Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 50
Danmörku Fannar Þór Friðgeirsson, spil-
ar í Þýskalandi, Arnór Þór Gunnarsson,
spilar í Þýskalandi, Ingvar Arnason, spil-
ar í Noregi, Sigfús Sigurðsson, spilar í
Þýskalandi. Nýir leikmenn fyrir veturinn
2010-2011: Valdimar Fannar Þórsson frá
HK, Anton Rúnarsson til baka úr láni hjá
Gróttu, Finnur Ingi Stefánsson frá Gróttu,
Sturla Asgeirsson frá Dusseldorf, Heiðar
Aðalsteinsson frá Akureyri, Hjálmar Þór
Arnarsson, lánaður í Gróttu, Einar Örn
Guðmundsson frá Víkingi og Alexandr
Jedic frá Moldovu. Júlíus Jónasson tók
við þjálfun mfl. karla sl. vor af Óskari
Bjarna Óskarssyni sem þjálfað hefur lið-
ið undanfarin 7 ár. Júlíus er okkur Vals-
mönnum að góðu kunnur, en hann lék
um árabil með Val og svo á Spáni, í
Frakklandi og Sviss. Júlíus þjálfaði ÍR
við góðan orðstír í nokkur ár ásamt því
að þjálfa íslenska kvennalandsliðið. Ósk-
ar sneri í nýtt starf hjá Val. Óskar er yfir-
þjálfari handknattleiksdeildar og þjálfar
yngri flokka ásamt því að vera með sér-
æfingar fyrir afreksflokka félagsins.
Heimir Ríkarðsson aðstoðar Júlíus ásamt
því að þjálfa 2. og 3. flokk félagsins. Lið-
stjóri er hinn geðþekki Finnur Jóhanns-
son, Sálfræðingur Erlendur Egilsson,
sjúkraþjálfari og nuddari er Valgeir Við-
arsson og Ingvar Sverrisson er liðslækn-
ir. f lok nóvember var ákveðið að Júlíus
skyldi hætta störfum eftir erfiða byrjun í
Islandsmótinu en eingöngu einn sigur leit
dagsins ljós í fyrstu átta umferðunum.
Við liðinu taka Óskar Bjarni og Heimir
Ríkarðsson, a.m.k. tímabundið.
Stjórn handknattleiksdeildar Vals
Stjórn handknattleiksdeildar vill þakka
starfsmönnum Vals ánægjulegt samstarf
á árinu. Þjálfurum, stuðningsmönnum,
styrktaraðilum, foreldrum og öllum þeim
fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að
starfinu, er þakkað fyrir óeigingjarnt starf
í þágu félagsins. Ekki síst hinum óvið-
jafnanlegu bekkjarfélögum í heimaleikja-
ráðinu sem gera umgjörðina á heima-
leikjum eins glæsilega og hún er. Einnig
viljum við þakka Guðna liðstjóra fyrir
frábært starf í gegnum árin sem verður
seint full þakkað. Asmundi Sveinsyni er
þakkað fyrir sín störf fyrir hkd. Vals. Þá
viljum við bjóða Arnar Friðgeirsson og
Magnús Guðmundsson velkomna til
starfa.
Stjórn handknattleiksdeildar Vals
starfsárið 2010-2011, er þannig
skipuð:
Sveinn Stefánsson, formaður
Ómar Ómarsson, varaformaður
Gunnar Þór Möller, gjaldkeri
Bjarni Már Bjarnason, meðstjórnandi
Gyða Jónsdóttir, meðstjórnandi
Arnar Friðgeirsson, meðstjórnandi
Magnús Guðmundsson, meðstjórnandi
Yngni flokkar
8. flokkur karla
8. flokkur karla tók þátt í tveimur mótum
í vetur, Akamótinu í Kópavoginum og
Stjörnumótinu í mars. 4 lið tóku þátt í
mótunum og stóðu drengirnir sig með
miklum sóma. Margir voru að stíga sín
fyrstu skref inni á handboltavellinum en
allir skoruðu stórglæsileg mörk og tóku
virkan þátt í vörninni. Þá virðast margir
efnilegir markverðir vera í flokknum því
sumir þeirra lokuðu hreinlega markinu í
mörgum leikjum. Það voru um það bil 10
strákar í flokknum þegar handboltaver-
tíðin hófst í haust en smám saman bættist
í hópinn og þegar yfir lauk taldi flokkur-
inn um 25 drengi. Við gerðum margt
skemmtilegt á liðnum vetri. Spiluðum
handbolta við foreldra okkar, héldum,
jólaskemmtun og horfðum spenn't á
nokkra leiki íslenska liðsins á Evrópu-
meistaramótinu í handbolta. Það var
haldið páskabingó þar sem allir fengu
einhvern vinning og á síðustu æfingunni
fórum við saman í keilu.
Þjálfari: Ágústa Edda Björnsdóttir
7. flokkur karla
7. flokkur karla tók þátt í þremur mótum
í vetur. Fyrsta mótið var í Framheimilinu
í nóvember, annað mótið var í íþróttahús-
um HK í febrúar og þriðja mótið á Sel-
tjarnarnesi vorið 2010. 5-6 lið tóku þátt í
þessum mótum og var árangurinn afar
góður. Öll liðin unnu flesta sína leiki og
voru til fyrirmyndar innan vallar sem
utan. Allir drengimir hafa sýnt miklar
framfarir og er óhætt að segja að framtíð-
in sé björt hjá handknattleiksdeild Vais
verði haldið vel utan um þennan drengja-
hóp í framtíðinni. Við gerðum okkur
ýmislegt til skemmtunar í vetur. Við
héldum jólaskemmtun þar sem farið var í
Valsblaðið 2010