Valsblaðið - 01.05.2010, Side 36

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 36
og höfðu ekki trú á Valsliðinu eftir mikl- ar breytingar í leikmannahópnum og ekki síst með ungan óreyndan þjálfara við stjórn. „Ég ætlaði að nýta tækifærið til að sanna mig sem þjálfari og það veitti mér aukinn kraft hversu fjölmiðlar töluðu ítrekað um að nú væri komið að því að önnur lið næðu að gera góða hluti í kvennaboltanum og rætt var um að 2009 yrði ár Breiðabliks en þær höfðu styrkt sig verulega fyrir tímabilið. Það voru ekki miklar væntingar í fjölmiðlum um að reynslulaus 27 ára þjálfari gæti fetað í fótspor Elísabet hjá stórveldinu Val með gjörbreyttan leikmannahóp. Það hafði í raun enginn trú á mér og þar af leiðandi ekki á liðinu og ég notaði mér þetta sem innblástur allt tímabilið. Ég klippti t.d. alla umfjöllun úr blöðum og geymdi hana, en þar var allt á sama veg, Breiða- blik myndi taka titlana, Valur gæti ekki spilað sókn og þjálfarinn væri ekki starf- inu vaxinn. Ég notaði þessar úrklippur til að halda okkur á tánum allt tímabilið, síðast í bikarúrslitaleiknum á móti Breiðablik. Þegar stelpurnar gengu inn í klefann fyrir leik var hann þakinn slag- orðum um að þetta yrði ár Breiðabliks og það var nóg til að kveikja í mannskapn- um. Ég er rosalega ánægður með það tímabil en vitaskuld þurfti að breyta ýmsu í leikskipulagi með nýjum leik- mönnum, og það var einnig ánægjulegt að sjá ýmsa leikmenn blómstra á tíma- bilinu, t.d. Kristínu Ýr sem varð marka- hæst í deildinni en margir voru búnir að afskrifa hana eftir erfið meiðsli. Hallbera Guðný eignaðist nýtt líf þetta tímabil og Rakel Logadóttir einnig með nýjum leik- aðferðum og einnig stigu ýmsir ungir leikmenn upp. Þetta tímabil unnum við alla stóru titla sem voru í boði en okkur tókst samt að klúðra deildarbikarnum eft- ir vítaspyrnukeppni við Stjörnuna. fslandsmótið árið 2009 var reyndar eitt skemmtilegasta íslandsmót í langan tíma þar sem mörg lið voru vel mönnuð og spenna hélst í mótinu allt til loka, t.d. komu Þór/KA, Stjarnan og Fylkir sterk til leiks og auðvitað Breiðablik sem við vissum að yrði aðalkeppinautur okkar um titilinn. Þegar við t.d. töpuðum fyrir Breiðablik snemma móts á heimavelli 2-3 þá spáðu flestir því að liðið myndi ekki höndla spennuna og ekki síst ungi óreyndi þjálfarinn. Ég vil meina að við höfum unnið rosalega vel úr þeim leik, notuðum mótlætið til að styrkja okkur, fórum ekkert að grenja yfir tapinu, fórum vel yfir hvað hefði farið úrskeiðis og nýttum þennan leik til að styrkja okkur, héldum haus og töpuðum ekki trúnni á ■ okkur,“ segir Freyr ákveðið og einbeittur. Draumatímabil 2010 hjá stelpunum „Á síðasta tímabili náðum við enn betri árangri og unnum alla titlana sem voru í boði og hópurinn var einstakur. Það hjálp- aði mikið til á undirbúningstímabilinu að fara í æfingaferð til útlanda en ferðin hristi hópinn saman en síðan lentum við í því áfalli að missa Sif Atladóttur, en eftir á að hyggja þá þjappaði það hópnum enn frekar saman. Stelpurnar eru einstaklega einbeittar í að ná árangri og vilja njóta þess saman að vera í fótbolta og taka verkefnið af fullri alvöru. