Valsblaðið - 01.05.2010, Page 37

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 37
Kjartan Orri Sigurðsson, Freyr og Guðlaugur Jónsson fylgjast með einum af skemmtilegustu leikjum sumarsins íyngri flokkunum. hendinni strax af kvennaboltanum, verð tæknilegur ráðgjafi fyrir Gunnar Borg- þórsson þjálfara til að hann komist inni í það mynstur sem er hjá félaginu og hefur hann aðgang að öllum mínum þjálfunar- gögnum frá því að ég byrjaði og hann getur nýtt sér það eins og hann vill. Svo er ég honum innan handar með leikmenn og er einnig innan handar með þjálfurum 2. og 3. flokks til að móta þá leikmenn sem eru að koma upp. Síðan er ég með í stefnumótun karla- og kvennamegin í 2. og 3. flokki í tengslum við afreksstefnu félags ásamt meistaraflokksþjálfurunum, Gunnari og Kristjáni Guðmundssyni. Ég sé um að koma hugmyndafræði afreks- stefnunnar til skila og aðstoða þjálfarana eftir þörfum. Karlamegin er það hlutverk mitt að koma reglu á ýmislegt í starfinu, bæði hjá meistaraflokknum og 2. og 3. flokki og þar mun ég m.a. byggja á því staifi sem verið hefur hjá Val í kvennafót- boltanum, t.d. samkennd, vinnusemi og dugnaður á æfingum og að strákamir gefi meira af sér til félagsins. Svo verð ég aðstoðarþjálfari Kristjáns hjá meistara- flokki karla og sé um stóran þátt af ein- staklingsþjálfuninni fyrir utan almenna vinnu með flokkinn.Ég er mjög ánægður með fyrstu kynni mín af strákunum í meistaraflokknum og þeir eru tilbúnir að æfa meira og skipulegar og að liðið gefi meira af sér til félagsins. Markmiðið er að skapa meiri liðsheild karlamegin en verið hefur,“ segir Freyr ákveðið. Þolinmæði og vinnusemi nauðsynleg karlamegin „Ég finn traust hjá félaginu en ég hefði ekki farið í þetta starf sem aðstoðarþjálf- ari nema til þess að hafa mikið að segja og koma skoðunum mínum á framfæri. Við Kristján erum mjög ólíkir en sam- starf okkar fer mjög vel af stað og ég vonast til að við getum nýtt kosti hvors annars til að byggja upp nýtt iið að Hlíð- arenda fyrir næsta tímabil. Vinna þarf að markvissri uppbyggingu hjá karlaliðinu, það þarf að sanna sig aftur meðal þeirra bestu. Uppbygging er víðtækt orð, en það þýðir ekki endilega að Valur eigi að vera með 11 uppalda Valsara, heidur þurfum Freyr með Lárusi Ógumudssyni föður Dríru Maríu á góðri stund á herrakvöldi Vals 2010. við að byggja upp ákveðinn æfingafasa til þess að hægt sé að ætlast til að leik- menn nái árangri og liðið þarf að setja sér raunhæf markmið. Auðvitað setur lið- ið sér háleit markmið þótt ekki sé raun- hæft að gera strax ráð fyrir titlum, þótt það geti vissulega gerst. Fyrst þarf að búa til ákveðið umhverfi og liðsheild og á næstu árum getum við gert kröfu um titla. Mikilvægast árið 2011 er að Valur geti teflt fram góðu fótboltaliði sem iegg- ur sig fram og spilar fallegan fótbolta sem nær eins góðum árangri og hægt er þá þarf allt að haldast í hendur, allt frá þjálfurum, leikmönnum, stjómin þarf að vera þolinmóð, gefa af sér og vera sýni- leg og stuðningsmenn þurfa að fara að stíga upp og hjálpa upp við að gera þenn- an frábæra heimvöll að raunverulegri heimavallagryfju. Leikmenn hafa nefnt að þeir upplifi ekki heimavöllinn sem heimavöll. Hinn almenni Valsari þarf að láta heyra í sér f stúkunni og vera hvetj- andi og síðan þarf liðið einfaldlega að fara að vinna fleiri heimaleiki, þá ætti að vera auðvelt að fylla stúkuna í hverri umferð,“ segir Freyr einlægur að vanda. Betri tengsl við stuðningsmenn og „Ég vil skora á stuðningsmenn að mæta á völlinn og sýna svolitla þolinmæði og líta á það jákvæða sem er í gangi og hætta að hugsa um fortíðina, sérstaklega síðustu tvö ár, iíta fram á veginn og gefa af sér til leikmanna. Ég vil efla tengsl leikmanna við stuðningsmenn og vil að almennir Valsarar geti skyggnst inn í starfið. Strákarnir þurfa líka að verða sýnilegri í félaginu, t.d. þegar handbolta- liðin og körfuboltaliðin okkar eru að spila mikilvæga leiki. Að sjálfsögðu þurfa leikmenn að vera sýnilegri í yngri flokkunum þannig að ungu iðkendumir fái að kynnast fyrirmyndunum sínum svipað og við höfum verið að gera í kvennafótboitanum þar sem stelpurnar eru miklar fyrirmyndir yngri iðkenda og hafa gefið sér tíma í slfkt. Nú er tíminn til að horfa fram á veginn með jákvæðni og vinnusemi að Ieiðarljósi,“ segir Freyr sannfærandi. Þórður Jensson og Freyr með Islandsmeistarabikarinn 2009. Starfið í kvennaflokkum Vals í fremstu röð í heiminum „Ég tel að yngri flokka starfið í kvenna- fótboltanum hjá Val hafi undanfarin ár verið í fremstu röð í heiminum, ekki bara í Evrópu og þjáifunin sem stelpurnar okkar hafa fengið hefur verið í fremstu röð og við erum einnig að uppskera ríku- lega. Sem dæmi má nefna þá unnu stelp- urnar í 3. flokki öruggan sigur á sterku móti í Danmörku í sumar, Dana Cup. Á hverju einasta ári erum við að fá tilbúna leikmenn úr yngri flokkunum upp í meistaraflokk, t.d. Dagnýju Brynjarsdótt- ur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu beint úr yngri flokkunum inn í lið- ið hjá okkur og um leið í landsliðið. Það er ágætt að það komi fram að fyrir ungar stelpur í Val tekur iengri tíma að komast inn í aðalliðið en hjá öðrum liðum af því að gæðin þar eru meiri en almennt geng- ur og gerist en ef stelpurnar sýna þolin- mæði, vinnusemi og læra af þeim sem eru fyrir þá eru þær líka tilbúnar þegar þær komast í liðið og ná strax árangri. Aðalatriðið er að þær séu þolinmóðar og tilbúnar þegar tækifærið kemur. Framtíð- arsýnin er að fá a.m.k. tvo hágæða leik- menn í aðalliðið árlega úr yngri flokkun- um,“ segir Freyr ákveðið. Valsblaðið þakkar Frey fyrir að veita lesendum innsýn í hugarheim þjálfarans en það er Ijóst að hann gerir miklar kröf- ur til sín og einnig eru miklar væntingar bundnar við starf hans hjá félaginu og að lokum óskar Valsblaðið honum velfam- aðar í störfum sínum. Valsblaðið 2010 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.