Valsblaðið - 01.05.2010, Side 64
Framtíðarfólk
Nám: Ég er að klára Versló núna í vor.
Kærasta: Nei, ég er á lausu!
Hvað ætlar þú að verða: Draumurinn er
atvinnumaður í fótbolta.
Af hverju Valur? Af hverju færðu þér
mjólk með kökunni en ekki vatn? Af því
það er það besta sem er í boði. Það kom
aldrei neitt annað til greina.
Frægir Valsarar í fjölskyldunni: Hann
faðir minn, Geir Sveinsson, gerði garð-
inn frægan með Val og íslenska landslið-
inu í handbolta.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
fótboltanum: Það er auðvitað þvílíkur
plús fyrir mig sem íþróttamann að hafa
jafn mikinn reynslubolta og pabba inni á
heimilinu. Hann héfur hjálpað mér alveg
gríðarlega mikið og ráðleggingar hans
verða stór partur af því ef ég næ mark-
miðum mínum.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Pabbi er held ég besti íþrótta-
maðurinn í fjölskyldunni, þó að það verði
bráðum „var“ - og þá auðvitað verð ég
orðinn sá besti.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: íslands-
og bikarmeistari, dúxa Versló og verð
keyptur til Arsenal fyrir metfé í íslenskri
knattspyrnu svo að Valur þarf aldrei að
hugsa um peninga aftur.
Af hverju fótbolti: Þetta var alveg hrika-
lega erfitt val á sínum tíma, þegar ég þurfti
að velja á milli handboltans og fótboltans.
Fótboltinn varð fyrir valinu og það voru
nokkrar ástæður sem spiluðu inn í. Ég gat
engan veginn valið eftir því hvort var
skemmtilegra því báðar íþróttirnar em
ekkert smá skemmtilegar. Ég fór því að
skoða þetta frá öðmm vinkli og sá þá að
fótboltinn hentaði betur og er ég mjög sátt-
ur með þá ákvörðun þó að ég muni aldrei
útiloka það að ég fari aftur í handboltann.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Ég afrekaði nú kannski ekki margt í
handboltanum, en spilaði þó nokkra
meistaraflokksleiki fyrir Val og vann ein-
hverja bikara í yngri flokkunum.
Það var
hrikalega erfitt
að velja á milli
handboltans
og fótboltans
Arnar Sveinn Geirsson er 19 ára og leikur
fótbolta með mestaraflohki karla
Eftirminnilegast úr boltanum: Eitt það
eftirminnilegasta er klárlega markið sem
ég skoraði á móti KR í Vesturbænum fyr-
ir framan troðfullt Frostaskjól í fyrra,
sem endaði svo á að vera sigurmarkið í
leiknum. Síðan koma upp önnur atriði
eins og fyrsti landsleikurinn, fyrsta mark-
ið mitt fyrir Val' og fyrsti leikurinn fyrir
Val.
Hvernig var síðasta tímabil: Það var
alls ekki eins slæmt og mér finnst
umfjöllunin um það vera. Það voru auð-
vitað miklar breytingar og menn kannski
enn svolítið að átta sig á málum. Auðvit-
að var árangurinn ekki ásættanlegur, en
ég held að leikmenn innan liðsins hafi
þroskast og orðið betri sem mun klárlega
hjálpa okkur á komandi tímabili.
Ein setning eftir tímabilið: Fínn undir-
búningur fyrir 100 ára afmælisár stærsta
félags á landinu.
Hvernig gengur næsta sumar: Ég hef
mikla trú á liðinu fyrir næsta sumar. Það
er mikið í gangi í öllum klúbbnum á öll-
um sviðum, félagið er að verða 100 ára
og spenningurinn er mikill. Ég held að
það muni nýtast hópnum öllum vel og
þetta verði fantagott sumar.
Besti stuðningsmaðurinn: Ég held að
fyrir mig persónulega sé það litli bróðir
minn, hann Vilhjálmur Geir. það gleður
mig alltaf að sjá hann á leikjum hjá mér.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Hingað til
myndi ég segja að það sé Magni Fann-
berg sem þjálfaði mig í 3. flokki. Hann
hjálpaði mér alveg gríðarlega mikið að
þroskast og verða betri leikmaður. Ég á
honum mikið að þakka.
Hvað varstu með marga þjálfara hjá
Val í yngri flokkunum: Ef ég tel aðal-
og aðstoðarþjálfara saman þá voru þeir
ekki færri en 20.
Fyndnasta atvik: Það var ekki mjög
fyndið þá en eftir á er þetta frekar skond-
ið. Þannig var það að við vorum að spila
fyrsta leikinn okkar í fslandsmóti í Eyj-
um þegar ég var í 3. flokki. Við komum
til Eyja og unnum 9-0 þar sem ég skoraði
þrennu. Þegar lítið var eftir af leiknum í
stöðunni 9-0 fékk ég að líta rauða spjald-
ið fyrir hefnibrot. Eftir leikinn komumst
við síðan að því að ég átti að vera í banni
í leiknum, eftir að hafa fengið rautt spjald
í síðasta leik íslandsmótsins sumarið
áður. Því var okkur dæmdur ósigur 3-0.
Ég hef því fengið rautt spjald í leik þar
sem ég átti að vera í banni, skoraði
þrennu og við unnum 9-0 en töpuðum
samt 3-0. Sem betur fer hefur maður
þroskast aðeins í þessum spjaldamálum
síðan.
Stærsta stundin: Fyrsti landsleikurinn
64
Valsblaðið 2010