Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 26

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 26
Strákarnir æfðu af miklu kappi og stóðu sig gífurlega vel í öllu sem var lagt fyrir þá. Það voru fjölmörg mót sem að flokkurinn tók þátt í. 3 mót fyrir áramót ásamt því að spila nokkra æfingarleiki og strákarnir stóðu sig vel. Eftir áramót var nóg um að vera og mótin mörg ásamt æfingarleikjum. Farið var á mót í Keflavík þar sem flokk- urinn var með fjögur lið og árangurinn þar frábær! Um sumarið var svo farið á Norðurálsmótið á Akranesi þar sem flokkurinn sendi sex lið til þátttöku. Mót- ið var gífurlega skemmtilegt og strákarn- ir höfðu mjög gaman af. Fjögur af sex liðum flokksins fóru í A-úrslit og stóðu sig frábærlega og voru að margra mati prúðasta liðið á mótinu. I lok sumars var svo spilaður stærsti leikur ársins á Hlíð- arenda. Þar mættust strákarnir og foreldr- ar þeirra. Þetta var svakalegur leikur og það þarf varla að taka það fram, að strák- arnir unnu foreldra sannfærandi og sýndu mjög flotta takta. Við þjálfarar þökkum fyrir skemmtilegt ár og sérstakar þakkir fá foreldrar fyrir sína þátttöku í starfinu í kringum drengina. Þjálfarar: Igor Bjarni Kostic og Birkir Örn Gylfason. 6. flokkur kvenna Tímabilið byrjaði 2009 og þá var flokk- urinn svolítið fámennur. Aðeins 16 stelp- ur voru skráðar. Við fórum með 2 lið á haustmót og Reykjavíkurmót og stóðu bæði lið sig mjög vel. Eitthvað dróst úr fjöldanum eftir áramót og í mars/apríl voru aðeins um 10 stelpur að mæta á æfingar. Þær sem voru duglegar að mæta á hverja æfingu bættu sig mjög mikið. Við tókum þátt í Skallagrímsmótinu og náðum góðum árangri í báðum liðum og mátti sjá mikla bætingu í liðinu. Það var svo um mitt sumar þegar 10 nýjar stelpur byrjuðu að æfa fótbolta og margar af þeim höfðu aldrei æft áður og nokkrar byrjuðu aftur. Þá fjölgaði aldeilis á æfingum og helgur betur bættist í fjörið. Við fórum því með rúmlega 20 stelpur á Símamótið og Pæjumótið á Siglufirði. Mikil gleði var við völd á Siglufirði og var mæting foreldra til fyrirmyndar. Flokkurinn naut mikils stuðnings foreldr- anna og viljum við þjálfarar þakka þeim gott samstarf. Það var svo í lok sumars eða seinustu helgina í ágúst sem við tók- um þátt í Fossvogmóti HK og þar topp- aði liðið árangur sumarsins og fóru bæði A og C lið á kostum. Svo voru nokkrir snillingar sendir í knattraksþrautir og að sýna aðrar listir og unnu sér inn 2 ísveisl- ur. Við enduðum sumarið á foreldrabolta og pizzu- og ísveislu þar sem leikmenn sýndu foreldrunum í tvo heimana og fengu sér svo pizzur og ís í verðlaun. Flokkurinn stækkaði þegar leið á sum- arið og allir leikmenn tóku miklum fram- förum. Við tökum á móti næstu verkefn- um með bros á vör og stóru Valshjarta sem slær í takt við þennan frábæra árangur. Þjálfarar: Kristín Ýr Bjarnadóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. 6. flokkur karla Keppnistímabili hjá 6. fl. var að mörgu leyti öðruvísi en undanfarin tímabil. í upphafi voru um 40 strákar skráðir í flokkinn en þeim átti eftir að fjölga til muna og verða stærsti hópur sem stund- að hefur íþróttina hjá félaginu frá upphafi - því þeir urðu um 70. Slík fjölgun hefur í för með sér að æfingaaðstaða þarf að vera talsvert önnur en hjá flokki sem tel- ur um 20. Við þessum nýju aðstæðum þurfti og þarf félagið að bregðast ef félagið ætlar að sinna þessum hópi sem skyldi. Þessi mikla fjölgun leiddi til þess að félagið sendi fjölmennasta hóp sem það hefur nokkur sinni sent á mót til þessa. Valur var með 6 lið á Shellmótinu í Eyjum árið 2010. Megin markmið flokksins að þessu sinni voru: • Að auka grunntækni • Að auka áhuga á íþróttinni • Að leggja áherslu á ögun bæði innan sem utan vallar - því að það að taka þátt í íþróttum krefst ákveðnar ögunar. Þessi markmið náðust að einhverju leyti - en sérstaklega er ánægjulegt að minn- ast þess að hópurinn vann Prúðmennsku- verðlaunin á Shellmótinu fyrir góða frammistöðu utan sem innan vallar og er það gott til þess að vita. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum í vor og sumar og var árangurinn að vissu marki ásættan- legur en að öðru leyti ekki. En gott starf í flokki krefst meira en að hafa þjálfara, iðkendur, nokkrar bolta, keilur og vesti og skipulegar æfingar-jú það krefst þess að foreldrar/forráðamenn standi fast að baki iðkendum, félaginu og þjálfaranum., Við þjálfararnir viljum nota þetta tækifærið til að þakka öllum þeim foreldrum/forráðamönnum sem komu að starfi flokksins kærlega fyrir þeirra fram- lag. Sérstaklega viljum við nefna eitt nafn í þessu sambandi en það er Elfur Sif. Við strákana segjum við „ strákar haldið áfram að æfa“. Þjálfarar: Agnar Kristinsson, Hallur Asgeir Kristjánsson, Breki Bjarnason og Valdimar Arnason 5. flokkur kvenna 5. flokkur kvenna þetta árið samanstóð af 28 frábærum stelpum. Strax frá upphafi var lögð rík árhersla á að virkja félags- andann í hópnum og mynda sterka liðs- heild. Stelpurnar tóku þátt í æfingaleikj- um ásamt félagslegum verkefnum á vetramánuðunum sem skilaði sér í góðri frammistöðu í mótum ársins. Öll lið flokksins stóðu sig mjög vel og var verð- launasæti tryggt á öllum mótum ársins. Öll liðin komust að lokum í úrslitakeppni íslandsmótsins þar sem A og B-lið lentu í öðru sæti, C-lið i þriðja sæti og D-liðið varð íslandsmeistari. Stelpurnar tóku miklurn framförum ekki einnungis í knattspyrnu heldur þroskuðust vel og lærðu það hvernig það er að vera hluti af hópi og koma vel fram hver við aðra. Hvert sem stelpurnar komu voru þær Val til sóma jafnt innan vallar sem utan. Öfl- ugt foreldrastarf er gríðarlega mikilvægt ef vel á ganga og viljum þjálfarar koma fram þökkum til foreldra og foreldraráðs fyrir framúrskarandi starf í kringum flokkinn. Kærar þakkir bæði foreldrar og stelpur fyrir frábært tímabil. Þjálfarar: Margrét Magnúsdóttir, Krist- 26 Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.