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að stelpurnar gefi af sér til samherja, stuðningsmanna og klúbbsins í heild og eins koma þær því skýrt á framfæri að þær eru þakklátar fyr- ir það sem þær hafa hjá félaginu, þ.e. aðstöðu, umgjörð og allan stuðning. Um leið eru stelpurnar kröfuharðar til sín, til þjálfara og til félagsins og leikmennirnir vilja fá jákvæða strauma til baka frá félaginu sem þær hafa svo sannarlega fengið. Ég legg mikið upp úr einstak- lingsæfingum og einstaklingsmarkmiðum og ræði mikið um það sem við viljum bæta. Stelpurnar eru líka miklir vinir utan vallar til að eiga góðar stundir saman og makarnir eru orðnir góðir vinir með sér- stakan makaklúbb og þær fá góðan stuðn- ing að heiman en án hans er mjög erfitt að ná toppárangri. Umgjörðin er heilt yfir framúrskarandi. Það eina sem olli mér vonbrigðum var að detta út í 32 liða úrslitum úr Evrópukeppninni gegn spænsku meisturunum. Liðið er reyndar frábært og nær yfirleitt mjög góðum árangri á heimavelli en þar töpuðum við 3-0 og þar tek ég á mig þau mistök að hafa leikskipulagið of vamarsinnað en liðið var ekki tilbúið í þennan þétta varn- arleik. Það var mjög svekkjandi að detta út en metnaðurinn í liðinu var klárlega til staðar að fara áfram en það koma ný tæki- færi og liðið er reynslunni ríkari," segir Freyr. Skil sáttur og pakklátur við kvenualiðið „Ég skil mjög sáttur við kvennaliðið, er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan tíma, fyrir að hafa kynnst þessum frá- bæru íþróttamönnum en það eru fáir í karlafótboltaheiminum sem átta sig á gæðunum í þessum íþróttamönnum, hversu metnaðarfullar og skipulagðar stelpurnar eru og hversu mikið þær leggja á sig til að ná árangri. Mér finnst reyndar of margir í karlaboltanum ekki bera nægilega virðingu fyrir kvennabolt- anum. Ég fullyrði að ég hefði ekki getað byrjað feril minn í meistaraflokki betur en að þjálfa meistaraflokk kvenna í Val og mun þetta verða mér ómetanleg reynsla sem fylgir mér, en ég stefni að því að starfa eins lengi og ég get við þjálfun. Ég er búinn að þjálfa topp íþróttamenn sem gera miklar kröfur, taka þátt í Evrópukeppni nokkrum sinnum, hef verið með unga og efnilega leikmenn hjá félagi sem gerir miklar kröfur um árangur," segir Freyr brosandi. „Ég tel mjög raunhæft að Valsstelpurn- ar haldi áfram á sömu braut á næsta ári með nýjan þjálfara en það er Ijóst að mörg önnur lið verða sterk, t.d. Stjarnan og væntanlega kemur ÍBV sterkt inn aft- ur og Breiðablik verður sterkt eins og vanalega. Kvennadeildin verður vonandi jöfn og spennandi, en ég spái því að 6 lið verði í efri helmingnum og 4 í þeim neðri og okkar lið verður í fremstu röð þótt óraunhæft sé að ætla að liðið vinni alla titla, en ef við vinnum þessa stóru þá erum við sátt,“ segir Freyr og glottir. Nýtt og spennandi uppbyggingarstarf að Hliðarenda Freyr hefur nú tekið við starfi aðstoðar- þjálfara meistaraflokks karla í knatt- spyrnu hjá Val og ýmsum öðrum verkefn- um hjá félaginu. „Ég tel að þetta sé rök- rétt skref hjá mér í þjálfaraferlinum og var ánægður þegar mér bauðst að starfa við meistaraflokk karla Núna verð ég nánast í 100% starfi sem þjálfari hjá Val og er það draumastaða. Ég sleppi ekki 36 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.