Valsblaðið - 01.05.2010, Page 46

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 46
um undir trommuslætti og lúðrablæstri. Talsverður undirbúningur fór fram í skól- unum, en nemendur voru margir hverjir með andlitsmálningu í litum skólanna og hvatningarspjöld með slagorðum. Fyrsta keppnisgreinin var dodge-ball sem er nokkurs konar skotbolti og leikið með nokkrum boltum. Tvö blönduð lið komu úr hverjum árgangi hvers skóla og kepptu sín á milli. Keppnin í dodge-ball er sú tímafrekasta á leikunum en jafn- framt sú grein þar sem langflestir kepp- endur taka þátt. Hlíðaskóli bar sigur úr býtum í þessari keppni. Þá var keppt í körfuskotum, en hver skóli sendi tvö 6 manna lið til keppni í hverjum árgangi, 3 stelpur og 3 strákar í hverju liði. Hvert lið fékk tvo bolta og körfu og tók hver keppni tvær mínútur. Samanlagðar körfur skólans giltu svo til úrslita, en Háteigsskóli fór með sigur af hólmi. Þriðja greinin var boðhlaup en keppt var í 12 manna liðum úr hverjum árgangi og kynjaskipting var jöfn. Krakk- arnir hlupu langsum, voru sex hvoru megin og þeir þurftu að halda á risa- blöðru á leið sinni yfir og rétta hana fremsta manni. Austurbæjarskóli sigraði í þessari keppni og því ljóst að síðasta keppnin sem var reipitog myndi ráða úrslitum í keppninni í heild. I reipitoginu voru átta manna lið í hverjum árgangi. Allir kepptu við alla, þ.e. á sama aldri það fór svo að Hlíðaskóli sigraði reipi- togskeppnina og þar með heildarkeppn- ina. Skólaleikarnir eru haldnir að frumkvæði Vals en í nánu samstarfi við hverfis- skólana þrjá, Austurbæjarskóla, Háteigs- skóla og Hlíðaskóla. Markmiðið með leikunum er að kynna félagið betur innan hverfisins, fá alla nemendur á miðstigi á Hlíðarenda og virkja nemendur til íþróttaþátttöku. Keppnisgreinar leikanna eru óhefð- bundnar svo að allir geti verið með og svo að virkir íþróttaiðkendur hafi ekkert endilega forskot á aðra. Keppnisgreinar eru dodge-ball (skotbolti), körfuskot, reipitog og boðhlaup og lögð áhersla á að allir nemendur taki þátt. Nemendur voru hvattir til að koma í litum skólanna, Austurbæjarskóli í rauðu, Háteigsskóli í hvítu og Hlíðaskóli í svörtu tii að aðgreina nemendur og skapa enn meiri stemningu. Töluverð undirbúningsvinna fór fram þegar fyrstu leikarnir voru haldnir í mars 2009 sem nýttist hópnum vel í ár. Einnig fór fram mat á því sem hvernig til hafi tekist eftir leikana í fyrra og var það mat einnig haft að leiðarljósi. Framkvæmda- hópurinn hittist á nokkrum fundum en í hópnum voru íþróttakennarar skólanna, Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður barna- og unglingasviðs hjá Val, Sigþór Sigurðs- son foreldri í Val og Jón Gunnar Bergs einnig foreldri í Val. Mun fleiri einstak- lingar komu svo að framkvæmd leikanna þegar að þeim var komið en Sigfús Sig- urðsson var kynnir og Gunnlaugur Jóns- son sá um tónlistina, að auki komu þjálf- arar frá Val að framkvæmdinni. Hátt í 500 nemendur úr 5., 6. og 7. bekkjum skólanna tóku þátt í leikunum og komu nemendur gangandi úr skólun- Skólaleikar Vals voru haldnir í annað sinn þann 9. mars 2010 í Vodafone höllinni aö Hlíðarenda fyrir nemendur í 5.-7. bekk Austurbmjarskóla, Háteigsskóla ng Hlíöaskóla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.