Valsblaðið - 01.05.2010, Page 57
Deildarmeistararnir. Standandi frá vinstri: Jökull, Gabríel, Helgi, Emil,
Víkingur og Arnar. Fyrir framan: Róbert, Egill, Alexander og Jóhann.
Túrnering í handbolta í
nóvember hjá 5. flokki drengja
Byggt á samantekt Sigurðar Ásbjörnssonar
íþróttafréttaritara 5. flokks Vals í handbolta
Önnur törn á Islandsmóti yngra árs
(drengir fæddir 1998) 5. flokks fór fram
á Seltjarnarnesi um helgina 19.-21.
nóvember sl. Gestgjafinn var Grótta. Val-
ur spilaði á sínu fyrsta móti í 1. deild eft-
ir að hafa sigrað í 2. deild á síðasta móti.
Selfyssingar fylgdu okkur upp þar sem
þeir lentu í 2. sæti á eftir okkur. Sam-
kvæmt styrkleikaröðun HSÍ vorum við í
5. sæti af 32 liðum, sem er auðvitað harla
gott. En mikill vill meira. Fréttaritarinn
hafði verið að velta því fyrir sér hvort
Valur ætti erindi í hóp efstu liða eða
hvort við myndum strax falla niður aftur.
Andstæðingar okkar á mótinu voru:
HKl, FHl, ÍBVl, Stjarnan og Selfoss.
Hópurinn hafði breyst lítillega frá síð-
asta móti. Þórhallur Darri var kominn í
hópinn, en hann var ekki á landinu þegar
við spiluðum á síðasta móti. En á móti
kom að núna var Gabríel í útlöndum og
Jökull var veikur. Jóhann, Alexander og
Egill voru komnir á ferðina eftir að hafa
verið fjarri æfingum um hríð vegna veik-
inda og meiðsla. Þá hefur orðið breyting
á þjálfarateyminu, þar sem Fúsi er á nýj-
an leik kominn í atvinnumennsku í hand-
bolta í Þýskalandi. Þar spilar hann með
Emstetten í 2. deild þýska handboltans
undir stjórn Patreks Jóhannessonar en
með liðinu spilar Valsarinn Fannar Þór
Friðgeirsson og landsliðsmarkmaðurinn
Hreiðar Leví Guðmundsson. Eða eins og
vindurinn blés tíðindunum:
Jetzt ist der Fúsi í burtu
Hann fór hvorki í bað né sturtu
Hann tók sinn hatt og skó
og hélt til Patta Jó
því að Þjóðverjar krafta hans þur’tu.
Það kom því í hlut Gussa að stýra liðinu
á þessu móti.
Valur - HK. Fréttaritarinn var fjarri góðu
gamni í fyrsta leik mótsins sem var gegn
HK, en leikurinn fór fram um kvöldmat-
arleytið á laugardagskvöldinu þegar
fréttaritarinn var í matarboði. En ég var í
símasambandi við Gussa og hann sagði
mér frá því að Valur hafi unnið fyrri hálf-
leikinn 7-2, en það hafi nánast ekki verið
lífsmark með liðinu í seinni hálfleik. Þá
skoruðum við aðeins 4 mörk og þar af
hafí Róbert gert 2. En leiknum lauk 14-11
fyrir HK. Gussi fullyrti við mig að þetta
hefði verið algjör óþarfi. „Við erum betri
í handbolta heldur en þetta HK-lið.“
Valur - IBV. Næst voru það Eyjapeyjar.
HSÍ mat þá í 2. sæti á styrkleikalista ald-
ursflokksins, enda urðu þeir í 2. sæti á
fyrsta móti keppnistímabilsins. Hér er
vert að staldra við snilldartilþrif Jóhanns
sem varði 8 af 11 (> 70% þetta er
Valsblaðið 2010
57