Valsblaðið - 01.05.2010, Page 45

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 45
væru bara atvinnumenn í liðinu. Nú tala ég fyrir hönd kvennaflokksins þar sem ég veit ekki hvernig samningamálin eru karlamegin. En þeir ættu að taka okkur stúlkurnar til fyrirmyndar þegar kemur að ... tja öllu en sérstaklega félagslegum verkefnum. Ég hef reyndar mikla trú á að Freysi komi sterkur þar inn.“ Hefitr þú stundað aðrar íþróttagreinar en fótbolta? „Ég er fyrrverandi landsliðs- kona í borðtennis og spilaði tvenndarleik með Guðmundi Stephensen þegar ég var upp á mitt besta, við skulum hafa það alveg á hreinu. Og ég tel að borðtennis- grunnurinn hafi hjálpað mikið við upp- byggingu á þeirri gríðarlegu tækni sem ég bý yfir í dag. Annars átti ég mér aldrei neinar meðvitaðar fyrirmyndir. En mér fannst reyndar Laufey Ólafsdóttir alltaf eina stelpan sem var eitthvað vit í þegar ég var yngri því hún lék líka alltaf bara við stráka eins og ég. Ég byrjaði mjög ung að leika mér í fótbolta og það að vera meðtekin í vinahópi bróður míns á þeim tíma vegna fótboltahæfileika varð til þess að ég vissi þá að ég var búin að finna eitthvað sem kom mér áfram, gaf mér tækifæri og ég var góð í því. Ég valdi Val af því að fyrst Laufey Ólafs- dóttir gat spilað með stelpum þá hlaut að vera einhver von. Ég ætlaði að hætta í fótbolta þegar ég náði ekki lengur að halda í við strákana því mér fannst stelp- ur glataðar í öllu. Skildi í raun aldrei af hverju ég fæddist ekki bara strákur en sé í dag að guð ætlaði mér stærri hluti en það.“ Þrálát meiðsli Fyrir nokkrum árum lenti Kristín í þrálát- um meiðslum sem höfðu mikil áhrif en það hvarfl- aði aldrei á þessu tímabili að gefast upp og hætta að æfa fótbolta. Hún segir að hægt sé að útskýra þessi meiðsli sem röð óhappa. „Ég byrjaði á því að fara í aðgerð á ristinni í lok tímabils 2004 og bataferlið gekk mjög illa og ég var mjög óþolinmóð og vitlaus og byrjaði of snemma aftur og aftur. Eftir að ég gat loksins byrjað að æfa aftur í maí 2005 var ég búin að æfa í 3 vikur þegar ég lenti í bílslysi sem olli bakmeiðslum. Og ég gerði þrotlausar til- raunir til að byrja aftur 2005 og 2006, án árangurs og það endaði með því að ég fékk blóðtappa í maí 2007 og var frá út tímabilið. 2008 byrjaði nú ekki vel en ég meiddist á ristinni sem ég fór í aðgerðina og gat ekki byrjað að æfa almennilega fyrr en um mitt sumar. En ég náði í fyrsta skipti í 3 ár að æfa heilt tímabil en það hvarflaði aldrei að mér að hætta. En ég þroskaðist mjög á þessum tíma og upp- götvaði hversu tómlegt lífið er án fót- bolta.“ Draumaafmælisveisla Vals Hvernig myndir þú helst vilja halda upp á aldarafinœli Vals á nœsta ári ef þú fengir að ráða? „Ég og Stebbi Hilmars. að syngja saman Valslög á risa-útisviði á Vodafonevellinum og allir í Reykjavík klæðast Valsfötum og Hlíðarendi troðinn af Valsunnendum. Tveggja hæða útsýnis- strætóar koma keyrandi með stelpurnar í meistaraflokki kvenna að svæðinu, allir hylla þær og henda rósum í þær (og Freysa, Dodda, Orra og Óla) og maka- klúbburinn í næstu rútu og meistara- flokkur kvenna í handboltanum líka og Óskar Bjami. All- ir eru á Valssvæðinu og Jose Mourinho mætir í Lollastúkuna og vinkar mér í við- laginu á Valsmenn léttir í lund. Svo hendi ég míkrafónin- um í Stebba og leyfi Sálinni að halda ball og á leiðinni niður af sviðinu gefur Óli Stefáns mér fimmu og segir „Kristín, djöfull ertu góð söngkona". Og það byrja allir að syngja - Það geta ekki allir verið gordjess! - Akkúrat svona myndi ég halda upp á aldarafmælið ef ég mætti ráða.“ Heilrœði frá Kristínu Ýr til ungra iðk- enda í íþróttum. „Æfa betur og leggja enn meira á sig en næsti maður. Hvíld og matur er mikilvægt. Alltaf spila fyrir lið- ið, ekki fyrir þig.“ Valsblaðið þakkar Kristínu Ýr Bjarna- dóttur fyrir hressilegt viðtal og á henni er að heyra að hún ætli að leika lengi áfram með Valsliðinu í knattspymu og dreymir jafnframt um að fá að leika meira með landsliðinu. Hún á eflaust eftir að ilja stuðningsmönnum áfram um hjartarætur með krafti sínum og markaskorun í öll- um regnbogans litum. Valsblaðið óskar Kristínu og félögum hennar alls hins besta á komandi keppnistímabili. Kristín Ýr skorar eitt affjölmörgum mörkum sumarsins, en hún hefur fengið gullskóinn tvö síðustu tímabil og segist œtla að halda ótrauð áfram. Ýr markaskorari afguðs náð. Valsblaðið 2010 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.