkurmótsins. Lengjubikarinn
hófst í lok mars og lauk í byrjun maí, sú
keppni vannst í sjö leikum með marka-
tölunni 21-4 og var þar með annar bikar
ársins í höfn.
Sjöunda maí léku Valsstúlkur svo við
Breiðablik um titilinn Meistarar meistar-
anna og höfðu sigur 4-0. Kristín Ýr
Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins
og var það staðan í hálfleik. í síðari hálf-
leik skoraði Katrín Jónsdóttir eitt mark
og Dagný Brynjarsdóttir tvö.
Frammistaða Valskvenna í VISA-bik-
arnum var eins og í öllum öðrum keppn-
um sumarsins, þær komu, sáu og sigr-
uðu. Valur hóf leikinn á útivelli á móti
Breiðablik í 16 liða úrslitum. Sá leikur
var tvísýnn, Blikar komust yfir undir lok
fyrri hálfleiks en í síðari hálfleik skoruðu
þær Björk Gunnarsdóttir og Dagný
Brynjarsdóttir sitt markið hvor og Valur
komst áfram í 8. liða úrslit. Átta liða
úrslit fólu í sér ferð í Árbæinn þar sem
góður 2-0 sigur vannst. Þór/KA kom svo
í heimsókn að Hlíðarenda í undanúrslit-
um og vannst sá leikur 3-0. Kristín Ýr
Bjarnadóttir skoraði öll mörk leiksins á
síðustu 20 mínútunum. Valur var þar með
kominn í úrslitaleik VISA-bikarsins
þriðja árið í röð. Bikarúrslitaleikurinn fór
fram sunnudaginn 15. ágúst þar sem tæp-
lega 1500 áhorfendur sáu Val sigra
Stjörnuna 1-0. Leikurinn var tilþrifalít-
ill, eina mark leiksins var sjálfsmark
Stjörnunnar á 12. mínútu. Það var samt
nóg og 99. titill Vals var orðinn stað-
reynd.
Fyrsti leikur Islandsmótsins var á
Asvöllum á móti Haukum og vannst sá
leikur 5-0. Fyrsti heimaleikurinn var í 3.
umferð þegar Fylkisstúlkur komu í heim-
sókn og biðu lægri hlut 1-0.
Valur tapaði fyrst stigi þegar Stjarnan
kom að Hlíðarenda í 5. umferð og náðu
jafntefli 1 -1. Annað jafntefli fylgdi í kjöl-
farið í Frostaskjóli áður en sigurgangan
hófst að nýju. í 12. umferð kom fyrsti og
eini ósigur sumarsins í Árbænum á móti
Fylki en það var minniháttar hindrun á
glæsilegu sumri. í 16. umferð tryggðu
Valsstúlkur sinn 5. íslandsmeistaratitil í
röð með 8-1 sigri á Aftureldingu í Mos-
fellsbæ. Tveim vikum síðar, þann 19.
september, lyfti svo Katrín Jónsdóttir fyr-
irliði 100. íslands- og bikarmeistaratitli
Vals að Hlíðarenda að viðstöddum fjölda
manns.
Keppnistímabilinu 2010 lauk svo með
þátttöku í Meistaradeild kvenna. Valur
fór beint inn í 32-liða úrslit keppninnar
og mætti þar sterku liði Rayo Vallecano.
Fyrri leikur liðanna fór fram í Madrid í
september og lauk honum með 3-0 sigri
Spánverjanna. Það var því ljóst að það
var við ramman reip að draga í seinni
leiknum og fór svo að 13. október lauk
Valur þátttöku í Meistaradeild kvenna
með 1-1 jafntefli að Hlíðarenda. Var það
eina keppnin sem Meistaraflokkur
kvenna tók þátt í árið 2010 og vann ekki.
Á uppskeruhátíð meistaraflokks
kvenna hjá Val var hins vegar Hallbera
Guðný Gísladóttir valin besti leikmaður-
inn og Dagný Brynjarsdóttir efnilegust.
Á lokahófi KSÍ var Dóra María Lárus-
dóttir valinn besti leikmaður í Pepsi-deild
kvenna á árinu og Dagný Brynjarsdóttir
var valinn efnilegust.
Freyr Alexandersson var valinn besti
þjálfarinn og 7 leikmenn úr Val voru
valdir í lið ársins: María Björg Ágústs-
dóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir,
Katrín Jónsdóttir, Thelma Björk Einars-
dóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera
Guðný Gísladóttir og Rakel Logadóttir.
Frábær árangur hjá liðinu.
Margar stelpur úr Valsliðinu léku með
landsliðinu á árinu og nokkrar þeirra léku
alla leikina eða flesta, þ.e. Katrín Jóns-
dóttir, Dóra María Lárusdóttir og
Dagný Brynjarsdóttir. Einnig léku
Hluti meistaraflokks karla í knatt-
spyrnu 2010. Efri röð frá vinstri: Atli
Sveinn Pórarinsson, Ellert Finnbogi Ell-
ertsson, Danni König, Baldur Ingimar
Aðalsteinsson, Reynir Leósson, Kjartan
Sturluson. Neðri röð frá vinstri: Hafþór
Ægir Vilhjálmsson, lan Jeffs, Rúnar
Sigurjónsson, Martin Pedersen, Haukur
Páll Sigurðsson.
Rakel Logadóttir, Thelma Björk Einars-
dóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Mál-
fríður Erna Sigurðardóttir og Kristín Ýr
Bjamadóttir með landsliðinu á árinu, eða
samtals 7 leikmenn úr liðinu sem verður
að teljast frábær árangur.
Við lok tímabilsins var það ljóst að
Freyr Alexandersson þjálfari liðsins hafði
þegið boð um að taka að sér aðstoðar-
þjálfun meistaraflokks karla. Jafnframt
hafði stjórn knattspymudeildar óskað eft-
ir því við Frey að hann myndi gegna
áfram hlutverki tæknilegs ráðgjáfa
kvennamegin. Stjórn knattspyrnudeildar
gekk svo frá ráðningu Gunnars Borg-
þórssonar til meistaraflokks kvenna og
tók hann til starfa í október. Litlar breyt-
ingar hafa verið á hópnum í haust, Mos-
fellingurinn Mist Edvardsdóttir gekk til
liðs við Val úr KR. Einn fastaleikmaður
hefur gengið úr Val en það er markmað-
urinn María Björg Ágústsdóttir sem gekk
til liðs við Örebro í Svíþjóð.
Meistaraflokkur kvenna mætir sterkur
til leiks næsta sumar með fullan hug á
bæta enn í titlasafnið á afmælisárinu.
Valsblaðið 2010