Valsblaðið - 01.05.2010, Side 24

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 24
Starfið er margt Umgjörð leikja var frábær eins og und- anfarin ár. Ekkert lið í efstu deild státar af jafn frábærri aðstöðu og Valur gerir, en þessari aðstöðu þarf að fylgja vösk sveit fólks sem stýrir umgjörð heimaleikja. Óhætt er að segja að heimaleikjaráð und- ir styrkri stjóm Jóns Höskuldssonar hafi staðið sig frábærlega og er það mikill fengur fyrir félagið að geta státað af slík- um hópi. Árangur á mótum meistaraflokki karla Árið 2010 hófst á Reykjavíkurmóti þar sem sigur gegn ÍR, jafntefli við Þrótt og KR og tap fyrir Víkingi skiluðu Val ekki upp úr riðlakeppninni. Góðir sigrar á Vrkingi, Fjölni, Selfoss og KA skiluðu Valsmönnum áfram í Lengjubikarnum. í undanúrslitum spilaði Valur við KR í Egilshöll og tapaðist leikurinn 0-3. KR vann síðan Breiðablik í úrslitum og unnu því Lengjubikarinn. Árið verður seint fært í sögubækurnar fyrir gott gengi meistaraflokks Vals karla. Einstaka leikir standa þó upp úr fyrir skemmtilega stemningu og góð úrslit og má þar sér- staklega nefna leik okkar við erkifjend- urna í KRí Frostaskjólinu. Leikurinn vannst 1 - 2, Baldur Ingimar kom okkur yfir á 10 mín. leiksins og jafnaði KR um miðjan fyrri hálfleik. Einn af betri leik- mönnum Vals á árinu Arnar Sveinn gerði sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark í seinni hálfleik þegar hann komst einn inn fyrir vörn KR og skilaði boltan- um í mark af miklu öryggi. Stemningin var einstök þetta kvöld og veðrið fallegt. Stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra og sungu „áfram Valur“ í Frostaskjólinu og um allan vesturbæinn þetta kvöld. Það virtist vera stígandi í liðinu og allt stefndi í gott sumar hjá Valsmönnum. Fyrstu þrír leikir íslandsmótsins fóru fram á okkar heimavelli, fyrst var það FH sem kom í heimsókn og virtist ieikur- inn ætla að vinnast. Staðan var 2-1 á 82. mín þegar FH ingar fengu heldur ódýra vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Vals- menn spiluðu vel í leiknum og var stemn- ingin góð á Hlíðarenda. Mörk Vals í Meistaraflokkur karla 2010 Eftir brokkgengt sumar 2009 var fenginn ungur og efnilegur þjálfari Gunnlaugur Jónsson til liðsins og stefnan tekin á uppbyggingu nýs liðs. Gunnlaug- ur kom frá Selfossi sem hann hafði leitt upp úr I. deildinni þá um sumarið. Hon- um til halds og trausts var fenginn James Bett sem Valsmönnum er góðu kunnur. Þeim til aðstoðar voru svo Kristján Finn- bogason sem sá um markmannsþjálfun og Friðrik Ellert Jónsson sem var sjúkra- þjálfari og Halldór Eyþórsson og Sævar Gunnleifsson liðsstjórar. Miklar mannabreytingar urðu einnig á liði meistaraflokks, og fóru margir reynslumiklir leikmenn frá félaginu en aðrir komu í staðinn. Frá Val fóru um haustið þeir Arnar Gunnlaugsson, Baldur Bett, Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Viðar Mete, Helgi Sigurðsson, Marel Baldvinsson og Pétur Georg Markan frá Val og síðar um veturinn gekk Bjarni Olafur Eiríksson til liðs við Stabæk í Noregi. Nokkrir leikmenn fóru svo að láni til annarra félaga allt sumarið eða hluta sumars. Haraldur Björnsson lék með Þrótti allt sumarið og þeir Guð- mundur Steinn Hafsteinsson og Einar