Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 40
Nám: Útskrifast um jólin af íþróttabraut
úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Kærasti: Omar Páll Sigurbjartsson.
Hvað ætlar þú að verða: Draumurinn er
að komast út í atvinnumennsku en eftir
það stefni ég á íþróttakennarann og þjálf-
un.
Af hverju Valur: Fannst það mest
spennandi liðið og með bestu þjálfarana
þegar ég skipti yfir 2007.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í fót-
bolta: Var í KFR (Knattspyrnufélagi
Rangæinga) upp alla yngri flokkana og
skipti svo yfir í Val þegar ég var á eldra
ári í 3. flokki.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Nei
það held ég ekki, pabbi er samt harður
valsari.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
fótboltanum: Ég held ég gæti ekki beðið
um betri stuðning. Þau voru mjög dugleg
að skutlast með mig á Hvolsvöll eða út í
iþrótthús þegar ég var í KFR, komu svo á
öll mót. Fyrsta árið mitt í Val var ég ekki
með bílpróf svo þau keyrðu mig frá Hellu
og til Reykjavíkur 4-5 sinnum í viku. í
dag koma þau á eins marga leiki og þau
geta.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Vinna
alla titlana aftur og komast lengra í Evr-
ópukeppninni.
Af hverju fótbolti: Besti vinur minn
æfði fótbolta og ég var alltaf með honum
og pabba hans úti í fótbolta á milli snúru-
stauranna í garðinum hjá honum. Einn
daginn þurftum við að hætta því hann var
að fara á æfingu, það kom aftur upp 2
dögum seinna og þá fékk ég að fara með
honum og hef æft síðan þá. Æfði samt
líka körfubolta og frjálsar en þurfti að
hætta í körfunni eftir 10. bekk til að taka
fótboltann af alvöru. Fannst smá leiðin-
legt að hætta í körfunni þó að fótboltinn
hafi alltaf verið skemmtilegastur.
Framtíðarfólk
Dreymir um
atvinnumennsku
Dagný Brynjarsdóttir er 19 ára og leikur
fótbolta með meistaraflokhi kvenna
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Var mjög nálægt því að setja Islandsmet í
800m hlaupi þegar ég var 11-12 ára,
hætti áður en mér tókst það. Átti einnig
að fara á landsliðsæfingu í körfubolta
þegar ég var 15 ára en fór ekki því ég
vissi að ég var að fara að hætta. Á tvo
leiki í bikarnum með meistaraflokki
Heklu (liðið á Hellu).
Hvernig var síðasta tímabil: Æðislegt.
Held að það sé ekki hægt að biðja um
betra sumar. Hefði samt verið gaman að
komast áfram í 16 liða úrslitin í Evrópu-
keppninni.
Vinnið þið aftur alla titla á næsta tíma-
bili: Vonandi, það er allavega stefnan.
Besti stuðningsmaðurinn: Siggi Már og
félagarnir 3 sem mæta á alla leiki með
okkur.
Skemmtilegustu mistök: Að geta ekki
unnið pabba minn í badminton.
Erfiðustu samherjarnir: Dóra María og
Fríða.
Erfiðustu mótherjarnir: Stjarnan í sum-
ar.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Freyr
Alexandersson.
Fyndnasta atvik: Þegar við í Val vorum
í Evrópukeppninni í Færeyjum 2007, við
gistum þar í mjög draugalegum skóla.
Seinustu nóttina var Hallbera í górillu-
búningi og tók mig og Andreu með sér
og við fórum og vöktum Freysa. Hef
sjaldan heyrt gaur öskra jafn mikið. Það
munaði líka litlu að Hallbera yrði barin.
Stærsta stundin: Þegar ég spilaði fyrsta
leikinn minn á Laugardalsvelli með A-
landsliðinu.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Kata fyrirliði.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Eddi.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót-
bolta hjá Val: Þeir eru virkilega góðir
stelpumegin en hef ekki fylgst nógu vel
með strákunum.
Hvað lýsir þínum húmor best: Mjög
einfaldur, hlæ bara að flestu held ég.
Mottó:Winners never quit and quitters
never win.
Leyndasti draumur: Komast í atvinnu-
mannadeildina í Bandaríkjunum.
Við hvaða aðstæður líður þér best: Að
leika mér á fótboltavellinum heima á
Hellu með vinum mínum.
Hvaða setningu notarðu oftast: Þú
veist... og fattaru.
Skemmtilegustu gallarnir: Hvað ég get
verið mikil ljóska.
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: hmm kannski, égelska þig.
Fullkomið laugardagskvöld: Heima á
Hellu í góðu veðri með fjölskyldunni.
Fyrirmynd þín í fótbolta: Abby Wam-
bach er mjög góð en svo er C. Ronaldo
algjört uppáhald.
Landsliðsdraumar þínir: Að ná föstu
sæti í byrjunarliðinu.
Besta bíómynd: Lion King, Toy- Story
og Hitch.
Besta bók: Harry Potter bækurnar.
Besta lag: Hear You Me með Jimmy Eat
World.
Uppáhaldsfélag 1 í enska boltanum:
West Ham en samt Arsenal í stóru keppn-
unum sem West Ham kemst aldrei í.
Uppáhalds erlenda fótboltafélagið:
Real Madrid.
Eftir hverju sérðu mest: Sé mest eftir
fjórum 5um sem ég fékk á fyrsta árinu
mínu í framhaldsskóla. Finnst frekar leið-
inlegt að hafa þær þarna núna en mér var
nákvæmlega sama þá.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Gunni: Þjálfaði mig í Fjölbrautaskóla
Suðurlands.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Alveg frábær bara, klefinn okkar
hefði samt alveg mátt vera aðeins stærri.
Hvað finnst þér að eigi að gera til að
halda upp á 100 ára afmæii Vals 2011:
Bara halda suddalega veislu.
40
Valsblaðið 2010