Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 52
3. flokkur kvenna
Þegar vetrarstarfið byrjaði voru 12 stelp-
ur að æfa og liðið byrjaði á því að taka
þátt í Reykjavíkurmóti og lenti þar í 3.
sæti. Flokkurinn var skráður í 2. deild og
gekk ágætlega en liðið endaði í 5. sæti
þegar upp var staðið með 7 sigra 3 jafn-
tefli og 6 töp. Liðið datt út í 16-liða
úrslitum í Eimskipsbikarkeppni HSÍ gegn
Stjörnunni sem varð svo bikarmeistari.
Mikið brottfall varð hjá flokknum í
vetur en alls hættu 6 stelpur og var það
mikil blóðtaka fyrir flokkinn en stelpurn-
ar úr 4. fl. voru tilbúnar að koma og
styðja við bakið á flokknum.
Þjálfari: Jóhannes Lange
Mestu framfarir: Elma Dögg Birgis-
dóttir
Besti leikmaðurinn: Katrín Guðmunds-
dóttir
3.flokkur karla
Flokkurinn samanstóð af efnilegum og
duglegum drengjum allir á yngra ári
nema einn. Drengirnir æfðu mjög vel og
þarna eru klárlega 4-5 leikmenn og von-
andi fleiri sem eiga eftir að láta að sér
kveða í meistaraflokki félagsins í fram-
tíðinni og jafnvel fara enn lengra. Þeir
vita hvað þarf að æfa aukalega og hafa
mjög gott viðhorf til íþróttarinnar og
félagsins. Einn stór hluti af uppeldi í Val
er að aðstoða yngri flokka, aðstoða við
heimaleiki og dæma fyrir Val. Þarna
standa þessir drengir sig mjög vel. Flokk-
urinn var í 1. deild og lék 18 leiki, unnu
3 og töpuðu 15, skoruðu 28,3 mörk að
meðaltali í leik og fengu á sig 33. Hæfi-
leikaríkir í sókn en þurfa að vinna með
varnarleikinn og klárlega að vinna fleiri
leiki, stíga upp og sætta sig ekki við
þennan árangur þrátt fyrir að vera flestir
á yngra ári. Þrír leikmenn flokksins voru
í æfingahópi 1992 landsliðsins og þeir
Sveinn Aron Sveinsson og Bjartur Guð-
Leikmaður flokksins:
Sóley Sigurjónsdóttir
4. flokkur kvenna
Þetta var mikili lær-
dómsvetur hjá glæsileg-
um hópi stúlkna og þær
eru viljugar að læra til
að bæta sig handbolta-
lega. Hver og ein hefur
tekið framförum og
sýndi það sig í leik liðs-
ins. Þegar litið verður til baka yfir vetur-
inn þá er ég stoltur af þeim og stoltur að
segja að ég sé þjálfarinn þeirra. Endirinn
á tímabilinu var að fara á Partille Cup í
Svíþjóð og tókst sú ferð með ágætum.
Þjálfari: Sigfús Sigurðsson
Mestu framfarir: Lára Theodóra Magn-
úsdóttir
Besta ástundun: Hulda Steinunn Stein-
arsdóttir
Leikmaður flokksins: Lea Jerman Plesec
4. flokkur karla
Skemmtilegt og viðburðaríkt tímabil.
Strákarnir tóku þátt í tveimur mótum, í
bikarkeppni þar sem þeir voru slegnir út í
16-liða úrslitum og svo íslandsmeistara-
mótinu A 2 deild þar sem strákarnir end-
uðu í 3.-4. sæti.
Framfarir hafa ekki leynt á sér hjá
þessum strákum. Úr þessum tólf manna
hópi voru þrír valdir í U16 ára landsliðs-
úrtak. Flokkurinn gerði ýmislegt saman,
höfðu t.d. pizzukvöld, fóru í keilu og
enduðu svo tímabilið á að fara í go-kart
þar sem Maksim þjálfari sýndi strákun-
um hvernig þetta er gert.
Þjálfari: Maksim Akbachev
Mestu framfarir: Fjölnir Georgsson
Besta ástundun: Björn Tómasson
Leikmaður llokksins: Alexander Júlíus-
mundsson voru valdir til að fara með
landsliðinu til Belgíu í undankeppni,
helgina 21.-23. maí.
Þjálfarar: Heimir Ríkarðsson og Mak-
sim Akbachev
Mestu framfarir: Agnar Smári Jónsson
Besta ástundun: Baldvin Fróði Hauks-
son
Leikmaður flokksins: Sveinn Aron
Sveinsson
2. flokkur karla
Flokkurinn lfkt og 3. flokkurinn saman-
stóð af leikmönnum sem voru flestir á-
yngsta ári en leikmenn í flokknum voru
tvískiptir, þ.e. nokkrir æfðu einungis með
meistaraflokki og aðrir með 3. flokki
félagsins. Samstarf var við Þrótt og það-
an voru fengnir 3 leikmenn í 2. flokkinn
og máttu leikmenn 2. flokks leika með 1.
deildarliði Þróttar. 5 leikmenn léku í 1.
deildinni og öðluðust fína reynslu þar en
10 leikmenn fengu að vera í hópi í meist-
araflokki úr 2. og 3. flokki þetta tímabil.
Flokkurinn lék 14 leiki í 1. deildinni,
unnu 4, gerðu 1 jafntefli og töpuðu 9
leikjum. Þeir skoruðu 23,9 rnörk að með-
altali í leik og fengu á sig 27,8. Strákarn-
ir tóku virkan þátt í að þjálfa og dæma í
yngri flokkunum og stóðu sig virkilega
vel í félagsstörfum fyrir Val. Drengirnir
eiga góða möguleika á að ná langt en
þurfa klárlega ásamt 3. flokknum að nýta
næstu ár mjög vel, nú skilur að hvort
menn stígi skrefið að verða góðir leik-
menn.
Þjálfarar: Heimir Ríkarðsson og Oskar
Bjarni Oskarsson
Efnilegasti: Árni Alexander Baldvinsson
Besta ástundun: Aron Heiðar Guð-
mundsson
Leikmaður flokksins: Atli Már Báruson
Sveinn Stefánssonjormaöur hkd. Vals.
Ragnhildur Skúladóttir, yfirmaður
barna- og unglingasviðs Vals.
52
Valsblaðið 2010