Marteinsson léku með HK fyrri hluta sumars. Steinþór Gíslason lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og vonum við Valsmenn auðvitað að hann nái sér af þeim og snúi aftur að Hlíðarenda. Til liðs við Val gengu Stefán Jóhann Eggertsson og Rúnar Már Sigurjónsson frá HK, Haukur Páll Sigurðsson frá Þrótti og Jón Vilhelm Ákason frá ÍA. Þá fékk Valur til sín sterka leikmenn að utan, tveir danskir leikmenn gengu til liðs við Val, Danni König kom frá Brpnshpj og Martin Pedersen kom að láni frá Velje. Þá kom hinn skoski varnarmaður Gregg Ross frá Dunfermline. Á miðju leiktímabili fóru nokkrir leik- menn frá Val, Viktor Unnar Illugason gekk til liðs við Selfoss, Hafþór Ægir Vilhjálmsson til Grindavíkur og Danni König fór svo á miðju tímabili aftur til Brpnshdj sem varð til þess að með mjög stuttum fyrirvara fékk Valur til sín hinn írska Diarmuid 0‘Carroll sem var með lausan samning. leiknum skoruðu Danni König og Arnar Sveinn. í kjölfarið fylgdi jafnt- efli við ÍBV sem átti eftir að koma á óvart á tímabilinu og tap gegn Breiða- blik. Fyrsti útileikur sumarsins var suður með sjó þegar við heimsóttum Grindavík. Sigur vannst í leiknum 1 - 2 með mörkum frá Danni König og Jóni Vilhelm. Mánudaginn 31. maí komu Fylkismenn í heimsókn á Hlíð- arenda og var gestrisnin ekki mikil hjá Valsmönnum því leikurinn endaði 5-2 fyrir Val og því liðið á góðu skriði. Sigr- ar á KR og Selfossi gáfu stuðningsmönn- um draum um það að sumarið ætti eftir að enda vel og við gætum jafnvel séð fram á Evrópusæti ef svo héldi fram sem horfði. En við tók tímabil frá 23. júní - 16. ágúst þar sem ekki vannst leikur og á því tímabili féll Valur jafnframt úr Visa- bikarnum þegar iiðið tapaði fyrir Fram í 8. liða úrslitum. Valur hafði áður unnið Aftureldingu og Víking í Visa bikarnum. Mánudaginn 16. ágúst sótti Valur - Fylki heim og vannst vinnusigur í þeim leik þar sem góður varnaleikur og mark frá okkar sterka miðjumanni Hauki Páli tryggði okkur langþráðan sigur. Sigrar á Stjörnunni og Selfoss breyttu því ekki að gengið var ekki eins og vonast var eftir. Síðustu 3 leikir tímabilsins töpuðust og endaði Valur í 7. sæti Pepsi deildarinnar með 28 stig 16 stigum á eftir Breiðablik sem varð íslandsmeistari. Nýir þjálfarar í haust ákvað stjórn knattspyrnudeildar að nýta sér endurskoðunarákvæði í samn- ingi Gunnlaugs Jónssonar og hefur hann nú tekið við KA. Við Valsmenn viljum þakka honum fyrir góð störf, og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í sínu nýja hlutverki fyrir norðan. Við starfi hans tók Kristján Guð- mundsson, og Freyr Alexandersson fyrr- um þjálfari meistaraflokks kvenna var ráðinn honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari. Ljós var einnig að marg- ir leikmenn sem myndað hafa kjarna liðs- ins undanfarin ár voru að klára samninga sína og var ákveðið að yngja talsvert upp í hópnum. Því hafa talsverðar manna- breytingar orðið á meistaraflokki karla nú í haust, en jafnframt er það markmið stjórnar og þjálfara að slíkar breytingar verði með talsvert minni sniði næstu árin. Nú tekur við 100 ára afmælisár knatt- spyrnufélagsins Vals og öllum aðstand- endum sem og leikmönnum meistara- 24 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.