Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 46
um undir trommuslætti og lúðrablæstri.
Talsverður undirbúningur fór fram í skól-
unum, en nemendur voru margir hverjir
með andlitsmálningu í litum skólanna og
hvatningarspjöld með slagorðum.
Fyrsta keppnisgreinin var dodge-ball
sem er nokkurs konar skotbolti og leikið
með nokkrum boltum. Tvö blönduð lið
komu úr hverjum árgangi hvers skóla og
kepptu sín á milli. Keppnin í dodge-ball
er sú tímafrekasta á leikunum en jafn-
framt sú grein þar sem langflestir kepp-
endur taka þátt. Hlíðaskóli bar sigur úr
býtum í þessari keppni.
Þá var keppt í körfuskotum, en hver
skóli sendi tvö 6 manna lið til keppni í
hverjum árgangi, 3 stelpur og 3 strákar í
hverju liði. Hvert lið fékk tvo bolta og
körfu og tók hver keppni tvær mínútur.
Samanlagðar körfur skólans giltu svo til
úrslita, en Háteigsskóli fór með sigur af
hólmi. Þriðja greinin var boðhlaup en
keppt var í 12 manna liðum úr hverjum
árgangi og kynjaskipting var jöfn. Krakk-
arnir hlupu langsum, voru sex hvoru
megin og þeir þurftu að halda á risa-
blöðru á leið sinni yfir og rétta hana
fremsta manni. Austurbæjarskóli sigraði í
þessari keppni og því ljóst að síðasta
keppnin sem var reipitog myndi ráða
úrslitum í keppninni í heild. I reipitoginu
voru átta manna lið í hverjum árgangi.
Allir kepptu við alla, þ.e. á sama aldri
það fór svo að Hlíðaskóli sigraði reipi-
togskeppnina og þar með heildarkeppn-
ina.
Skólaleikarnir eru haldnir að frumkvæði
Vals en í nánu samstarfi við hverfis-
skólana þrjá, Austurbæjarskóla, Háteigs-
skóla og Hlíðaskóla. Markmiðið með
leikunum er að kynna félagið betur innan
hverfisins, fá alla nemendur á miðstigi á
Hlíðarenda og virkja nemendur til
íþróttaþátttöku.
Keppnisgreinar leikanna eru óhefð-
bundnar svo að allir geti verið með og
svo að virkir íþróttaiðkendur hafi ekkert
endilega forskot á aðra. Keppnisgreinar
eru dodge-ball (skotbolti), körfuskot,
reipitog og boðhlaup og lögð áhersla á að
allir nemendur taki þátt. Nemendur voru
hvattir til að koma í litum skólanna,
Austurbæjarskóli í rauðu, Háteigsskóli í
hvítu og Hlíðaskóli í svörtu tii að
aðgreina nemendur og skapa enn meiri
stemningu.
Töluverð undirbúningsvinna fór fram
þegar fyrstu leikarnir voru haldnir í mars
2009 sem nýttist hópnum vel í ár. Einnig
fór fram mat á því sem hvernig til hafi
tekist eftir leikana í fyrra og var það mat
einnig haft að leiðarljósi. Framkvæmda-
hópurinn hittist á nokkrum fundum en í
hópnum voru íþróttakennarar skólanna,
Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður barna-
og unglingasviðs hjá Val, Sigþór Sigurðs-
son foreldri í Val og Jón Gunnar Bergs
einnig foreldri í Val. Mun fleiri einstak-
lingar komu svo að framkvæmd leikanna
þegar að þeim var komið en Sigfús Sig-
urðsson var kynnir og Gunnlaugur Jóns-
son sá um tónlistina, að auki komu þjálf-
arar frá Val að framkvæmdinni.
Hátt í 500 nemendur úr 5., 6. og 7.
bekkjum skólanna tóku þátt í leikunum
og komu nemendur gangandi úr skólun-
Skólaleikar Vals voru haldnir í annað sinn
þann 9. mars 2010 í Vodafone höllinni aö
Hlíðarenda fyrir nemendur í 5.-7. bekk
Austurbmjarskóla, Háteigsskóla ng Hlíöaskóla