Valsblaðið - 01.05.2010, Page 25

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 25
flokks karla í knattspyrnu það Ijóst að mikil eftirvænting er hjá Valsmönnum öllum fyrir komandi sumri. Það er von okkar, að sá meðbyr sem við ætlum okk- ur að fá með afmælinu og hækkandi sól, skili sem flestum Valsmönnum á leiki liðsins og styrki enn frekar við þá umgjörð sem félagið á skilið. 2. flokkur kvenna Rakel Logadóttir leikmaður meistara- flokks kvenna annaðist áfram þjálfun 2. flokks kvenna síðasta tímabil og náði frá- bærum árangri á tímabilinu. Flokkurinn lék í A-deild íslandsmótsins og var árangur liðsins mjög góður en stelpurnar urðu annað árið í röð íslandsmeistarar, nokkuð örugglega. Þær fóru taplausar í gegnum mótið, unnu 10 leiki og gerðu 2 jafntefli og markatalan var glæsileg 53-14. Þær unnu Þær töpuðu fyrir KR í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar eftir vítaspyrnukeppni. Stelpurnar kom- ust í undanúrslit í Islandsmótinu innan- húss. í hópnum núna eru margar efnileg- ar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér. Nokkrar stúlkur úr hópnum hafa verið valdar í U17 landsliðshópinn og einnig í U19 landsliðshópinn, en athygli vekur að samtals hafa rúmlega 10 stelpur verið valdar í úrtakshópa fyrir yngri landslið íslands og á ekkert annað lið annan eins fjölda af efnilegum yngri leikmönnum þannig að framtíðin er svo sannarlega björt hjá félaginu ef vel er haldið á spil- unum. Rakel Logadóttir verður áfram aðalþjálfari liðsins. 2. flokkur karla Halldór Jón Sigurðsson (Donni) þjálfaði 2. flokk á síðasta tímabili og Matthías Guðmundsson leysti hann af tímabundið sl. sumar. í hópnum eru margir efnilegir strákar og lék liðið í A deild íslandsmóts- ins og endað að lokum í 4.-6. sæti deild- arinnar. Liðið stóð sig frábærlega í VISA bikarkeppninni og komst alla leið í und- anúrslit þar sem strákarnir gerðu jafntefli við FH en töpuðu síðan í vítaspyrnu- keppni. Nokkrir strákar í hópnum voru á árinu boðaðir í úrtaksæfingar með yngri landsliðum íslands. í október fþr Kol- beinn Kárason ásamt Arnari Svein Geirs- syni til Noregs í prufu hjá Brann. Þeir sneru báðir til baka en reynslunni ríkari. Halldór Jón Sigurðsson verður áfram þjálfari flokksins og miklar vonir eru bundnar við komandi tímabil þar sem Islandsmeistarar 2.flokks kvenna íknattspyrnu 2010. Efri röð frá vinstri. Rakel Logadóttir þjálfari, Telma Ólafssóttir, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, Helga Birna Jónsdóttir, Sceunn Sif Heiðarsdóttir, Bjarnheiður Sigurbergsdóttir, Birna Kolbrún Birgisdóttir, Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir, Guðrún Elín Jóhannsdóttir, Kristín Lovísa Lárusdóttir og Andrea Ýr Gústavsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Alexía Imsland, Þor- gerður Elva Magnúsdóttir , Guðlaug Rut Þórsdóttir, Þórdís María Aikman. Þórhildur Svava Einarsdóttir, Katrín Gylfadóttir, Svana Rún Hermannsdóttir, Heiða Dröfn Antonsdóttir og Eva Rut Eiríksdóttir. m.a. er lögð áhersla á aukin tengsl flokksins við meistaraflokk, en nokkrir leikmenn æfa einnig með meistaraflokki. Yngpi flokkar 8. flokkur 8. flokkur samanstendur af 3-5 ára krökkum sem æfðu tvisvar sinnum í viku. Flokkurinn er blandaður en þó hefðu mátt vera fleiri stelpur. Það voru í kringum 18-20 krakkar sem æfðu með 8. flokki þetta árið. Við tókum þátt í Bónus- móti Þróttar sem haldið var í Laugardaln- um í sumar og var þetta fyrsta mótið sem flestir fóru á. Það var því mikil spenna og gleði sem ríkti þegar þau fengu að keppa við önnur lið. Þarna lærðu krakk- arnir mikið og stóðu sig með stakri prýði. Hjá 8. flokki er áherslan á að kynnast boltanum og læra einföldustu reglur íþróttarinnar. Þarna læra þau einnig að vera í hópi og taka tillit til annarra. Það er mikið farið í leiki með og án bolta og auðvitað Iíka spilaður fótbolti. Krakkarn- ir sýndu miklar framfarir og það var gaman að þjálfa þau. Þjálfarar: Rakel Logadóttir og Birkir Örn Gylfason. 7. flokkur kvenna Flokkurinn í ár var fjölmennur og góður. Yfir vetrarmánuðina voru um 30 stelpur á æfingu þegar mest var og yfir sumarið mættu um 20-25 stelpur á flestar æfing- ar. Thelma og Begga Gná voru með flokkinn fram að sumri en um sumarið tók Lobba við, með henni var fyrst Sæunn Sif en Steinunn Sara tók við af henni og kláraði sumarið ásamt Lobbu. Flokkurinn fór á 4 mót yfir sumarið, Vísamót Þróttar þar sem að allir fóru heim sem sigurvegarar, Símamótið þar sem B og C lið höfnuðu í 1 -2. sæti, Pæjumótið, þar sem A liðið hafnaði í 2. sæti og B liðið í 4. sæti og eftir svona frammistöðu og líka frammistöðuna á mótunum á undan gátu sáttir þjálfarar ekki annað en stokkið út í á. í lok surnars fór flokkurinn á Fylkismót og var árang- urinn þar ekki síður góður og A liðið hampaði sigri þar. Árangurinn var frábær, stelpumar voru frábærar sem hópur og vom Val til sóma innan sem utan. Hópur- inn sýndi miklar framfarir á milli leikja og móta og var virkilega gaman að fylgj- ast með þeim. Barátta og leikgleði og mikil liðsheild einkenndi þennan hóp. Ég vil að lokum koma á framfæri þökkum til foreldra stelpnanna, ykkar starf er ekki síður mikilvægt og að hafa svona foreldra hóp í kringum sig er bara plús og þið eruð stelpunum ykkar til mikils sóma. Þjálfarar: Kristín Lovísa Lárusdóttir og Steinunn Sara Helgudóttir 7. flokkur karla Flokkurinn æfði 3 sinnum í viku í vetur. Á æfingu vom allt að 60 krakkar sem komu með skólarútunni eða var skutlað. 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.